Schumacher og Rosberg bjartsýnir 13. maí 2010 18:15 Michael Schumacher ekur út úr þekktum undirgöngum í Mónakó sem setja alltaf svip á mótið. Mynd: Getty Images Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Mercedes báru sig vel eftir æfingar keppnisliða á brautinni í Mónakó í dag. Rosberg náð næst besta tíma og Schumacher varð var með fimmta besta tíma dagsins í dag, aðeins 0.239 sekúndum frá tíma Fernando Alonso hjá Ferrari sem var fljótastur. "Það var mjög gaman á æfingum í dag. Það er mjög sérstakt að keyra í Mónakó og ég naut þess eftir að hafa náð taktinum sem þarf í brautinni. Sérstaklega þegar ég ók margra hringi í einum rykk", sagði Schumacher í dag. "Við getum verið nokkuð bjartsýnir, því bíllinn lætur vel af stjórn. Önnur lið hafa meiri hámarkshraða á öðrum brautum, en hafa hann ekki hér. Því þéttist hópurinn nokkuð og það verður spennandi að sjá hvað gerist í tímatökunni. Ég hlakka til hennar." Liðsfélagi Schumachers, Nico Rosberg býr í Mónakó og þekkir brautina því vel. Hann var með næst besta tíma í dag. "Við náðum góðri siglingu á seinni æfingu, eftir vandamál á þeirri fyrri. Mér leið mjög vel í bílnum og við gátum lagað uppstillingu bílsins tal á markvissan hátt. Það lítur því allt vel út fyrir tímatökuna á laugardag", sagði Rosberg. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Mercedes báru sig vel eftir æfingar keppnisliða á brautinni í Mónakó í dag. Rosberg náð næst besta tíma og Schumacher varð var með fimmta besta tíma dagsins í dag, aðeins 0.239 sekúndum frá tíma Fernando Alonso hjá Ferrari sem var fljótastur. "Það var mjög gaman á æfingum í dag. Það er mjög sérstakt að keyra í Mónakó og ég naut þess eftir að hafa náð taktinum sem þarf í brautinni. Sérstaklega þegar ég ók margra hringi í einum rykk", sagði Schumacher í dag. "Við getum verið nokkuð bjartsýnir, því bíllinn lætur vel af stjórn. Önnur lið hafa meiri hámarkshraða á öðrum brautum, en hafa hann ekki hér. Því þéttist hópurinn nokkuð og það verður spennandi að sjá hvað gerist í tímatökunni. Ég hlakka til hennar." Liðsfélagi Schumachers, Nico Rosberg býr í Mónakó og þekkir brautina því vel. Hann var með næst besta tíma í dag. "Við náðum góðri siglingu á seinni æfingu, eftir vandamál á þeirri fyrri. Mér leið mjög vel í bílnum og við gátum lagað uppstillingu bílsins tal á markvissan hátt. Það lítur því allt vel út fyrir tímatökuna á laugardag", sagði Rosberg.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira