Alonso: Þurfum að vera klókir í tímatökum 14. maí 2010 17:38 Fernando Alonso hjá Ferrari er í öðru sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Jenson Button. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari náði besta tíma á báðum æfingum á fimmtudag fyrir Mónakó kappaksturinn um helgina. Á morgun verður þriðja æfing keppnisliða og svo tímatakan í hádeginu, hvorutveggja í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. "Það er ljóst að menn verða að hafa fullt sjálfstraust á svona braut og maður verður að finna sig um borð í bílnum, til að hámarka möguleika sína. Það er gott að byrja vel á æfingum til að þurfa ekki að leita að kraftaverki varðandi uppsetningu bílsins", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Við Massa vorum ánægður með æfingarnar, en við vitum báðir að það verður hart barist í tímatökunni. Það var þriðjungur úr sekúndu á milli toppmanna og það eru sjö eða átta bílar með góða möguleika. Við megum engin mistök gera og verður að vera fullkomnir á laugardag." "Við höfum bætt okkur frá því í Barcelona og vonandi erum við ekki lengur sekúndu á eftir Red Bull. Við höfum stundum verið sterkir á fyrstu æfingum sem og McLaren, en svo hafa Red Bull menn náð besta tímanum í tímatökum. Við verðum að vera klárir, annars lendum við í sjötta eða sjöunda sæti", sagði Alonso. Sjá brautarlýsingu frá Mónakó Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari náði besta tíma á báðum æfingum á fimmtudag fyrir Mónakó kappaksturinn um helgina. Á morgun verður þriðja æfing keppnisliða og svo tímatakan í hádeginu, hvorutveggja í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. "Það er ljóst að menn verða að hafa fullt sjálfstraust á svona braut og maður verður að finna sig um borð í bílnum, til að hámarka möguleika sína. Það er gott að byrja vel á æfingum til að þurfa ekki að leita að kraftaverki varðandi uppsetningu bílsins", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Við Massa vorum ánægður með æfingarnar, en við vitum báðir að það verður hart barist í tímatökunni. Það var þriðjungur úr sekúndu á milli toppmanna og það eru sjö eða átta bílar með góða möguleika. Við megum engin mistök gera og verður að vera fullkomnir á laugardag." "Við höfum bætt okkur frá því í Barcelona og vonandi erum við ekki lengur sekúndu á eftir Red Bull. Við höfum stundum verið sterkir á fyrstu æfingum sem og McLaren, en svo hafa Red Bull menn náð besta tímanum í tímatökum. Við verðum að vera klárir, annars lendum við í sjötta eða sjöunda sæti", sagði Alonso. Sjá brautarlýsingu frá Mónakó
Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira