Brynhildur Björnsdóttir: Kosningar eru í nánd 17. maí 2010 06:00 Miðborgin í Reykjavík er aldrei eins yndisleg og þegar vindurinn hefur sig hægan á sama tíma og sólin skín. Þannig var hún á laugardaginn var og nóg um að vera. Niður Skólavörðustíginn dansaði glæsileg fjölmenningarganga sem endaði í Ráðhúsinu þar sem slegið hafði verið upp markaði með fjölbreyttum varningi frá öllum þeim vistkerfum heimsins sem eiga sér afleggjara hér. Á Austurvelli stóðu menn saman um hugsjónir sínar og mannréttindi með ræðuhöldum og hljóðfæraslætti. Við útitaflið í Lækjargötu spratt heill heimur upp úr svuntu og pilsi brúðuleikkonu frá Kanada. Svona eiga miðborgir að vera. Finnst mér. Lifandi og fjölbreyttar, með góðum kaffihúsum og veitingastöðum, tjörnum með öndum, grænum görðum, listum og lífi, vettvangi til skoðanaskipta og ísbúðum. Ég kann líka vel að meta aðra staði í borginni minni, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn til dæmis, sundlaugarnar, Ylströndina og Elliðaárdalinn. Ég kann að meta söfnin og stytturnar, strætó og hjólastíga, dagheimili og ruslabíla. Mér finnst full mikið um einkabíla og nýbyggingar og svo er ég sérlega ósátt við háhýsi sem byrgja mér fjallasýnina fallegu, subbugang og veggjakrot. Ég hef sumsé fullt af skoðunum á því hvernig ég vil að borgin mín sé. Og hver réttindi mín sem íbúa í henni eru. Ég hef skoðun á því hvort sköttunum mínum er vel eða illa varið, hvort þeir eiga að hækka eða ekki, hvort á fjölga strætóferðum, vera systkinaforgangur á leikskólum eða setja upp Disneyland í Vatnsmýrinni. Annan laugardag, 29. maí, er kosið til bæjar- og sveitarstjórna. Vissir þú það? Ekki ég. Eða varla. Ég vissi að svona kosningar væru á dagskránni einhvern tíma bráðum og öðru hvoru sé ég fjallað um eitthvað annað sveitarfélag en mitt og kosningamálin þar í fréttunum eða blöðunum. Og svo er gosið og bankarnir og Jón Ásgeir og Interpol og allt hitt og kosningarnar gleymast eins og dögg fyrir sólu. Nú veist þú, kæri lesandi, sama hvar þú býrð, hvenær kosningarnar eru og að þú hefur bara tæpar tvær vikur til að mynda þér skoðun ef þú ert þá ekki löngu búin/n að því. Við hin, það er komið að því að vinna fyrir lýðræðinu, bretta upp andlegar ermar, kynna sér stefnumál og mæta svo á kjörstað og kjósa. Því kosningar eru í nánd. Næstu fjögur ár eru undir okkur komin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun
Miðborgin í Reykjavík er aldrei eins yndisleg og þegar vindurinn hefur sig hægan á sama tíma og sólin skín. Þannig var hún á laugardaginn var og nóg um að vera. Niður Skólavörðustíginn dansaði glæsileg fjölmenningarganga sem endaði í Ráðhúsinu þar sem slegið hafði verið upp markaði með fjölbreyttum varningi frá öllum þeim vistkerfum heimsins sem eiga sér afleggjara hér. Á Austurvelli stóðu menn saman um hugsjónir sínar og mannréttindi með ræðuhöldum og hljóðfæraslætti. Við útitaflið í Lækjargötu spratt heill heimur upp úr svuntu og pilsi brúðuleikkonu frá Kanada. Svona eiga miðborgir að vera. Finnst mér. Lifandi og fjölbreyttar, með góðum kaffihúsum og veitingastöðum, tjörnum með öndum, grænum görðum, listum og lífi, vettvangi til skoðanaskipta og ísbúðum. Ég kann líka vel að meta aðra staði í borginni minni, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn til dæmis, sundlaugarnar, Ylströndina og Elliðaárdalinn. Ég kann að meta söfnin og stytturnar, strætó og hjólastíga, dagheimili og ruslabíla. Mér finnst full mikið um einkabíla og nýbyggingar og svo er ég sérlega ósátt við háhýsi sem byrgja mér fjallasýnina fallegu, subbugang og veggjakrot. Ég hef sumsé fullt af skoðunum á því hvernig ég vil að borgin mín sé. Og hver réttindi mín sem íbúa í henni eru. Ég hef skoðun á því hvort sköttunum mínum er vel eða illa varið, hvort þeir eiga að hækka eða ekki, hvort á fjölga strætóferðum, vera systkinaforgangur á leikskólum eða setja upp Disneyland í Vatnsmýrinni. Annan laugardag, 29. maí, er kosið til bæjar- og sveitarstjórna. Vissir þú það? Ekki ég. Eða varla. Ég vissi að svona kosningar væru á dagskránni einhvern tíma bráðum og öðru hvoru sé ég fjallað um eitthvað annað sveitarfélag en mitt og kosningamálin þar í fréttunum eða blöðunum. Og svo er gosið og bankarnir og Jón Ásgeir og Interpol og allt hitt og kosningarnar gleymast eins og dögg fyrir sólu. Nú veist þú, kæri lesandi, sama hvar þú býrð, hvenær kosningarnar eru og að þú hefur bara tæpar tvær vikur til að mynda þér skoðun ef þú ert þá ekki löngu búin/n að því. Við hin, það er komið að því að vinna fyrir lýðræðinu, bretta upp andlegar ermar, kynna sér stefnumál og mæta svo á kjörstað og kjósa. Því kosningar eru í nánd. Næstu fjögur ár eru undir okkur komin.