Umgjörðin á að vera í lagi Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. júlí 2010 00:01 Sumar starfsstéttir hafa á sér verra orð en aðrar. Þannig heyrast til dæmis oft hnútuköst í garð lögfræðinga. Sjálfsagt á það rót sína í því að til þeirra leitar fólk helst í vandræðum þar sem óvíst er að allir gangi jafnsáttir frá borði. Oftast er samt um góðlátlegt grín að ræða. Ein er þó sú starfsstétt sem á sér hefur enn verra orð, en það eru stjórnmálamenn. Sjálfsagt er þar mörgu um að kenna, þótt nærtækt kunni að vera að benda á að stéttin hafi augljóslega ekki staðið sig vel í ljósi þess hvernig fyrir þjóðinni er komið. Þessi hópur fólks er í þeirri undarlegu stöðu að eiga atvinnu sína undir reglulegri vinsældamælingu í kosningum og kunna þar augljóslega að rekast á persónulegir hagsmunir og almannahagur þegar kemur að því að taka afstöðu í erfiðum málum. Undir þessu stendur fólk misvel og það kemur berlega í ljós í árferði sem þessu. Í moldviðri umræðunnar, þar sem sífellt skjóta upp kollinum „ný og vafasöm" mál sem blása lífi í þá elda vantrausts sem víða brenna á fólki, má greina ólíkar gerðir stjórnmálamanna. Fullalgeng er tegundin sem stekkur til og vill með misgáfulegum hætti bregðast við aðsteðjandi vanda og hendir þá gjarnan á lofti missannar fullyrðingar sem kastað hefur verið fram. Dæmi um slíkt mál hlýtur að vera kaup Magma Energy á HS Orku. Í svörum við spurningu sem Capacent Gallup lagði fyrir viðhorfahóp sinn að beiðni Teits Atlasonar bloggara kemur fram að 85 prósent kváðust á móti því að útlendingar gætu keypt íslenskar náttúruauðlindir. Í blogginu er enn fremur kallað eftir því að fjölmiðlar „taki við sér" og rannsaki hverjir standa á bak við Magma Energy. Ákallið endurspeglar umræðu liðinna daga. Þó hefur verið vitað allan tímann að félagið er skráð á hlutabréfamarkað í Kanada. Meira að segja væri íslenska ríkinu frjálst að gera í það tilboð, félag, sem vel að merkja er ekki að kaupa náttúruauðlindir landsins, heldur leigir þær til hundrað ára eða svo og greiðir landeigendum sem nemur 70 milljónum króna á ári fyrir. Óskandi væri að önnur tegund stjórnmálamanna reyndi nú að gera sig gildandi í umræðunni, hvar í flokki sem hún annars stendur. Tegundin sem veit að hlutverk hennar er að smíða umgjörðina sem landsmenn og fyrirtæki starfa eftir. Ef lög um orkugeirann eru í lagi þá skiptir minna máli hver á fyrirtækin sem þar starfa. Vísast var tekið skref í rétta átt við að laga þá umgjörð þegar tryggt var sumarið 2008 með breytingu á lögum að ríki, sveitarfélög og opinber fyrirtæki, mættu ekki selja frá sér orkuauðlindir. Mögulega má gera betur, en það er á þessum vettvangi sem slagurinn á að standa. Ekki í gerræðislegum inngripum og handahófskenndri ákvarðanatöku. Núna er vert að leggja á minnið hvaða stjórnmálamenn það eru sem helst bregðast við ytra áreiti í vinsældakapphlaupinu og hverjir það eru sem reyna að búa í haginn til framtíðar með almannahag að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun
Sumar starfsstéttir hafa á sér verra orð en aðrar. Þannig heyrast til dæmis oft hnútuköst í garð lögfræðinga. Sjálfsagt á það rót sína í því að til þeirra leitar fólk helst í vandræðum þar sem óvíst er að allir gangi jafnsáttir frá borði. Oftast er samt um góðlátlegt grín að ræða. Ein er þó sú starfsstétt sem á sér hefur enn verra orð, en það eru stjórnmálamenn. Sjálfsagt er þar mörgu um að kenna, þótt nærtækt kunni að vera að benda á að stéttin hafi augljóslega ekki staðið sig vel í ljósi þess hvernig fyrir þjóðinni er komið. Þessi hópur fólks er í þeirri undarlegu stöðu að eiga atvinnu sína undir reglulegri vinsældamælingu í kosningum og kunna þar augljóslega að rekast á persónulegir hagsmunir og almannahagur þegar kemur að því að taka afstöðu í erfiðum málum. Undir þessu stendur fólk misvel og það kemur berlega í ljós í árferði sem þessu. Í moldviðri umræðunnar, þar sem sífellt skjóta upp kollinum „ný og vafasöm" mál sem blása lífi í þá elda vantrausts sem víða brenna á fólki, má greina ólíkar gerðir stjórnmálamanna. Fullalgeng er tegundin sem stekkur til og vill með misgáfulegum hætti bregðast við aðsteðjandi vanda og hendir þá gjarnan á lofti missannar fullyrðingar sem kastað hefur verið fram. Dæmi um slíkt mál hlýtur að vera kaup Magma Energy á HS Orku. Í svörum við spurningu sem Capacent Gallup lagði fyrir viðhorfahóp sinn að beiðni Teits Atlasonar bloggara kemur fram að 85 prósent kváðust á móti því að útlendingar gætu keypt íslenskar náttúruauðlindir. Í blogginu er enn fremur kallað eftir því að fjölmiðlar „taki við sér" og rannsaki hverjir standa á bak við Magma Energy. Ákallið endurspeglar umræðu liðinna daga. Þó hefur verið vitað allan tímann að félagið er skráð á hlutabréfamarkað í Kanada. Meira að segja væri íslenska ríkinu frjálst að gera í það tilboð, félag, sem vel að merkja er ekki að kaupa náttúruauðlindir landsins, heldur leigir þær til hundrað ára eða svo og greiðir landeigendum sem nemur 70 milljónum króna á ári fyrir. Óskandi væri að önnur tegund stjórnmálamanna reyndi nú að gera sig gildandi í umræðunni, hvar í flokki sem hún annars stendur. Tegundin sem veit að hlutverk hennar er að smíða umgjörðina sem landsmenn og fyrirtæki starfa eftir. Ef lög um orkugeirann eru í lagi þá skiptir minna máli hver á fyrirtækin sem þar starfa. Vísast var tekið skref í rétta átt við að laga þá umgjörð þegar tryggt var sumarið 2008 með breytingu á lögum að ríki, sveitarfélög og opinber fyrirtæki, mættu ekki selja frá sér orkuauðlindir. Mögulega má gera betur, en það er á þessum vettvangi sem slagurinn á að standa. Ekki í gerræðislegum inngripum og handahófskenndri ákvarðanatöku. Núna er vert að leggja á minnið hvaða stjórnmálamenn það eru sem helst bregðast við ytra áreiti í vinsældakapphlaupinu og hverjir það eru sem reyna að búa í haginn til framtíðar með almannahag að leiðarljósi.
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun