Jack fer á bólakaf Freyr Bjarnason skrifar 27. maí 2010 08:00 Brimbrettatöffarinn söngelski er að gefa út sína sjöttu plötu, To The Sea. nordicphotos/getty Brimbrettakappinn hugljúfi, Jack Johnson, syngur inn sumarið með sinni sjöttu plötu, To The Sea, sem kemur út á þriðjudaginn. Jack Johnson segir að titill plötunnar vísi til þess þegar faðir leiðir son sinn í átt til sjávarins þar sem sjórinn tákni undirmeðvitundina. „Platan snýst um að fara undir yfirborðið og læra að þekkja sjálfan sig," segir hann. „Ég á þrjú börn, þannig að platan snýst dálítið um fjölskyldumál. Bæði um mig sem son föður míns og með hvaða augum ég horfi á börnin mín. Ég er 34 ára og er á ákveðnum tímamótum í lífinu þar sem mér líður stundum eins og barni en stundum eins og föður. Platan snýst um alla þessa hluti." Johnson fæddist á Hawaii árið 1975. Faðir hans var mikill brimbrettakappi og ungur að árum fylgdi sonurinn í fótspor hans. Johnson vakti fljótt athygli fyrir hæfileika sína og gerðist atvinnumaður í faginu. Sá ferill stóð stutt yfir því þegar hann var sautján ára lenti hann í slæmu brimbrettaslysi. Hann vatt kvæði sínu í kross, útskrifaðist með kvikmyndagráðu frá Kaliforníuháskóla og sneri í auknum mæli að tónlistinni í frístundum sínum, þar sem Bob Dylan, Ben Harper og Jimi Hendrix voru á meðal áhrifavalda. Það var einmitt upptökustjóri Bens Harper, J.P. Plunier, sem fékk prufuupptökur frá Johnson í hendurnar og ákvað að taka upp fyrstu plötuna hans, Brushfire Fairytales. Síðan þá hefur aðdáendahópur Jack Johnson stækkað með hverri plötunni og hafa þær nú selst í hátt í tuttugu milljónum eintaka, þrátt fyrir að gagnrýnendur hafi ekki allir verið sammála um ágæti hans. Vinsældirnar koma samt ekki á óvart því tónlistin er sérlega sumarleg og léttleikandi og textarnir eru flestir uppfullir af bjartsýni, ást og gleði.Johnson er mikill umhverfisverndarsinni og til að mynda var nýja platan tekin upp í tveimur hljóðverum hans í Hawaii og í Los Angeles sem eru bæði knúin áfram af sólarorku. Síðastliðinn mánudag ákvað hann svo að kynna plötuna með því að halda tónleika við strönd borgarinnar Santa Monica í Los Angeles þar sem gestir voru hvattir til að hreinsa ströndina í leiðinni. Johnson hefur í nógu að snúast í sumar við að fylgja nýju plötunni eftir. Tónleikaferð um heiminn hefst um miðjan júní og á meðal viðkomustaða verða Hróarskelduhátíðin og Glastonbury á Englandi.Frá Jack Johnson Plöturnar: To The Sea (2010) Sleep Through The Static (2008) Sing-A-Longs and Lullabies For The Film Curious George (2006) In Between Dreams (2005) On And On (2003) Vinsæl lög: Flake (Brushfire Fairytales) Sitting, Waiting Wishing (In Between Dreams) Upside Down (Curious George) Angel (Sleep Through The Static) You And Your Heart (To The Sea) Heimildarmyndir: Thicker Than Water (2000) The September Sessions (2002) Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Brimbrettakappinn hugljúfi, Jack Johnson, syngur inn sumarið með sinni sjöttu plötu, To The Sea, sem kemur út á þriðjudaginn. Jack Johnson segir að titill plötunnar vísi til þess þegar faðir leiðir son sinn í átt til sjávarins þar sem sjórinn tákni undirmeðvitundina. „Platan snýst um að fara undir yfirborðið og læra að þekkja sjálfan sig," segir hann. „Ég á þrjú börn, þannig að platan snýst dálítið um fjölskyldumál. Bæði um mig sem son föður míns og með hvaða augum ég horfi á börnin mín. Ég er 34 ára og er á ákveðnum tímamótum í lífinu þar sem mér líður stundum eins og barni en stundum eins og föður. Platan snýst um alla þessa hluti." Johnson fæddist á Hawaii árið 1975. Faðir hans var mikill brimbrettakappi og ungur að árum fylgdi sonurinn í fótspor hans. Johnson vakti fljótt athygli fyrir hæfileika sína og gerðist atvinnumaður í faginu. Sá ferill stóð stutt yfir því þegar hann var sautján ára lenti hann í slæmu brimbrettaslysi. Hann vatt kvæði sínu í kross, útskrifaðist með kvikmyndagráðu frá Kaliforníuháskóla og sneri í auknum mæli að tónlistinni í frístundum sínum, þar sem Bob Dylan, Ben Harper og Jimi Hendrix voru á meðal áhrifavalda. Það var einmitt upptökustjóri Bens Harper, J.P. Plunier, sem fékk prufuupptökur frá Johnson í hendurnar og ákvað að taka upp fyrstu plötuna hans, Brushfire Fairytales. Síðan þá hefur aðdáendahópur Jack Johnson stækkað með hverri plötunni og hafa þær nú selst í hátt í tuttugu milljónum eintaka, þrátt fyrir að gagnrýnendur hafi ekki allir verið sammála um ágæti hans. Vinsældirnar koma samt ekki á óvart því tónlistin er sérlega sumarleg og léttleikandi og textarnir eru flestir uppfullir af bjartsýni, ást og gleði.Johnson er mikill umhverfisverndarsinni og til að mynda var nýja platan tekin upp í tveimur hljóðverum hans í Hawaii og í Los Angeles sem eru bæði knúin áfram af sólarorku. Síðastliðinn mánudag ákvað hann svo að kynna plötuna með því að halda tónleika við strönd borgarinnar Santa Monica í Los Angeles þar sem gestir voru hvattir til að hreinsa ströndina í leiðinni. Johnson hefur í nógu að snúast í sumar við að fylgja nýju plötunni eftir. Tónleikaferð um heiminn hefst um miðjan júní og á meðal viðkomustaða verða Hróarskelduhátíðin og Glastonbury á Englandi.Frá Jack Johnson Plöturnar: To The Sea (2010) Sleep Through The Static (2008) Sing-A-Longs and Lullabies For The Film Curious George (2006) In Between Dreams (2005) On And On (2003) Vinsæl lög: Flake (Brushfire Fairytales) Sitting, Waiting Wishing (In Between Dreams) Upside Down (Curious George) Angel (Sleep Through The Static) You And Your Heart (To The Sea) Heimildarmyndir: Thicker Than Water (2000) The September Sessions (2002)
Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira