Bill Gates orðinn viðskiptafélagi Kaupþings 25. desember 2010 12:07 Bill Gates, stofandi Microsoft og auðugasti maður heimsins, er orðinn viðskiptafélagi slitastjórnar Kaupþings í gegnum bresku íþróttavörukeðjuna JJB Sports. Samkvæmt tilkynningu frá JJB Sports hefur Bill and Melinda Gates Foundation Trust ákveðið að taka þátt í að styrkja fjárhagslegan grundvöll JJB Sports um 31,5 milljón punda eða um 5,7 milljarða kr. Slitastjórn Kaupþings heldur utanum tæplega 30% hlut í JJB Sports en sá hlutur var áður í eigu Chris Ronnie fyrrum forstjóra JJB Sports og Exista. Upphaflegu kaupin á þeim hlut eru m.a. til rannsóknar hjá Serious Fraud Office, efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar. Í frétt um málið á Reuters segir að JJB Sports eigi í fjárhagslegum erfiðleikum og að Bill and Melinda Gates Foundation Trust hafi ásamt þremur öðrum fjárfestum í keðjunni ákveðið að leggja henni til nýtt fé. Samtals fer þessi hópur með rúmlega 44% eignarhlut í JJB Sports, þar af á sjóður Bill Gates og Melindu um 5%. Fram kemur á Reuters að áður en þetta nýja fé kom til var JJB Sports í hættu á að brjóta skilamála á 25 milljón punda láni frá Royal Bank of Scotland. Keðjan hafði gefið út aðvörun um slíkt fyrir mánuði síðan. Bankinn féllst á að gjaldfella ekki lánið þegar lá ljóst fyrir að nýtt fé væri á leið inn í keðjuna. Hlutir í JJB Sports hafa tapað um 83% af gildi sínu á liðnu ári en hækkuðu um 20% s.l. föstudag þegar tilkynnt var um fjárinnspýtinguna. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bill Gates, stofandi Microsoft og auðugasti maður heimsins, er orðinn viðskiptafélagi slitastjórnar Kaupþings í gegnum bresku íþróttavörukeðjuna JJB Sports. Samkvæmt tilkynningu frá JJB Sports hefur Bill and Melinda Gates Foundation Trust ákveðið að taka þátt í að styrkja fjárhagslegan grundvöll JJB Sports um 31,5 milljón punda eða um 5,7 milljarða kr. Slitastjórn Kaupþings heldur utanum tæplega 30% hlut í JJB Sports en sá hlutur var áður í eigu Chris Ronnie fyrrum forstjóra JJB Sports og Exista. Upphaflegu kaupin á þeim hlut eru m.a. til rannsóknar hjá Serious Fraud Office, efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar. Í frétt um málið á Reuters segir að JJB Sports eigi í fjárhagslegum erfiðleikum og að Bill and Melinda Gates Foundation Trust hafi ásamt þremur öðrum fjárfestum í keðjunni ákveðið að leggja henni til nýtt fé. Samtals fer þessi hópur með rúmlega 44% eignarhlut í JJB Sports, þar af á sjóður Bill Gates og Melindu um 5%. Fram kemur á Reuters að áður en þetta nýja fé kom til var JJB Sports í hættu á að brjóta skilamála á 25 milljón punda láni frá Royal Bank of Scotland. Keðjan hafði gefið út aðvörun um slíkt fyrir mánuði síðan. Bankinn féllst á að gjaldfella ekki lánið þegar lá ljóst fyrir að nýtt fé væri á leið inn í keðjuna. Hlutir í JJB Sports hafa tapað um 83% af gildi sínu á liðnu ári en hækkuðu um 20% s.l. föstudag þegar tilkynnt var um fjárinnspýtinguna.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira