Guðjón: Tek kannski Mourinho á þetta ef við vinnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2010 12:15 Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur. Mynd/Daníel Guðjón Skúlason segir að allir hans leikmenn séu klárir fyrir leikinn mikilvæga gegn Snæfelli í kvöld. Keflavík og Snæfell eigast við í oddaleik um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í kvöld en Guðjón er þjálfari fyrrnefnda liðsins. „Allir leikmenn eru tilbúnir og það er gríðarleg stemning í bæjarfélaginu fyrir leikinn í kvöld," sagði Guðjón en leikurinn fer fram í Keflavík. „Ég á von á því að það verði stappfullt hús og að það muni fyllast nokkru áður en leikurinn hefst. Það væri gaman ef það væri hægt að slá áhorfendamet í kvöld." Hann sagði að allir leikmenn væru heilir og klárir í slaginn í kvöld. „Menn geta vælt eftir leikinn en nú eru bara 40 mínútur eftir af tímabilinu og menn klára það auðvitað," sagði hann í léttum dúr. Guðjón segir mikilvægt að hans menn fái að stjórna hraðanum í leiknum en að það sé einnig algjört lykilatriði að frákasta vel gegn liði eins og Snæfelli. „Það er grundvallaratriði að vera á pari við þá í fráköstunum. En það fer líka allt eftir því hvernig menn hitta og þá verður það varnarleikurinn sem sker úr." Leikmenn börðust til blóðs í síðasta leik en alls þurfti að hlúa að þremur leikmönnum í leik liðanna í Stykkishólmi á mánudaginn. „Ég hef nú skoðað þessi atvik aftur á myndbandi og mér fannst þetta allt vera eitthvað sem gerðist í hita leiksins og er bara hluti af þessu. Stundum gerist svona lagað og stundum ekki." Og hann þorir ekki að spá um hvort að leikurinn í kvöld verði jafn og spennandi, ólíkt flestum öðrum leikjum í rimmu liðanna til þessa. „Maður veit aldrei. En ég hef þó góða tilfinningu fyrir leiknum og þetta er jú það sem menn hafa unnið að allt tímabilið. Í kvöld uppskera leikmenn eftir allt erfiðið." Spurður hvort að hann muni taka sér Jose Mourinho, stjóra Inter á Ítalíu, til fyrirmyndar í fagnaðarlátunum fari svo að Keflavík verði Íslandsmeistari í kvöld segir hann að svo gæti vel farið. „Það er spurning hvort maður taki Mourinho á þetta. Það væri þá allavega tilefnið til þess í kvöld." Dominos-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Guðjón Skúlason segir að allir hans leikmenn séu klárir fyrir leikinn mikilvæga gegn Snæfelli í kvöld. Keflavík og Snæfell eigast við í oddaleik um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í kvöld en Guðjón er þjálfari fyrrnefnda liðsins. „Allir leikmenn eru tilbúnir og það er gríðarleg stemning í bæjarfélaginu fyrir leikinn í kvöld," sagði Guðjón en leikurinn fer fram í Keflavík. „Ég á von á því að það verði stappfullt hús og að það muni fyllast nokkru áður en leikurinn hefst. Það væri gaman ef það væri hægt að slá áhorfendamet í kvöld." Hann sagði að allir leikmenn væru heilir og klárir í slaginn í kvöld. „Menn geta vælt eftir leikinn en nú eru bara 40 mínútur eftir af tímabilinu og menn klára það auðvitað," sagði hann í léttum dúr. Guðjón segir mikilvægt að hans menn fái að stjórna hraðanum í leiknum en að það sé einnig algjört lykilatriði að frákasta vel gegn liði eins og Snæfelli. „Það er grundvallaratriði að vera á pari við þá í fráköstunum. En það fer líka allt eftir því hvernig menn hitta og þá verður það varnarleikurinn sem sker úr." Leikmenn börðust til blóðs í síðasta leik en alls þurfti að hlúa að þremur leikmönnum í leik liðanna í Stykkishólmi á mánudaginn. „Ég hef nú skoðað þessi atvik aftur á myndbandi og mér fannst þetta allt vera eitthvað sem gerðist í hita leiksins og er bara hluti af þessu. Stundum gerist svona lagað og stundum ekki." Og hann þorir ekki að spá um hvort að leikurinn í kvöld verði jafn og spennandi, ólíkt flestum öðrum leikjum í rimmu liðanna til þessa. „Maður veit aldrei. En ég hef þó góða tilfinningu fyrir leiknum og þetta er jú það sem menn hafa unnið að allt tímabilið. Í kvöld uppskera leikmenn eftir allt erfiðið." Spurður hvort að hann muni taka sér Jose Mourinho, stjóra Inter á Ítalíu, til fyrirmyndar í fagnaðarlátunum fari svo að Keflavík verði Íslandsmeistari í kvöld segir hann að svo gæti vel farið. „Það er spurning hvort maður taki Mourinho á þetta. Það væri þá allavega tilefnið til þess í kvöld."
Dominos-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira