Vettel: Ekki ástæða til að örvænta 13. september 2010 13:35 Vettel kemur inn í þjónustuhlé í lok mótsins á Monza brautinní í gær. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel var ekki í sem bestum málum í upphafi Formúlu 1 mótsins á Monza í gær. Hann var sjötti á ráslínu, en vann sig upp í fjórða sæti með vel útfærðri og mjög óvenjulegri keppnisáætlun. Keppendum er skylt að nota tvær útgáfur af Bridgestone dekkjum og Red Bull fór þá leið að láta Vettel keyra fram að síðasta hring, áður en dekkjaskipti voru framkvæmd. Það er mjög óvenjuleg aðferð, en skilaði Vettel í fjórða sæti mótsins. Þetta þýðir að Vettel er enn í ágætis málum í stigakeppni ökumanna. Vettel er í fimmta sæti í stigamótinu og hefur því fallið niður lista frá því fyrir mótið. Mark Webber er efstur með 187 stig, Lewis Hamilton er með 182, Fernando Alonso 166, Jenson Button 165 og Vettel 163. "Ég er ánægður. Við náum að hámarka getu bílsins og það skiptir mestu. Ef við getum gert það í fimm næstu mótum, þá getum við verið stoltir, hver sem úrslitin verða", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Við erum á eftir, en það eru keppinautarnir sem þurfa að hafa áhyggjur og verja stigaforskotið. Við verðum að aka á fullu og ná þeim." Þrátt fyrir misjafnt gengi í mótum ársins hefur Vettel trú á því að hann geti orðið meistari. Vettel vill meina að stigagjöfin sé þannig að þrátt fyrir að hann sé á eftir, þá sé möguleikinn til staðar. "Auðvitað viljum við vera á undan, en það er ekki raunstaðan. Það eins sem við getum gert er að standa okkur eins og hérna (á Monza), sem er á ná hámarks árangri. Í dag var það fjórða sæti, kannski vinnum við næst, kannski verður það þriðja sæti í næstu tveimur. Eins lengi og við náum því, þá erum við að gera allt sem við getum." "Maður má aldrei hætta að hafa trúnna, eins og lærðist mér í fyrra og það er því ekki ástæða til að örvænta", sagði Vettel. Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel var ekki í sem bestum málum í upphafi Formúlu 1 mótsins á Monza í gær. Hann var sjötti á ráslínu, en vann sig upp í fjórða sæti með vel útfærðri og mjög óvenjulegri keppnisáætlun. Keppendum er skylt að nota tvær útgáfur af Bridgestone dekkjum og Red Bull fór þá leið að láta Vettel keyra fram að síðasta hring, áður en dekkjaskipti voru framkvæmd. Það er mjög óvenjuleg aðferð, en skilaði Vettel í fjórða sæti mótsins. Þetta þýðir að Vettel er enn í ágætis málum í stigakeppni ökumanna. Vettel er í fimmta sæti í stigamótinu og hefur því fallið niður lista frá því fyrir mótið. Mark Webber er efstur með 187 stig, Lewis Hamilton er með 182, Fernando Alonso 166, Jenson Button 165 og Vettel 163. "Ég er ánægður. Við náum að hámarka getu bílsins og það skiptir mestu. Ef við getum gert það í fimm næstu mótum, þá getum við verið stoltir, hver sem úrslitin verða", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Við erum á eftir, en það eru keppinautarnir sem þurfa að hafa áhyggjur og verja stigaforskotið. Við verðum að aka á fullu og ná þeim." Þrátt fyrir misjafnt gengi í mótum ársins hefur Vettel trú á því að hann geti orðið meistari. Vettel vill meina að stigagjöfin sé þannig að þrátt fyrir að hann sé á eftir, þá sé möguleikinn til staðar. "Auðvitað viljum við vera á undan, en það er ekki raunstaðan. Það eins sem við getum gert er að standa okkur eins og hérna (á Monza), sem er á ná hámarks árangri. Í dag var það fjórða sæti, kannski vinnum við næst, kannski verður það þriðja sæti í næstu tveimur. Eins lengi og við náum því, þá erum við að gera allt sem við getum." "Maður má aldrei hætta að hafa trúnna, eins og lærðist mér í fyrra og það er því ekki ástæða til að örvænta", sagði Vettel.
Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira