Davíð Þór Jónsson: Góðar fyrirmyndir 17. apríl 2010 00:01 Það er gott eiga sér fyrirmyndir. Það er hollt að geta dáðst að eftirsóknarverðum eiginleikum og hæfileikum annarra og leggja sig í framkróka við að tileinka sér þá til að bæta sjálfan sig og verða eilítið aðdáunarverðari sjálfur. En auðvitað verður að vanda valið á fyrirmyndum. Fyrir nokkrum árum missti góður vinur minn föður sinn. Þetta var stórmerkilegur karl sem naut virðingar okkar allra félaganna. Hann hafði komið víða við og gegnt margvíslegum ábyrgðar- og trúnaðarstörfum, bæði í opinbera geiranum og ýmsu félagsstarfi. Allt þetta tíundaði presturinn samviskusamlega í minningarorðunum. Við það varð annar vinur minn fyrir djúpstæðri reynslu, honum fannst lítið til sjálfs sín koma og ákvað að hann þyrfti að láta meira til sín taka og leggja meira af mörkum, þótt ekki væri nema til þess að hægt væri að segja eitthvað merkilegt um hann í jarðarförinni. Skömmu síðar var þess farið á leit við hann að hann tæki að sér trúnaðarstörf fyrir fagfélag sitt og þáði hann það. Það er skemmst frá að segja að þau störf hafa verið honum til lítillar ánægju og öðru hverju hefur hann hugsað atorku og elju hins farna höfðingja, ásamt sinni eigin áhrifagirni, þegjandi þörfina. Fyrir fjórum árum settist ég við tölvuna mína og skrifaði mína fyrstu Bakþanka. Þessir eru númer hundrað. Þegar ég byrjaði hafði ég hugsað mér að hætta eftir þann hundraðasta, ef ekki væri búið að reka mig. Mér fannst að það hlyti að vera ágætt, þá væri ég búinn að segja allt sem ég hefði fram að færa og tímabært væri að snúa sér að öðru. Í fyrra kvaddi annar merkur höfðingi þennan heim, Flosi Ólafsson. Hann var að mínu mati einhver allra skemmtilegasti penni þjóðarinnar, lipur og hnyttinn, en á milli línanna mátti þó ávallt greina djúpa alvöru og mannúð, líka þegar hann var bara að fíflast. Ég ætla mér ekki þá dul að líkja okkur saman, en betri fyrirmynd fyrir pistlahöfund er að mínu mati vandfundin. Þegar Flosa var minnst kom meðal annars fram að hann skrifaði meira en 700 pistla um sína daga. Þá varð mér svipað innanbrjósts og vini mínum í útförinni um árið, mér fannst ég sjálfur ósköp ómerkilegur. Ég ætla því að halda áfram ótrauður um sinn, ef ég fæ. Ég lofa þó að hætta áður en aðdáun mín á Flosa, húmor hans og stíl verður mér uppspretta gremju frekar en þakklætis fyrir að hafa fengið að njóta hæfileika hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun
Það er gott eiga sér fyrirmyndir. Það er hollt að geta dáðst að eftirsóknarverðum eiginleikum og hæfileikum annarra og leggja sig í framkróka við að tileinka sér þá til að bæta sjálfan sig og verða eilítið aðdáunarverðari sjálfur. En auðvitað verður að vanda valið á fyrirmyndum. Fyrir nokkrum árum missti góður vinur minn föður sinn. Þetta var stórmerkilegur karl sem naut virðingar okkar allra félaganna. Hann hafði komið víða við og gegnt margvíslegum ábyrgðar- og trúnaðarstörfum, bæði í opinbera geiranum og ýmsu félagsstarfi. Allt þetta tíundaði presturinn samviskusamlega í minningarorðunum. Við það varð annar vinur minn fyrir djúpstæðri reynslu, honum fannst lítið til sjálfs sín koma og ákvað að hann þyrfti að láta meira til sín taka og leggja meira af mörkum, þótt ekki væri nema til þess að hægt væri að segja eitthvað merkilegt um hann í jarðarförinni. Skömmu síðar var þess farið á leit við hann að hann tæki að sér trúnaðarstörf fyrir fagfélag sitt og þáði hann það. Það er skemmst frá að segja að þau störf hafa verið honum til lítillar ánægju og öðru hverju hefur hann hugsað atorku og elju hins farna höfðingja, ásamt sinni eigin áhrifagirni, þegjandi þörfina. Fyrir fjórum árum settist ég við tölvuna mína og skrifaði mína fyrstu Bakþanka. Þessir eru númer hundrað. Þegar ég byrjaði hafði ég hugsað mér að hætta eftir þann hundraðasta, ef ekki væri búið að reka mig. Mér fannst að það hlyti að vera ágætt, þá væri ég búinn að segja allt sem ég hefði fram að færa og tímabært væri að snúa sér að öðru. Í fyrra kvaddi annar merkur höfðingi þennan heim, Flosi Ólafsson. Hann var að mínu mati einhver allra skemmtilegasti penni þjóðarinnar, lipur og hnyttinn, en á milli línanna mátti þó ávallt greina djúpa alvöru og mannúð, líka þegar hann var bara að fíflast. Ég ætla mér ekki þá dul að líkja okkur saman, en betri fyrirmynd fyrir pistlahöfund er að mínu mati vandfundin. Þegar Flosa var minnst kom meðal annars fram að hann skrifaði meira en 700 pistla um sína daga. Þá varð mér svipað innanbrjósts og vini mínum í útförinni um árið, mér fannst ég sjálfur ósköp ómerkilegur. Ég ætla því að halda áfram ótrauður um sinn, ef ég fæ. Ég lofa þó að hætta áður en aðdáun mín á Flosa, húmor hans og stíl verður mér uppspretta gremju frekar en þakklætis fyrir að hafa fengið að njóta hæfileika hans.