Webber: Trúi að ég geti unnið titilinn 27. október 2010 14:29 Mark Webber var trúlega ekkert sérlega glaður eftir að hafa misst bíl sínn útaf í Suður Kóreu og var eltur af sjónvarpstökumönnum. Mynd: Getty Images/Ker Robertson Mark Webber á Red Bull var efstur í stigamóti Formúlu 1 ökumanna fyrir kappaksturinn í Suður Kóreu á sunnudag, en er núna 11 stigum á eftir Fernando Alonso á Ferrari. Webber féll úr leik eftir akstursmistök þegar hann var í öðru sæti í kappakstrinum og tapaði af dýrmætum stigum í stigakeppni ökumanna. Webber var á eftir Sebastian Vettel á Red Bull þegar óhappið varð, en Vettel varð að hætta síðar í mótinu þegar vélin bilaði í bíl hans og Alonso tók við forystuhlutverkinu og kom fyrstur í mark á undan Lewis Hamilton á McLaren. Þessir kappar eiga allir möguleika á meistaratitlinum, þegar tveimur mótum er ólokið ásamt Jenson Button á McLaren. Webber ræddi um mótið í Suður Kóreu á vefsíðu sinni og hyggst ekkert láta deigan síga þrátt fyrir áfall á sunnudaginn. "Það voru mjög mikil vonbrigði að ljúka ekki keppni. Aðstæður voru hrikalegar vegna rigningarinnar og ég lenti í árekstri eftir beygju tólf. Ég missti afturendann út á kanti og þetta voru 100% mín mistök. Það eina sem ég get gert er að horfa til næsta móts", sagði Webber í umsögn sinni. Rigning tafði mótshaldið í Suður Kóreu verulega og þrátt fyrir óhappið naut Webber þess að keyra á nýju brautinni. "Þetta var skemmtileg braut að aka. Það voru langir beinir kaflar á fyrsta tímatökusvæðinu, á því öðru voru líflegir beygjukaflar og krappar beygjur á þriðja tímatökusvæðinu. Þá var þetta tæknilega krefjandi þar sem við vourm ekki með hámarksniðurtog útaf beinu köflunum." Mark lauk keppni í 19 hring af 55. Í raun í fyrsta hring eftir að keppnina var ræst almennilega af stað, eftir að keppendur höfðu ekið á eftir öryggisbílnum. "Þetta var óvenjuleg keppni og minnkaði muninn á milli manna í stigakeppninni. En ég trúi því að ég geti unnið titilinn. Bíllinn er frábær og ég mun njóta mín í næstu tveimur mótum, í Brasilíu og Abu Dhabi. Það að keppa við gæja sem eru í sama gæðaflokki og Fernando (Alonso) er gefandi og að vinna þá er það sem keppni á þessu stigi snýst um", sagði Webber. Webber vann mótið í Brasilíu í fyrra sem er næst á dagskrá og verður um aðra helgi. Síðasta mótið verður í Abu Dhabi. Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Mark Webber á Red Bull var efstur í stigamóti Formúlu 1 ökumanna fyrir kappaksturinn í Suður Kóreu á sunnudag, en er núna 11 stigum á eftir Fernando Alonso á Ferrari. Webber féll úr leik eftir akstursmistök þegar hann var í öðru sæti í kappakstrinum og tapaði af dýrmætum stigum í stigakeppni ökumanna. Webber var á eftir Sebastian Vettel á Red Bull þegar óhappið varð, en Vettel varð að hætta síðar í mótinu þegar vélin bilaði í bíl hans og Alonso tók við forystuhlutverkinu og kom fyrstur í mark á undan Lewis Hamilton á McLaren. Þessir kappar eiga allir möguleika á meistaratitlinum, þegar tveimur mótum er ólokið ásamt Jenson Button á McLaren. Webber ræddi um mótið í Suður Kóreu á vefsíðu sinni og hyggst ekkert láta deigan síga þrátt fyrir áfall á sunnudaginn. "Það voru mjög mikil vonbrigði að ljúka ekki keppni. Aðstæður voru hrikalegar vegna rigningarinnar og ég lenti í árekstri eftir beygju tólf. Ég missti afturendann út á kanti og þetta voru 100% mín mistök. Það eina sem ég get gert er að horfa til næsta móts", sagði Webber í umsögn sinni. Rigning tafði mótshaldið í Suður Kóreu verulega og þrátt fyrir óhappið naut Webber þess að keyra á nýju brautinni. "Þetta var skemmtileg braut að aka. Það voru langir beinir kaflar á fyrsta tímatökusvæðinu, á því öðru voru líflegir beygjukaflar og krappar beygjur á þriðja tímatökusvæðinu. Þá var þetta tæknilega krefjandi þar sem við vourm ekki með hámarksniðurtog útaf beinu köflunum." Mark lauk keppni í 19 hring af 55. Í raun í fyrsta hring eftir að keppnina var ræst almennilega af stað, eftir að keppendur höfðu ekið á eftir öryggisbílnum. "Þetta var óvenjuleg keppni og minnkaði muninn á milli manna í stigakeppninni. En ég trúi því að ég geti unnið titilinn. Bíllinn er frábær og ég mun njóta mín í næstu tveimur mótum, í Brasilíu og Abu Dhabi. Það að keppa við gæja sem eru í sama gæðaflokki og Fernando (Alonso) er gefandi og að vinna þá er það sem keppni á þessu stigi snýst um", sagði Webber. Webber vann mótið í Brasilíu í fyrra sem er næst á dagskrá og verður um aðra helgi. Síðasta mótið verður í Abu Dhabi.
Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira