Yfirgripsmikið þekkingarleysi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 1. júní 2010 08:53 Samtök ungra bænda birtu dálítið sláandi auglýsingar í blöðunum á föstudaginn. Mynd af brynvörðum fallbyssubíl með eftirfarandi fyrirsögn: "Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópusambandsherinn." Lesendur, sem gengu kannski út frá því að höfundar auglýsingarinnar vissu um hvað þeir væru að tala, hefðu getað ætlað að í fyrsta lagi væri til eitthvað sem héti Evrópusambandsherinn, og í öðru lagi að gangi Ísland í ESB, verði ungt fólk skyldað í hann. En auglýsendurnir vita augljóslega ekki um hvað þeir eru að tala. Evrópusambandið hefur engan sameiginlegan her. Sambandið hefur á sínum snærum hraðsveitir, samansettar úr herjum aðildarríkja sem vilja leggja þeim lið. Sveitunum er ætlað að stilla til friðar á ófriðarsvæðum, og hafa sinnt friðargæzlu í nokkrum löndum. Sumir stjórnmálamenn í ESB hafa áhuga á að auka þetta samstarf. En ESB-her er ákaflega fjarlægt stefnumið og raunar ólíklegt að aðildarríkin nái nokkurn tímann um það samstöðu. Það truflar ekki Samtök ungra bænda. Formaður þeirra, Haukur Helgi Hauksson, sagði hér í blaðinu á laugardag að þetta væri eitt af því, sem þyrfti að ræða þegar fjallað væri um aðild Íslands að ESB. Þó að nú væri stefnt á ákveðið fyrirkomulag segði það ekki til um hvað gerðist í framtíðinni! Þetta er eins og að splæsa í auglýsingu um að Samtök ungra bænda vilji alls ekki láta flytja íslenzku þjóðina á Jótlandsheiðar - svona af því að ekki er hægt að útiloka að sú hugmynd komi upp aftur í framtíðinni. Í viðtali við RÚV sagði Helgi Haukur: "Við þurfum væntanlega við aðild að Evrópusambandinu að undirgangast þessa svokölluðu common security and defense policy væntanlega eins og aðrar stefnur Evrópusambandsins. Það náttúrulega gerir það að verkum að við verðum ekki lengur herlaus þjóð eins og við höfum verið." Þessi ummæli opinbera svo yfirgripsmikið þekkingarleysi að erfitt er að vita hvar á að byrja að leiðrétta bullið. Ísland myndi vissulega undirgangast utanríkis- og öryggismálastefnu ESB við aðild - og ætti ekki í neinum vandræðum með það. Ísland á nú þegar umtalsvert samstarf við ESB á grundvelli stefnunnar, án þess að örlað hafi á hugmyndum um íslenzkan her. ESB-aðild hefur ekkert slíkt í för með sér, eins og hefur alla tíð legið skýrt fyrir, ekki frekar en vera Íslands í hernaðarbandalaginu NATO í sex áratugi. Verði Ísland aðildarríki ESB, ræður það því eftir sem áður sjálft hvort það hefur her. Við þetta má svo bæta því, sem ungum bændum er hugsanlega ekki kunnugt, að aðeins sjö af 27 ríkjum ESB hafa herskyldu - það er sömuleiðis aðildarríkjunum í sjálfsvald sett. Ungir bændur hljóta að hafa skárri rök fyrir andstöðu sinni við aðild að ESB en svona bull. Vonandi eru auglýsingarnar þeirra ekki fyrirboði um það, sem koma skal í umræðum um aðildarumsókn Íslands. Sú umræða verður að byggjast á staðreyndum og þekkingu, ekki langsóttum framtíðarskáldskap. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Samtök ungra bænda birtu dálítið sláandi auglýsingar í blöðunum á föstudaginn. Mynd af brynvörðum fallbyssubíl með eftirfarandi fyrirsögn: "Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópusambandsherinn." Lesendur, sem gengu kannski út frá því að höfundar auglýsingarinnar vissu um hvað þeir væru að tala, hefðu getað ætlað að í fyrsta lagi væri til eitthvað sem héti Evrópusambandsherinn, og í öðru lagi að gangi Ísland í ESB, verði ungt fólk skyldað í hann. En auglýsendurnir vita augljóslega ekki um hvað þeir eru að tala. Evrópusambandið hefur engan sameiginlegan her. Sambandið hefur á sínum snærum hraðsveitir, samansettar úr herjum aðildarríkja sem vilja leggja þeim lið. Sveitunum er ætlað að stilla til friðar á ófriðarsvæðum, og hafa sinnt friðargæzlu í nokkrum löndum. Sumir stjórnmálamenn í ESB hafa áhuga á að auka þetta samstarf. En ESB-her er ákaflega fjarlægt stefnumið og raunar ólíklegt að aðildarríkin nái nokkurn tímann um það samstöðu. Það truflar ekki Samtök ungra bænda. Formaður þeirra, Haukur Helgi Hauksson, sagði hér í blaðinu á laugardag að þetta væri eitt af því, sem þyrfti að ræða þegar fjallað væri um aðild Íslands að ESB. Þó að nú væri stefnt á ákveðið fyrirkomulag segði það ekki til um hvað gerðist í framtíðinni! Þetta er eins og að splæsa í auglýsingu um að Samtök ungra bænda vilji alls ekki láta flytja íslenzku þjóðina á Jótlandsheiðar - svona af því að ekki er hægt að útiloka að sú hugmynd komi upp aftur í framtíðinni. Í viðtali við RÚV sagði Helgi Haukur: "Við þurfum væntanlega við aðild að Evrópusambandinu að undirgangast þessa svokölluðu common security and defense policy væntanlega eins og aðrar stefnur Evrópusambandsins. Það náttúrulega gerir það að verkum að við verðum ekki lengur herlaus þjóð eins og við höfum verið." Þessi ummæli opinbera svo yfirgripsmikið þekkingarleysi að erfitt er að vita hvar á að byrja að leiðrétta bullið. Ísland myndi vissulega undirgangast utanríkis- og öryggismálastefnu ESB við aðild - og ætti ekki í neinum vandræðum með það. Ísland á nú þegar umtalsvert samstarf við ESB á grundvelli stefnunnar, án þess að örlað hafi á hugmyndum um íslenzkan her. ESB-aðild hefur ekkert slíkt í för með sér, eins og hefur alla tíð legið skýrt fyrir, ekki frekar en vera Íslands í hernaðarbandalaginu NATO í sex áratugi. Verði Ísland aðildarríki ESB, ræður það því eftir sem áður sjálft hvort það hefur her. Við þetta má svo bæta því, sem ungum bændum er hugsanlega ekki kunnugt, að aðeins sjö af 27 ríkjum ESB hafa herskyldu - það er sömuleiðis aðildarríkjunum í sjálfsvald sett. Ungir bændur hljóta að hafa skárri rök fyrir andstöðu sinni við aðild að ESB en svona bull. Vonandi eru auglýsingarnar þeirra ekki fyrirboði um það, sem koma skal í umræðum um aðildarumsókn Íslands. Sú umræða verður að byggjast á staðreyndum og þekkingu, ekki langsóttum framtíðarskáldskap.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun