Alonso: Þurfum að vera klókir í tímatökum 14. maí 2010 17:38 Fernando Alonso hjá Ferrari er í öðru sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Jenson Button. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari náði besta tíma á báðum æfingum á fimmtudag fyrir Mónakó kappaksturinn um helgina. Á morgun verður þriðja æfing keppnisliða og svo tímatakan í hádeginu, hvorutveggja í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. "Það er ljóst að menn verða að hafa fullt sjálfstraust á svona braut og maður verður að finna sig um borð í bílnum, til að hámarka möguleika sína. Það er gott að byrja vel á æfingum til að þurfa ekki að leita að kraftaverki varðandi uppsetningu bílsins", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Við Massa vorum ánægður með æfingarnar, en við vitum báðir að það verður hart barist í tímatökunni. Það var þriðjungur úr sekúndu á milli toppmanna og það eru sjö eða átta bílar með góða möguleika. Við megum engin mistök gera og verður að vera fullkomnir á laugardag." "Við höfum bætt okkur frá því í Barcelona og vonandi erum við ekki lengur sekúndu á eftir Red Bull. Við höfum stundum verið sterkir á fyrstu æfingum sem og McLaren, en svo hafa Red Bull menn náð besta tímanum í tímatökum. Við verðum að vera klárir, annars lendum við í sjötta eða sjöunda sæti", sagði Alonso. Sjá brautarlýsingu frá Mónakó Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari náði besta tíma á báðum æfingum á fimmtudag fyrir Mónakó kappaksturinn um helgina. Á morgun verður þriðja æfing keppnisliða og svo tímatakan í hádeginu, hvorutveggja í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. "Það er ljóst að menn verða að hafa fullt sjálfstraust á svona braut og maður verður að finna sig um borð í bílnum, til að hámarka möguleika sína. Það er gott að byrja vel á æfingum til að þurfa ekki að leita að kraftaverki varðandi uppsetningu bílsins", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Við Massa vorum ánægður með æfingarnar, en við vitum báðir að það verður hart barist í tímatökunni. Það var þriðjungur úr sekúndu á milli toppmanna og það eru sjö eða átta bílar með góða möguleika. Við megum engin mistök gera og verður að vera fullkomnir á laugardag." "Við höfum bætt okkur frá því í Barcelona og vonandi erum við ekki lengur sekúndu á eftir Red Bull. Við höfum stundum verið sterkir á fyrstu æfingum sem og McLaren, en svo hafa Red Bull menn náð besta tímanum í tímatökum. Við verðum að vera klárir, annars lendum við í sjötta eða sjöunda sæti", sagði Alonso. Sjá brautarlýsingu frá Mónakó
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira