Ástríðan holl í allri umræðu 2. júlí 2010 16:33 Toppstjórarnir hjá Red Bull og McLaren, Christian Horner og Martin Whitmarsh ræða málin. Mynd: Getty Images Martin Whitmarsh hjá McLaren telur að allt í lagi sé að blása dálítið frá sér í kringum Formúlu 1 mót, þó vanda megi orðaval þegar ástríðan er sem mest. Hann var á opnum fundi keppnisliða og áhorfenda sem haldin var í London í dag. Nokkur umræða hefur verið eftir síðasta mót um dómgæslu og Fernando Alonso var meðal þeirra sem kannski fóru yfir strikið í ummælum, þegar hann sagði úrslitum hefði verið hagrætt í mótinu. Hann sagði það í hita leiksins eftir mót, þar sem hann féll úr þriðja sæti í það áttunda. Hann taldi dómara hafa staðið sig heldur illa við að ákvarða refsingu á Lewis Hamilton, en fagnði síðan að FIA ætla að skoða málið til að varna endurtekningu. "Það verða alltaf mörk sem ekki voru mörk og slíkt, það er hluti af íþróttum og menn verða að sættast um það", sagði Whitmarsh m.a. á fundinum í frétt á autosport.com. Whitmarsh telur að FIA og dómara standi sig vel í mótum og leyfi hlutunum að flæða meira en áður. "Það er fín lína sem þarf að fara eftir. Menn vilja hafa öryggi, vera sanngjarnir og taka snöggar ákvarðanir, en ökumenn vilja taka á því og þegar slíkt er gert í kappakstursbíl, þá er ljóst að eitthvað getur komið upp. Það gerast umdeildir hlutir og tveir mismunandi ökumenn hafa ólíka skoðun á sama hlut." "Alonso talaði opinskátt eftir síðustu keppni og í sannleika sagt, þá er það sem fólk vill. Ég hef ekki áhyggjur af slíku. Áður fyrr mátti ekki spyrja. En það þurfa að vera einhver mörk, en það á að vera hægt að spyrja um ákvarðanir dómara, þó slíkt hafi ekki verið hægt." "Það er ekki sanngjarnt að gagnrýna FIA fyrir alla skapaða hluti og við verðum að gæta hófs og virðingar, en það á að vera hægt að sýna ástríðu og áhuga. Það er hollt", sagði Whitmarsh. Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Martin Whitmarsh hjá McLaren telur að allt í lagi sé að blása dálítið frá sér í kringum Formúlu 1 mót, þó vanda megi orðaval þegar ástríðan er sem mest. Hann var á opnum fundi keppnisliða og áhorfenda sem haldin var í London í dag. Nokkur umræða hefur verið eftir síðasta mót um dómgæslu og Fernando Alonso var meðal þeirra sem kannski fóru yfir strikið í ummælum, þegar hann sagði úrslitum hefði verið hagrætt í mótinu. Hann sagði það í hita leiksins eftir mót, þar sem hann féll úr þriðja sæti í það áttunda. Hann taldi dómara hafa staðið sig heldur illa við að ákvarða refsingu á Lewis Hamilton, en fagnði síðan að FIA ætla að skoða málið til að varna endurtekningu. "Það verða alltaf mörk sem ekki voru mörk og slíkt, það er hluti af íþróttum og menn verða að sættast um það", sagði Whitmarsh m.a. á fundinum í frétt á autosport.com. Whitmarsh telur að FIA og dómara standi sig vel í mótum og leyfi hlutunum að flæða meira en áður. "Það er fín lína sem þarf að fara eftir. Menn vilja hafa öryggi, vera sanngjarnir og taka snöggar ákvarðanir, en ökumenn vilja taka á því og þegar slíkt er gert í kappakstursbíl, þá er ljóst að eitthvað getur komið upp. Það gerast umdeildir hlutir og tveir mismunandi ökumenn hafa ólíka skoðun á sama hlut." "Alonso talaði opinskátt eftir síðustu keppni og í sannleika sagt, þá er það sem fólk vill. Ég hef ekki áhyggjur af slíku. Áður fyrr mátti ekki spyrja. En það þurfa að vera einhver mörk, en það á að vera hægt að spyrja um ákvarðanir dómara, þó slíkt hafi ekki verið hægt." "Það er ekki sanngjarnt að gagnrýna FIA fyrir alla skapaða hluti og við verðum að gæta hófs og virðingar, en það á að vera hægt að sýna ástríðu og áhuga. Það er hollt", sagði Whitmarsh.
Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira