Button: Tímatakan í Mónakó verður erfið 12. maí 2010 14:25 Jenson Button ásamt kærustu sinni Jessicu Mishibata. Mynd: Getty Images Forystumaður stigamótsins í Formúlu 1, Jenson Button hjá McLaren telur að tímatakan í Mónakó verði mjög erfið, sérlega fyrsta umferðin þar sem 24 keppendur munu aka í brautinni á sama 20 mínútna kafla. Það verður því þrautin þyngri að finna réttan tíma til að aka brautina og gæti orðið eins og happadrætti að ná góðum tíma. "Þetta verður erfitt fyrir alla. Í hefðbundinni tímatöku getur maður reynt aftur eftir hringur gengur ekki upp sem skyldi, en ég held að maður verði bara að keyra hring eftir hring í fyrstu umferðinni. Hún verður erfið og einhverjir okkar verða reiðir og ekki sáttir, en við munum höndla aðstæður", sagði Button í frétt á vefsíðu autosport. Felipe Massa telur að betra hefði verið að skipta um tímatökunni í fyrstu umferð. "Ef maður nær ekki góðum hring, þá er það ekki gamanmál. Þetta er versta brautin hvað þetta varðar, en fyrsta umferðin verður verulegt vandamál. Það hefði verið gaman að hafa öðruvísi uppsetningu, þannig að allir fengju jafna möguleika á árangri, en það verður erfitt að ná hring án þess að einhver trufli aksturinn", sagði Massa. Ökumenn á hægari bílum eru ekki eins ósáttir og toppmennirnir, en Jarno Trulli ekur hjá Lotus. "Það getur allt gerst í Mónakó, jafnvel þó við séum langt á eftir toppliðunum. Það er nóg að ná einum góðum hring, ef eknir eru margir hringir í sífellu. Það verður erfiðara fyrir okkur, en í Mónakó ættum við að eiga meiri sjéns", sagði Trulli. Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Forystumaður stigamótsins í Formúlu 1, Jenson Button hjá McLaren telur að tímatakan í Mónakó verði mjög erfið, sérlega fyrsta umferðin þar sem 24 keppendur munu aka í brautinni á sama 20 mínútna kafla. Það verður því þrautin þyngri að finna réttan tíma til að aka brautina og gæti orðið eins og happadrætti að ná góðum tíma. "Þetta verður erfitt fyrir alla. Í hefðbundinni tímatöku getur maður reynt aftur eftir hringur gengur ekki upp sem skyldi, en ég held að maður verði bara að keyra hring eftir hring í fyrstu umferðinni. Hún verður erfið og einhverjir okkar verða reiðir og ekki sáttir, en við munum höndla aðstæður", sagði Button í frétt á vefsíðu autosport. Felipe Massa telur að betra hefði verið að skipta um tímatökunni í fyrstu umferð. "Ef maður nær ekki góðum hring, þá er það ekki gamanmál. Þetta er versta brautin hvað þetta varðar, en fyrsta umferðin verður verulegt vandamál. Það hefði verið gaman að hafa öðruvísi uppsetningu, þannig að allir fengju jafna möguleika á árangri, en það verður erfitt að ná hring án þess að einhver trufli aksturinn", sagði Massa. Ökumenn á hægari bílum eru ekki eins ósáttir og toppmennirnir, en Jarno Trulli ekur hjá Lotus. "Það getur allt gerst í Mónakó, jafnvel þó við séum langt á eftir toppliðunum. Það er nóg að ná einum góðum hring, ef eknir eru margir hringir í sífellu. Það verður erfiðara fyrir okkur, en í Mónakó ættum við að eiga meiri sjéns", sagði Trulli.
Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira