Massa vill sigur, en mun hjálpa Alonso 4. nóvember 2010 14:22 Fernando Alonso og Felipe Massa föguðu vel á verðlaunpallinum í Suður Kóreu á dögunum, en Alonso vann mótið, en Massa varð þriðji. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Felipe Massa verður meðal fjögurra Brasilíumanna á heimavelli í Formúlu 1 mótinu á Interlagos brautinni í Brasilíu um helgina. Hann á ekki möguleika á meistaratitilinum og mun styðja við bakið á liðsfélaga sínum hjá Ferrari, Fernando Alonso í titilslagnum, komi sú staða upp í mótinu. Alonso er með 231 stig í stigamóti ökumanna, Mark Webber 220, Lewis Hamilton 210, Vettel 206 og Jenson Button 206. Til að landa titlinum um helgina þarf Alonso 15 stigum meira en Webber, 4 stigum meira en Hamilton og Vettel má ekki fá fleiri stig en Alonso í mótinu til að svo geti orðið. Sjálfur gerir Alonso ekki ráð fyrir því að úrslit ráðist fyrr en í lokamótinu í Abu Dhabi um aðra helgi. "Ég býst við sigri og mun gera mitt besta til að vinna mótið fyrir heimamenn. En það er líka satt að eftir mótið í Þýskalandi var fólk hérna mjög almennilegt við mig og hvetjandi. Raunverulegir áhorfendur eru frábærir, en fréttamennirnir eru erfiðari", sagði Massa á fundi á mótsstað í dag, samkvæmt frétt á autosport.com. Massa hleypti Alonso framúr sér í mótinu í Þýskalandi í sumar, þannig að Alonso fengi fleiri stig í stigamótinu og dómarar mótsins sektuðu Ferrari liðið með peningasekt fyrir tiltækið. Það var síðan tekið fyrir að nýju af FIA, en liðinu var ekki refsað frekar og voru skiptar skoðanir um þá ákvörðun. Aðspurður um það hvort Massa myndi hleypa Alonso framúr sér á ný í Brasilíu sagði Massa. "Ég hef þegar gert það, er það ekki? Ef þú manst það ekki. Ég gerði það 2007. Ég er fagmaður", sagði Massa, en Ferrari leggur mikla áherslu á að ökumenn sínir vinni fyrir liðið. Massa kvaðst ætla að hefja mótið og ljúka því í eins góðri stöðu og mögulegt væri, en hann veit líka að það gæti reynst dýrkeypt ef hann tæki stig af Alonso, en meira mál að hann taki stiga af keppinautunum fjórum við Alonso um titilinn. "Alonso er efstur í stigamótinu og hann getur þetta. Markmiðið er að vinna titilinn og ef hann nær þessu hérna, þá væri það gott fyrir liðið", sagði Massa. "Við höfum séð hvernig allir voru vissir um að Red Bull ynni mót auðveldlega, en svo gerist eitthvað eins og síðasta móti og þeir töpuðu mörgum stigum. Seb (astian Vettel) hefur verið fremstur á ráslínu í 10 mótum og hefur unnið þrjú mót. Á því má sjá að allt er mögulegt, sérstaklega þar sem Fernando er efstur og á því mikla möguleika", sagði Massa. Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Felipe Massa verður meðal fjögurra Brasilíumanna á heimavelli í Formúlu 1 mótinu á Interlagos brautinni í Brasilíu um helgina. Hann á ekki möguleika á meistaratitilinum og mun styðja við bakið á liðsfélaga sínum hjá Ferrari, Fernando Alonso í titilslagnum, komi sú staða upp í mótinu. Alonso er með 231 stig í stigamóti ökumanna, Mark Webber 220, Lewis Hamilton 210, Vettel 206 og Jenson Button 206. Til að landa titlinum um helgina þarf Alonso 15 stigum meira en Webber, 4 stigum meira en Hamilton og Vettel má ekki fá fleiri stig en Alonso í mótinu til að svo geti orðið. Sjálfur gerir Alonso ekki ráð fyrir því að úrslit ráðist fyrr en í lokamótinu í Abu Dhabi um aðra helgi. "Ég býst við sigri og mun gera mitt besta til að vinna mótið fyrir heimamenn. En það er líka satt að eftir mótið í Þýskalandi var fólk hérna mjög almennilegt við mig og hvetjandi. Raunverulegir áhorfendur eru frábærir, en fréttamennirnir eru erfiðari", sagði Massa á fundi á mótsstað í dag, samkvæmt frétt á autosport.com. Massa hleypti Alonso framúr sér í mótinu í Þýskalandi í sumar, þannig að Alonso fengi fleiri stig í stigamótinu og dómarar mótsins sektuðu Ferrari liðið með peningasekt fyrir tiltækið. Það var síðan tekið fyrir að nýju af FIA, en liðinu var ekki refsað frekar og voru skiptar skoðanir um þá ákvörðun. Aðspurður um það hvort Massa myndi hleypa Alonso framúr sér á ný í Brasilíu sagði Massa. "Ég hef þegar gert það, er það ekki? Ef þú manst það ekki. Ég gerði það 2007. Ég er fagmaður", sagði Massa, en Ferrari leggur mikla áherslu á að ökumenn sínir vinni fyrir liðið. Massa kvaðst ætla að hefja mótið og ljúka því í eins góðri stöðu og mögulegt væri, en hann veit líka að það gæti reynst dýrkeypt ef hann tæki stig af Alonso, en meira mál að hann taki stiga af keppinautunum fjórum við Alonso um titilinn. "Alonso er efstur í stigamótinu og hann getur þetta. Markmiðið er að vinna titilinn og ef hann nær þessu hérna, þá væri það gott fyrir liðið", sagði Massa. "Við höfum séð hvernig allir voru vissir um að Red Bull ynni mót auðveldlega, en svo gerist eitthvað eins og síðasta móti og þeir töpuðu mörgum stigum. Seb (astian Vettel) hefur verið fremstur á ráslínu í 10 mótum og hefur unnið þrjú mót. Á því má sjá að allt er mögulegt, sérstaklega þar sem Fernando er efstur og á því mikla möguleika", sagði Massa.
Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira