Söngkonan Christina Aguilera segist alltaf eiga jafnerfitt með að vakna á morgnana. Fæðing sonar hennar, Max, fyrir tveimur árum hefur engu breytt þar um.
„Síðan ég eignaðist soninn hef ég þroskast mikið," sagði Christina, sem gefur út sína nýjustu plötu, Bionic, í júní. „Ég er miklu þolinmóðari en áður og ég hef breyst í algjöran morgunhana, sem ég er auðvitað ekki í eðli mínu. Öll sköpunargáfa mín er upp á sitt besta á kvöldin."
Christina bætir við að Max hafi mikla orku og haldi sér á tánum allan daginn. „Hann er týpískur strákur."