Hátt í tvöþúsund konur mættu á konukvöldið Bleika boðið sem var haldið í Háskólanum í Reykjavík, Nauthólsvík, í gærkvöldi á vegum Krabbameinsfélagsins.
Eins og meðfylgjandi myndir sýna var gríðarlega góð stemning á meðal kvennanna sem nutu þess að eiga góða kvöldstund saman.
Boðið hófst með fordrykk og síðan tók við fjölbreytt skemmtidagskrá fram eftir kvöldi eins og tískusýning, tónlistaratriði og dansatriði.