Sjónvarpsstöðin Skjárinn tryggði sér framleiðslu- og sýningarréttinn á sjónvarpsþáttum sem gerðir verða eftir skáldsögunni Makalaus eftir Þorbjörgu Marínósdóttur, eða Tobbu eins og hún er kölluð.
Sýningar á þáttunum hefjast í byrjun næsta árs en framleiðsluferlið er nú þegar hafið og leitar Tobba nú að leikkonu sem hæfir í aðalhlutverkið.
Við vorum viðstödd þegar Kristjana Thors Brynjólfsdóttir dagskrárstjóri Skjásins og Tobba skrifuðu formlega undir samninginn á Hilton hóteli í dag.
Sjá meðfylgjandi myndskeið.
* Við ræddum einnig stuttlega við Kristjönu Thors dagskrárstjóra Skjásins. Sjá hér.