Einstök kvöldstund með Yoko Ono Trausti Júlíusson skrifar 11. október 2010 07:00 Yoko Ono, Sean Lennon og félagar sungu Give Peace a Chance í lok tónleikanna. Meðal þeirra sem sungu með voru Olivia Harrison, Jón Gnarr og Ringo Starr. Fréttablaðið/Daníel Tónleikar **** Plastic Ono Band Háskólabíó 9. október Ef einhver hefði sagt mér það fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að vera á tónleikum með Yoko Ono í Reykjavík á sjötíu ára afmælisdegi John Lennon þá hefði ég talið viðkomandi í besta falli algjörlega veruleikafirrtan. En hlutirnir taka stundum óvænta stefnu og á laugardagskvöldið sat ég í troðfullum sal Háskólabíós þar sem Yoko Ono kom fram ásamt nýja Plastic Ono bandinu sem sonur hennar Sean setti saman og stjórnar. John Lennon hefði orðið sjötugur þennan dag, en Sean átti 35 ára afmæli. Yoko Ono hefur lengi verið umdeild. Mér hefur samt alltaf fundist hún flott. Aldrei verið einn af þeim sem þola ekki „jarmið í Yoko". Þvert á móti hefur mér þótt tónlistin hennar vanmetin, bæði sólóplöturnar hennar og það sem hún gerði með Lennon, t.d. á hinni stórskemmtilegu Sometime in New York City. Dagskráin á laugardagskvöldið hófst á stuttri kvikmynd um Yoko þar sem farið var hratt yfir ferilinn með myndbrotum allt frá æsku hennar í Japan til friðarsúlunnar í Viðey. Að henni lokinni birtist Yoko ein á sviðinu og byrjaði að syngja lagið It Happened af plötunni hennar A Story sem kom út 1974. Þegar lagið var hálfnað var tjaldið dregið frá og nokkrir meðlima Plastic Ono Band birtust á sviðinu og spiluðu með. Dagskrá tónleikanna samanstóð að stórum hluta af lögum af plötu Yokoar með Plastic Ono bandinu frá því í fyrra, Between My Head & the Sky. Frábær plata, framsækin og tilraunakennd og þannig voru tónleikarnir í Háskólabíói að stærstum hluta, svolítið hráir og lausir í sér og spilagleðin og tilþrif hljóðfæraleikaranna réðu ríkjum. Auk laga af nýju plötunni eins og The Sun Is Down, Waiting for the D Train og High Nobura tók Yoko meðal annars diskósmellinn Walking on Thin Ice og lagið Mind Train af plötunni Fly frá 1971. Hljómsveitin var firna flott. Níu manns í heildina. Sean spilaði á bassa, gítar og píanó, en auk hans voru m.a. á sviðinu Harumi Hosomo (úr Yellow Magic Orchestra), Yuka Honda (úr Cibo Matto), Keigo Oyamada (Cornelius), Nels Cline gítarleikari Wilco og trompetleikarinn Michael Leonhart. Hörku lið. Yoko sjálf var eins og maður bjóst við. Söngurinn hennar var ekki alltaf hefðbundinn, en stunurnar, skerandi ópin og hvell hrópin pössuðu vel inn í tónlistina. Geri aðrir 77 ára betur. Hápunktur tónleikanna kom í lokin þegar allir tónlistarmennirnir komu upp á svið til að syngja Give Peace a Chance og að auki nokkrir vel valdir gestir eins og Olivia Harrison (ekkja George), Alice Walker, Jón Gnarr („the hippest mayor on this planet" samkvæmt kynningu Sean) og sjálfur Ringo Starr. Salurinn tók kröftuglega undir og Ringo var í stuði. Sannkallaður draumaendir. Að laginu loknu var 35 kerta afmælisterta borin upp á svið, Sean blés og salurinn söng afmælissönginn bæði fyrir Sean og John. Ást og friður. Niðurstaða: Mæðginin Sean og Yoko og þétt skipað Plastic Ono bandið buðu upp á hráa og tilraunakennda tónlistarveislu í Háskólabíó á laugardagskvöldið. Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónleikar **** Plastic Ono Band Háskólabíó 9. október Ef einhver hefði sagt mér það fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að vera á tónleikum með Yoko Ono í Reykjavík á sjötíu ára afmælisdegi John Lennon þá hefði ég talið viðkomandi í besta falli algjörlega veruleikafirrtan. En hlutirnir taka stundum óvænta stefnu og á laugardagskvöldið sat ég í troðfullum sal Háskólabíós þar sem Yoko Ono kom fram ásamt nýja Plastic Ono bandinu sem sonur hennar Sean setti saman og stjórnar. John Lennon hefði orðið sjötugur þennan dag, en Sean átti 35 ára afmæli. Yoko Ono hefur lengi verið umdeild. Mér hefur samt alltaf fundist hún flott. Aldrei verið einn af þeim sem þola ekki „jarmið í Yoko". Þvert á móti hefur mér þótt tónlistin hennar vanmetin, bæði sólóplöturnar hennar og það sem hún gerði með Lennon, t.d. á hinni stórskemmtilegu Sometime in New York City. Dagskráin á laugardagskvöldið hófst á stuttri kvikmynd um Yoko þar sem farið var hratt yfir ferilinn með myndbrotum allt frá æsku hennar í Japan til friðarsúlunnar í Viðey. Að henni lokinni birtist Yoko ein á sviðinu og byrjaði að syngja lagið It Happened af plötunni hennar A Story sem kom út 1974. Þegar lagið var hálfnað var tjaldið dregið frá og nokkrir meðlima Plastic Ono Band birtust á sviðinu og spiluðu með. Dagskrá tónleikanna samanstóð að stórum hluta af lögum af plötu Yokoar með Plastic Ono bandinu frá því í fyrra, Between My Head & the Sky. Frábær plata, framsækin og tilraunakennd og þannig voru tónleikarnir í Háskólabíói að stærstum hluta, svolítið hráir og lausir í sér og spilagleðin og tilþrif hljóðfæraleikaranna réðu ríkjum. Auk laga af nýju plötunni eins og The Sun Is Down, Waiting for the D Train og High Nobura tók Yoko meðal annars diskósmellinn Walking on Thin Ice og lagið Mind Train af plötunni Fly frá 1971. Hljómsveitin var firna flott. Níu manns í heildina. Sean spilaði á bassa, gítar og píanó, en auk hans voru m.a. á sviðinu Harumi Hosomo (úr Yellow Magic Orchestra), Yuka Honda (úr Cibo Matto), Keigo Oyamada (Cornelius), Nels Cline gítarleikari Wilco og trompetleikarinn Michael Leonhart. Hörku lið. Yoko sjálf var eins og maður bjóst við. Söngurinn hennar var ekki alltaf hefðbundinn, en stunurnar, skerandi ópin og hvell hrópin pössuðu vel inn í tónlistina. Geri aðrir 77 ára betur. Hápunktur tónleikanna kom í lokin þegar allir tónlistarmennirnir komu upp á svið til að syngja Give Peace a Chance og að auki nokkrir vel valdir gestir eins og Olivia Harrison (ekkja George), Alice Walker, Jón Gnarr („the hippest mayor on this planet" samkvæmt kynningu Sean) og sjálfur Ringo Starr. Salurinn tók kröftuglega undir og Ringo var í stuði. Sannkallaður draumaendir. Að laginu loknu var 35 kerta afmælisterta borin upp á svið, Sean blés og salurinn söng afmælissönginn bæði fyrir Sean og John. Ást og friður. Niðurstaða: Mæðginin Sean og Yoko og þétt skipað Plastic Ono bandið buðu upp á hráa og tilraunakennda tónlistarveislu í Háskólabíó á laugardagskvöldið.
Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira