Öster og Jönköping Södra gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í sænsku B-deildinni í knattspyrnu. Davíð Þór Viðarsson spilaði allan leikinn fyrir fyrrnefnda liðið.
Öster er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með nítján stig eftir 25 leiki og er í bullandi fallbaráttu við Väsby sem er með átján stig og Trollhättan sem er með sextán stig.
Davíð Þór hefur spilað 21 leik með Öster á tímabilinu, alla í byrjunarliði, og skorað í þeim tvö mörk. Hann er fyrirliði liðsins.