Að falla í stafi Charlotte Bøving skrifar 1. júlí 2010 07:00 Ég hef oft velt fyrir mér orðtakinu að falla í stafi. Merkingin rekur rætur sínar til þess þegar tunna dettur í sundur. Stafirnir (viðurinn) losna frá járngjörðinni og tunnan fellur í parta. Börn falla gjarnan í stafi; augun verða stór og þau líta út fyrir að stara á eitthvað í fjarska eða jafnvel djúpt innan í sér. Eða kannski sjá þau ekki neitt? Heldur upplifa andartak þar sem tíminn stendur í stað. Þau taka sér pásu frá lífinu. Að fylgjast með barni sem fellur í stafi er dásamlegt. Að því gefnu að þú sért ekki kennari þess, óþolinmótt foreldri eða eldra systkini sem reynir að slíta barnið laust úr þessum augnabliks dvala. Stundum af pirringi, stundum í stríðni. Seinna á lífsleiðinni, þegar við höfum orðið þörf fyrir litlar pásur frá lífinu, kunnum við ekki lengur að taka þær. Við förum í jóga og hugleiðslu, skokkum og stundum garðyrkju, allt í leit að bara augnabliks friði frá vandamálum heimsins. Við höfum gleymt að falla í stafi, þess í stað stafar af okkur stressi yfir öllu sem við ætlum að komast yfir. Þegar ég fylgist með litlu tveggja ára stelpunum mínum tveimur falla í stafi (sérstaklega er önnur þeirra lunkin í þeirri list) hef ég fundið mér möguleika á að „falla" með. Ég reyni að fylgja henni þangað sem hún virðist horfin. Það er erfitt, því heilabúið æpir eftir aðgerðum: „Þetta er tímasóun - þú þarft að ná að gera svo margt - þú getur ekki bara setið og glápt út í loftið - þú lítur út eins og asni með opinn munn og starandi augu - hugsaðu þér nú ef einhver er að fylgjast með þér" - og svo framvegis. En með daglegum æfingum er ég orðin betri. Tilfinningin er ekki ósvipuð lýsingunni af tunnunni í upphafi: Það er líkt og maður falli í sundur, eða aðeins burt frá sjálfum sér. Maður fær pásu frá eigin hugsunum. Þetta verður líkast heilagri stund. Eftir þessa innsýn finnst mér að það ætti að banna með lögum að trufla börn sem falla í stafi. Þannig fengjum við hugsanlega öll mikið betri hvíld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun
Ég hef oft velt fyrir mér orðtakinu að falla í stafi. Merkingin rekur rætur sínar til þess þegar tunna dettur í sundur. Stafirnir (viðurinn) losna frá járngjörðinni og tunnan fellur í parta. Börn falla gjarnan í stafi; augun verða stór og þau líta út fyrir að stara á eitthvað í fjarska eða jafnvel djúpt innan í sér. Eða kannski sjá þau ekki neitt? Heldur upplifa andartak þar sem tíminn stendur í stað. Þau taka sér pásu frá lífinu. Að fylgjast með barni sem fellur í stafi er dásamlegt. Að því gefnu að þú sért ekki kennari þess, óþolinmótt foreldri eða eldra systkini sem reynir að slíta barnið laust úr þessum augnabliks dvala. Stundum af pirringi, stundum í stríðni. Seinna á lífsleiðinni, þegar við höfum orðið þörf fyrir litlar pásur frá lífinu, kunnum við ekki lengur að taka þær. Við förum í jóga og hugleiðslu, skokkum og stundum garðyrkju, allt í leit að bara augnabliks friði frá vandamálum heimsins. Við höfum gleymt að falla í stafi, þess í stað stafar af okkur stressi yfir öllu sem við ætlum að komast yfir. Þegar ég fylgist með litlu tveggja ára stelpunum mínum tveimur falla í stafi (sérstaklega er önnur þeirra lunkin í þeirri list) hef ég fundið mér möguleika á að „falla" með. Ég reyni að fylgja henni þangað sem hún virðist horfin. Það er erfitt, því heilabúið æpir eftir aðgerðum: „Þetta er tímasóun - þú þarft að ná að gera svo margt - þú getur ekki bara setið og glápt út í loftið - þú lítur út eins og asni með opinn munn og starandi augu - hugsaðu þér nú ef einhver er að fylgjast með þér" - og svo framvegis. En með daglegum æfingum er ég orðin betri. Tilfinningin er ekki ósvipuð lýsingunni af tunnunni í upphafi: Það er líkt og maður falli í sundur, eða aðeins burt frá sjálfum sér. Maður fær pásu frá eigin hugsunum. Þetta verður líkast heilagri stund. Eftir þessa innsýn finnst mér að það ætti að banna með lögum að trufla börn sem falla í stafi. Þannig fengjum við hugsanlega öll mikið betri hvíld.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun