Umfjöllun: KR átti ekkert svar við leik Snæfells Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. apríl 2010 08:23 Mynd/Daníel Snæfell er komið í 1-0 gegn KR í undanúrslitarimmu félaganna í Iceland Express-deild karla. Snæfell sótti sigur í Vesturbæinn í fyrsta leik. Leikurinn byrjaði með miklum látum. Bæði lið léku fast og ákveðið og gáfu tóninn fyrir það sem koma skildi. Gríðarleg barátta undir körfunum og ljóst að menn ætluðu að gefa allt sem þeir áttu. KR skrefi á undan. Finnur Atli að spila vel en hinum megin var Sigurður Þorvaldsson að hitta vel ólíkt félögum hans. KR yfir eftir fyrsta leikhluta, 22-19. Baráttan og brjálæðin hélt áfram í öðrum leikhluta. Menn fórnuðu sér í hvert frákast líkt og boltinn væri síðasti brauðmolinn á jörðinni. Sigurður hélt áfram að spila vel fyrir Snæfell, Hlynur reif niður fráköst og setti tvo þrista. Jón Orri og Finnur Atli komu afar ferskir inn hjá KR sem saknaði framlags frá Brynjari Björnssyni sem var stigalaus í fyrri hálfleik. Sömu sögu var að segja af Sean Burton hjá Snæfell sem skoraði aðeins tvö stig í fyrri hálfleik. Snæfell yfir í hálfleik, 40-43. KR að hitta betur en Snæfell að taka fleiri fráköst. Gestirnir úr Hólminum voru ákveðnari í þriðja leikhluta á meðan KR-ingar voru í vandræðum með að finna góð skot. Finnur Atli sá eini sem var að spila af einhverju viti. Er Snæfell náði átta stiga forskoti, 53-61, var Páli Kolbeinssyni, þjálfara KR, nóg boðið og hann tók leikhlé. Það gekk ekkert hjá KR og meira að segja Morgan Lewis klúðraði troðslu. Á meðan léku Snæfellingar við hvurn sinn fingur og sjálfstraustið skein af hverjum leikmanni. Er leikhlutinn var allur leiddu gestirnir með 15 stigum, 57-72. Morgan Lewis tók til sinna mála í fjórða leikhluta, stal boltanum í tvígang og skilaði fyrir góðum stigum. Það kveikti í stuðningsmönnum KR sem og liðinu. Ingi Þór, þjálfari Snæfells, brást við með því að taka leikhlé og stöðva stemninguna. 65-76 og sjö mínútur eftir. Það virkaði vel því KR var stöðvað. Það hjálpaði ekki heimamönnum að Tommy Johnson virtist líta þannig á leikinn að hann væri einn í liði, gaf ekki boltann og klúðraði hverri sókninni á fætur annarri. Á endanum var stúkunni nóg boðið og hún öskraði út af með manninn. Á meðan raðaði Martin Berkins niður þriggja stiga skotum eins og hann væri að raða vörum í poka í Bónus. Hann var sjóðandi og KR-ingar áttu ekkert svar. Þeir lögðu að lokum niður vopnin og játuðu sig sigraða. 1-0 fyrir Snæfell og liðin mætast að nýju í Hólminum á miðvikudag. KR-Snæfell 84-102 KR: Finnur Atli Magnússon 20, Morgan Lewis 15, Jón Orri Kristjánsson 13/5 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 9/9 fráköst/8 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 8/5 fráköst, Tommy Johnson 8/6 fráköst. Snæfell: Martins Berkis 21, Sigurður Á. Þorvaldsson 20, Hlynur Bæringsson 19/14 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 15/7 fráköst, Sean Burton 12/4 fráköst/7 stoðsendingar, Páll Fannar Helgason 5, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 4/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 2, Egill Egilsson 2, Emil Þór Jóhannsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
Snæfell er komið í 1-0 gegn KR í undanúrslitarimmu félaganna í Iceland Express-deild karla. Snæfell sótti sigur í Vesturbæinn í fyrsta leik. Leikurinn byrjaði með miklum látum. Bæði lið léku fast og ákveðið og gáfu tóninn fyrir það sem koma skildi. Gríðarleg barátta undir körfunum og ljóst að menn ætluðu að gefa allt sem þeir áttu. KR skrefi á undan. Finnur Atli að spila vel en hinum megin var Sigurður Þorvaldsson að hitta vel ólíkt félögum hans. KR yfir eftir fyrsta leikhluta, 22-19. Baráttan og brjálæðin hélt áfram í öðrum leikhluta. Menn fórnuðu sér í hvert frákast líkt og boltinn væri síðasti brauðmolinn á jörðinni. Sigurður hélt áfram að spila vel fyrir Snæfell, Hlynur reif niður fráköst og setti tvo þrista. Jón Orri og Finnur Atli komu afar ferskir inn hjá KR sem saknaði framlags frá Brynjari Björnssyni sem var stigalaus í fyrri hálfleik. Sömu sögu var að segja af Sean Burton hjá Snæfell sem skoraði aðeins tvö stig í fyrri hálfleik. Snæfell yfir í hálfleik, 40-43. KR að hitta betur en Snæfell að taka fleiri fráköst. Gestirnir úr Hólminum voru ákveðnari í þriðja leikhluta á meðan KR-ingar voru í vandræðum með að finna góð skot. Finnur Atli sá eini sem var að spila af einhverju viti. Er Snæfell náði átta stiga forskoti, 53-61, var Páli Kolbeinssyni, þjálfara KR, nóg boðið og hann tók leikhlé. Það gekk ekkert hjá KR og meira að segja Morgan Lewis klúðraði troðslu. Á meðan léku Snæfellingar við hvurn sinn fingur og sjálfstraustið skein af hverjum leikmanni. Er leikhlutinn var allur leiddu gestirnir með 15 stigum, 57-72. Morgan Lewis tók til sinna mála í fjórða leikhluta, stal boltanum í tvígang og skilaði fyrir góðum stigum. Það kveikti í stuðningsmönnum KR sem og liðinu. Ingi Þór, þjálfari Snæfells, brást við með því að taka leikhlé og stöðva stemninguna. 65-76 og sjö mínútur eftir. Það virkaði vel því KR var stöðvað. Það hjálpaði ekki heimamönnum að Tommy Johnson virtist líta þannig á leikinn að hann væri einn í liði, gaf ekki boltann og klúðraði hverri sókninni á fætur annarri. Á endanum var stúkunni nóg boðið og hún öskraði út af með manninn. Á meðan raðaði Martin Berkins niður þriggja stiga skotum eins og hann væri að raða vörum í poka í Bónus. Hann var sjóðandi og KR-ingar áttu ekkert svar. Þeir lögðu að lokum niður vopnin og játuðu sig sigraða. 1-0 fyrir Snæfell og liðin mætast að nýju í Hólminum á miðvikudag. KR-Snæfell 84-102 KR: Finnur Atli Magnússon 20, Morgan Lewis 15, Jón Orri Kristjánsson 13/5 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 9/9 fráköst/8 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 8/5 fráköst, Tommy Johnson 8/6 fráköst. Snæfell: Martins Berkis 21, Sigurður Á. Þorvaldsson 20, Hlynur Bæringsson 19/14 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 15/7 fráköst, Sean Burton 12/4 fráköst/7 stoðsendingar, Páll Fannar Helgason 5, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 4/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 2, Egill Egilsson 2, Emil Þór Jóhannsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira