Lið Evrópu tók heldur betur við sér í Ryder-bikarnum í dag. Liðið var tveim vinningum undir, 6-4, þegar dagurinn í dag hófst en leiðir með þrem vinningum eftir daginn.
Evrópu hefur 9½ vinning gegn 6½ vinningi Bandaríkjamanna.
Evrópuliðið leiddi í öllum leikjum sem hófust aftur í dag en tókst ekki alveg að klára þá alla. Bandaríkin fengu hálfan vinning.
Staða Evrópu er samt afar vænlega fyrir lokadaginn á morgun en mótinu átti reyndar að ljúka í dag en það var ekki hægt vegna veðurs.