Umfjöllun: Brynjar með skotsýningu í sigri KR-inga á Njarðvík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2010 23:04 Fannar Ólafsson og félagar í KR voru grimmir í kvöld eins og sjá má á þessari mynd. Mynd/Vilhelm KR-ingar náðu fjögurra stiga forskot á toppi Iceland Express deildar karla með tólf stiga sigri á Njarðvík, 89-77, í DHL-Höllinni í kvöld. Eftir jafnan en sveiflukenndan leik þá sýndu KR-ingar mikla yfirburði í lokaleikhlutanum og tryggðu sér sinn fyrsta sigur á Njarðvíkingum í vetur. Þetta var fjórða tap Njarðvíkur í röð í deild og bikar og það er ljóst að Sigurður Ingimundarson er í miklum vandræðum með að koma liðinu aftur í gang. Koma Nick Bradford virðist hafa haft þveröfug áhrif á liðið og leikmenn liðsins átti fá svör þegar KR-ingar hertu vörnina í lokaleikhlutanum. Maður kvöldsins var án nokkurs vafa KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson sem hitti úr 10 af 14 skotum sínum og skoraði alls 33 stig. Brynjar setti niður sjö þrista úr ellefu skotum í leiknum og margar körfur hans komu á mjög mikilvægum tímapunktum fyrir Vesturbæjarliðið. Njarðvíkurliðið byrjaði leikinn vel og komst í 11-6 en Nick Bradford var með 7 af þessum fyrstu 11 stigum liðsins. Níu stig KR-inga í röð þar af sjö frá Brynjar Þór Björnssyni færði þeim hinsvegar frumkvæðið sem þeir héldu út leikhlutann en KR var 27-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Tommy Johnson var þarna kominn með 10 stig en hann leiddi sókn KR-liðsins á lokakafla leikhlutans. Njarðvíkingar komu sterkir til baka í öðrum leikhluta, svæðisvörn Njarðvíkurliðsins hægði á KR-sókninni og liðið náði síðan frumkvæðinu að nýju með því að skora níu stig í röð og komast 46-40 yfir. Magnús Þór Gunnarsson skoraði á þessu kafla tvo flotta þrista sem voru hans einu körfur í hálfleiknum. Njarðvík var að lokum 49-44 yfir í hálfleik. Jóhann Árni Ólafsson átti mjög góðan annan leikhluta og var kominn með 14 stig í hálfleik. Magnús Þór byrjaði seinni hálfleikinn á því að setja fimm fyrstu stig hálfleiksins og koma Njarðvík 11 stigum yfir, 55-44. Brynjar Þór kom KR aftur af stað með tíu stigum á stuttum tíma og KR kom muninum aftur niður í eitt stig. 59-60. Liðin skiptust um að ná forustunni það sem eftir lifði leikhlutans en staðan var síðan 70-70 eftir þriðja leikhluta. Það stefndi því allt í jafnan lokaleikhluta en önnur var raunin. KR-ingar skoruðu 11 af fyrstu 12 stigum fjórða leikhluta og voru komnir með þrettán stiga forskot, 86-73, þegar 2 og hálf mínúta var eftir. Njarðvíkingar frusu hreinlega á úrslitastundu og létu vesturbæinga labba yfir sig á lokakaflanum. Brynjar Þór Björnsson átti stórkostlegan leik fyrir KR-inga og var með 33 stig. Tommy Johnson skoraði 22 stig og Pavel Ermolinski gældi við þrennuna með 10 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum. Semja Inge kom líka inn með frábæran kraft í vörnina og vann hann ófáa lausa bolta í þessum leik. Jóhann Árni Ólafsson var með 19 stig hjá Njarðvík, Magnús Þór Gunnarsson skoraði 16 stig og Nick Bradford var með 16 stig og 8 stoðsendingar. Dominos-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Sjá meira
KR-ingar náðu fjögurra stiga forskot á toppi Iceland Express deildar karla með tólf stiga sigri á Njarðvík, 89-77, í DHL-Höllinni í kvöld. Eftir jafnan en sveiflukenndan leik þá sýndu KR-ingar mikla yfirburði í lokaleikhlutanum og tryggðu sér sinn fyrsta sigur á Njarðvíkingum í vetur. Þetta var fjórða tap Njarðvíkur í röð í deild og bikar og það er ljóst að Sigurður Ingimundarson er í miklum vandræðum með að koma liðinu aftur í gang. Koma Nick Bradford virðist hafa haft þveröfug áhrif á liðið og leikmenn liðsins átti fá svör þegar KR-ingar hertu vörnina í lokaleikhlutanum. Maður kvöldsins var án nokkurs vafa KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson sem hitti úr 10 af 14 skotum sínum og skoraði alls 33 stig. Brynjar setti niður sjö þrista úr ellefu skotum í leiknum og margar körfur hans komu á mjög mikilvægum tímapunktum fyrir Vesturbæjarliðið. Njarðvíkurliðið byrjaði leikinn vel og komst í 11-6 en Nick Bradford var með 7 af þessum fyrstu 11 stigum liðsins. Níu stig KR-inga í röð þar af sjö frá Brynjar Þór Björnssyni færði þeim hinsvegar frumkvæðið sem þeir héldu út leikhlutann en KR var 27-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Tommy Johnson var þarna kominn með 10 stig en hann leiddi sókn KR-liðsins á lokakafla leikhlutans. Njarðvíkingar komu sterkir til baka í öðrum leikhluta, svæðisvörn Njarðvíkurliðsins hægði á KR-sókninni og liðið náði síðan frumkvæðinu að nýju með því að skora níu stig í röð og komast 46-40 yfir. Magnús Þór Gunnarsson skoraði á þessu kafla tvo flotta þrista sem voru hans einu körfur í hálfleiknum. Njarðvík var að lokum 49-44 yfir í hálfleik. Jóhann Árni Ólafsson átti mjög góðan annan leikhluta og var kominn með 14 stig í hálfleik. Magnús Þór byrjaði seinni hálfleikinn á því að setja fimm fyrstu stig hálfleiksins og koma Njarðvík 11 stigum yfir, 55-44. Brynjar Þór kom KR aftur af stað með tíu stigum á stuttum tíma og KR kom muninum aftur niður í eitt stig. 59-60. Liðin skiptust um að ná forustunni það sem eftir lifði leikhlutans en staðan var síðan 70-70 eftir þriðja leikhluta. Það stefndi því allt í jafnan lokaleikhluta en önnur var raunin. KR-ingar skoruðu 11 af fyrstu 12 stigum fjórða leikhluta og voru komnir með þrettán stiga forskot, 86-73, þegar 2 og hálf mínúta var eftir. Njarðvíkingar frusu hreinlega á úrslitastundu og létu vesturbæinga labba yfir sig á lokakaflanum. Brynjar Þór Björnsson átti stórkostlegan leik fyrir KR-inga og var með 33 stig. Tommy Johnson skoraði 22 stig og Pavel Ermolinski gældi við þrennuna með 10 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum. Semja Inge kom líka inn með frábæran kraft í vörnina og vann hann ófáa lausa bolta í þessum leik. Jóhann Árni Ólafsson var með 19 stig hjá Njarðvík, Magnús Þór Gunnarsson skoraði 16 stig og Nick Bradford var með 16 stig og 8 stoðsendingar.
Dominos-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Sjá meira