Mark tekið á markaðnum Ólafur Stephensen skrifar 28. október 2010 06:00 Ákvörðun Icelandic Group um að taka upp samstarf við Sjávarnytjaráðið, Marine Stewardship Council, um umhverfisvottun á sjávarafurðum er ntalsverð tíðindi. MSC hefur starfað í fjórtán ár og náð afgerandi forystu á alþjóðlegum vettvangi í umhverfismerkingum á sjávarafurðum. MSC-vottunin kom til á sínum tíma vegna vaxandi vitundar neytenda um uppruna sjávarafurða eins og annarrar matvöru. Merki MSC vottar meðal annars að stofnunum, sem fiskurinn kemur úr, sé stjórnað með sjálfbærum hætti og að vistvæn veiðarfæri séu notuð. Strax í upphafi, árið 1996, komu fulltrúar MSC hingað til lands og buðu íslenzkum sjávarútvegi til samstarfs. Þeir töldu að Ísland hlyti að taka umhverfisvottuninni fagnandi, enda í forystu fyrir ábyrgri og sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda. Talsmenn sjávarútvegsins hafa hins vegar frá upphafi tortryggt ráðið, einkum vegna tengsla þess við umhverfisverndarsamtök. Í sjávarútveginum hefur fólki hætt til að afskrifa allan málflutning alþjóðlegra umhverfisverndarsamtaka sem vitleysu og áróður og óttast að þau gætu, í krafti áhrifa á umhverfisvottun aðila á borð við MSC, öðlazt ítök í fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum. Heimurinn er hins vegar ekki svart-hvítur. Þegar sum umhverfisverndarsamtök hvetja neytendur til að sniðganga allan þorsk vegna þess að tegundin er ofveidd í Norðursjó eða við Kanada er það augljóslega villandi áróður. En þegar önnur umhverfisverndarsamtök benda á þá hættu, sem lífríki Jarðarinnar og lífsafkomu mannkynsins stafar af ofveiði og hvetja neytendur til að kaupa aðeins fisk, sem er veiddur og unninn með sjálfbærum hætti, hafa þau mikið til síns máls. Neytendur víða um heim eru meðvitaðir um þetta og gera kröfu um að fiskurinn sem þeir kaupa á markaðnum eða úti í búð sé umhverfisvottaður. Þessi krafa er einfaldlega orðin hluti af markaðsumhverfi íslenzks sjávarútvegs. Það var til marks um aukinn skilning á því, þegar ákveðið var að fara af stað með séríslenzka umhverfisvottun. Þá þegar voru Íslendingar samt orðnir of seinir, vegna þess að talsmenn sjávarútvegsins höfðu of lengi mælt það upp hver í öðrum að umhverfisvottun væri tóm vitleysa, í stað þess að nýta sér samkeppnisforskotið sem hefði falizt í því að verða með þeim fyrstu til að nýta sér slíka vottun. Undanfarin misseri hafa keppinautar Íslendinga, til dæmis Norðmenn, fengið MSC-vottun á sínar vörur og þar með náð forystunni af Íslendingum. Þetta viðurkennir Ingvar Eyfjörð, aðstoðarforstjóri Icelandic Group, í raun í Fréttablaðinu í dag þegar hann segir að annars vegar hafi Íslendingar verið seinir til með sitt merki og hins vegar sé MSC orðið allsráðandi í umhverfisvottun. Það var löngu tímabært að íslenzkur sjávarútvegur tæki mark á kröfum markaðarins um umhverfisvottaðar sjávarafurðir. Nú þegar Icelandic, sem verzlar með þriðjung alls sjávarafla á Íslandi, hefur tekið skrefið sigla aðrir væntanlega í kjölfarið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Ákvörðun Icelandic Group um að taka upp samstarf við Sjávarnytjaráðið, Marine Stewardship Council, um umhverfisvottun á sjávarafurðum er ntalsverð tíðindi. MSC hefur starfað í fjórtán ár og náð afgerandi forystu á alþjóðlegum vettvangi í umhverfismerkingum á sjávarafurðum. MSC-vottunin kom til á sínum tíma vegna vaxandi vitundar neytenda um uppruna sjávarafurða eins og annarrar matvöru. Merki MSC vottar meðal annars að stofnunum, sem fiskurinn kemur úr, sé stjórnað með sjálfbærum hætti og að vistvæn veiðarfæri séu notuð. Strax í upphafi, árið 1996, komu fulltrúar MSC hingað til lands og buðu íslenzkum sjávarútvegi til samstarfs. Þeir töldu að Ísland hlyti að taka umhverfisvottuninni fagnandi, enda í forystu fyrir ábyrgri og sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda. Talsmenn sjávarútvegsins hafa hins vegar frá upphafi tortryggt ráðið, einkum vegna tengsla þess við umhverfisverndarsamtök. Í sjávarútveginum hefur fólki hætt til að afskrifa allan málflutning alþjóðlegra umhverfisverndarsamtaka sem vitleysu og áróður og óttast að þau gætu, í krafti áhrifa á umhverfisvottun aðila á borð við MSC, öðlazt ítök í fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum. Heimurinn er hins vegar ekki svart-hvítur. Þegar sum umhverfisverndarsamtök hvetja neytendur til að sniðganga allan þorsk vegna þess að tegundin er ofveidd í Norðursjó eða við Kanada er það augljóslega villandi áróður. En þegar önnur umhverfisverndarsamtök benda á þá hættu, sem lífríki Jarðarinnar og lífsafkomu mannkynsins stafar af ofveiði og hvetja neytendur til að kaupa aðeins fisk, sem er veiddur og unninn með sjálfbærum hætti, hafa þau mikið til síns máls. Neytendur víða um heim eru meðvitaðir um þetta og gera kröfu um að fiskurinn sem þeir kaupa á markaðnum eða úti í búð sé umhverfisvottaður. Þessi krafa er einfaldlega orðin hluti af markaðsumhverfi íslenzks sjávarútvegs. Það var til marks um aukinn skilning á því, þegar ákveðið var að fara af stað með séríslenzka umhverfisvottun. Þá þegar voru Íslendingar samt orðnir of seinir, vegna þess að talsmenn sjávarútvegsins höfðu of lengi mælt það upp hver í öðrum að umhverfisvottun væri tóm vitleysa, í stað þess að nýta sér samkeppnisforskotið sem hefði falizt í því að verða með þeim fyrstu til að nýta sér slíka vottun. Undanfarin misseri hafa keppinautar Íslendinga, til dæmis Norðmenn, fengið MSC-vottun á sínar vörur og þar með náð forystunni af Íslendingum. Þetta viðurkennir Ingvar Eyfjörð, aðstoðarforstjóri Icelandic Group, í raun í Fréttablaðinu í dag þegar hann segir að annars vegar hafi Íslendingar verið seinir til með sitt merki og hins vegar sé MSC orðið allsráðandi í umhverfisvottun. Það var löngu tímabært að íslenzkur sjávarútvegur tæki mark á kröfum markaðarins um umhverfisvottaðar sjávarafurðir. Nú þegar Icelandic, sem verzlar með þriðjung alls sjávarafla á Íslandi, hefur tekið skrefið sigla aðrir væntanlega í kjölfarið.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun