Vettel: Ekki ástæða til að örvænta 15. júní 2010 09:28 Þjóðverjarnir Michael Schumacher og Sebastian Vettel hafa þekkst lengi og Schumacher spáði Vettel frama þegar hann var ungur að árum í kart kappakstri. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel segir að ekki sé ástæða til að örvænta, þó McLaren hafi unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót. Sjálfur hefur honum ekki gengið sem best upp á síðkastið, miðað við eigin markmið, sem er meistaratitilinn. Vettel hefur aðeins unnið eitt mót. McLaren er í efsta sæti í stigamóti bílasmiða og Lewis Hamilton og Jenson Button, ökumenn liðsins eru í fyrsta og öðru sæti í stigakeppni ökumanna. "Við vorum ekki þeir sem fólk veðjaði á fyrir mótshelgina. Við gátum ekki nýtt okkur góðan hraða bílsins með þeirri keppnisáætlun sem við ókum eftir. En þetta sýnir best hve hlutirnir eru fljótir að breytast í þessari íþrótt. Það er engin ástæða til að örvænta. Okkur hlakkar til næsta móts og búmst við framförum hvað bílinn varðar með nýjum hlutum ", sagði Vettel í frétt á autosport.com. Red Bull náði besta tíma í öllum tímatökum ársins, þar til í Kanada um helgina. Hamilton vann keppnina í Montreal, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Hamilton hefur unnið tvö mót í röð og komst þannig í efsta sæti stigalistans. Mark Webber á Red Bull hafði verið í forystu og í mótinu þar á undan voru Vettel og Webber efstir og jafnir að stigum fyrir mótið, en Vettel féll úr leik eftir árekstur. Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel segir að ekki sé ástæða til að örvænta, þó McLaren hafi unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót. Sjálfur hefur honum ekki gengið sem best upp á síðkastið, miðað við eigin markmið, sem er meistaratitilinn. Vettel hefur aðeins unnið eitt mót. McLaren er í efsta sæti í stigamóti bílasmiða og Lewis Hamilton og Jenson Button, ökumenn liðsins eru í fyrsta og öðru sæti í stigakeppni ökumanna. "Við vorum ekki þeir sem fólk veðjaði á fyrir mótshelgina. Við gátum ekki nýtt okkur góðan hraða bílsins með þeirri keppnisáætlun sem við ókum eftir. En þetta sýnir best hve hlutirnir eru fljótir að breytast í þessari íþrótt. Það er engin ástæða til að örvænta. Okkur hlakkar til næsta móts og búmst við framförum hvað bílinn varðar með nýjum hlutum ", sagði Vettel í frétt á autosport.com. Red Bull náði besta tíma í öllum tímatökum ársins, þar til í Kanada um helgina. Hamilton vann keppnina í Montreal, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Hamilton hefur unnið tvö mót í röð og komst þannig í efsta sæti stigalistans. Mark Webber á Red Bull hafði verið í forystu og í mótinu þar á undan voru Vettel og Webber efstir og jafnir að stigum fyrir mótið, en Vettel féll úr leik eftir árekstur.
Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira