Viðskipti erlent

Bretar hefja sölu á ríkiseignum með Eurostar

Bresk stjórnvöld eru að hefja sölu á ýmsum ríkiseignum til að létta á skuldabyrði hins opinbera þar í landi. Ein fyrsta eigin sem sett verður í sölu er járnbrautarleið undir Ermasundið.

Þetta kemur fram í blaðinu Independent. Gögnum um söluna á að dreifa til áhugsamra kaupenda fyrir 22. júní næstkomandi.

Talið er að stjórnvöld geti fengið allt að 2 milljörðum punda eða 377 milljarða kr. fyrir járnbrautarleiðina sem gengur undir nafninu Eurostar en á henni keyra háhraðalestir milli London og Parísar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×