Fyrsta æfingin í sautján ár 30. september 2010 11:45 á æfingu S.H. Draumur á æfingu á Egilsstöðum fyrir endurkomutónleika sína. Sveitin hefur engu gleymt, að mati Dr. Gunna. Rokksveitin S.H. Draumur kom saman í æfingahúsnæði á Egilsstöðum um síðustu helgi í fyrsta sinn í sautján ár og undirbjó sig fyrir sína „bestu tónleika frá upphafi". Hljómsveitin goðsagnarkennda S.H. Draumur kom saman í fyrsta sinn í sautján ár þegar hún æfði í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum um síðustu helgi. Tilefnið er viðhafnar-útgáfa sveitarinnar í samstarfi við Kimi Records á plötunni Goð og tónleikar í kjölfarið, bæði á Airwaves-hátíðinni og víðar. Margir tónlistarunnendur bíða spenntir eftir endurkomu þessarar hráu og pönkuðu rokksveitar. „Við höfum engu gleymt," segir forsprakkinn Dr. Gunni. „Það var ljóst frá fyrstu æfingunni að þetta var allt þarna. Það þurfti bara aðeins að kveikja á því aftur. Þessi hljómsveit er einhvers konar eining. Hún hangir saman eins og það sé límband utan um hana." Aðrir meðlimir S.H. Draums eru trommarinn Birgir Baldursson og Steingrímur Birgisson gítarleikari. Sá síðarnefndi er búsettur á Egilsstöðum þar sem hann er skólastjóri Tónlistarskólans og því var ákveðið að nýta húsnæðið til æfinganna. Spilamennskan gekk hratt og örugglega fyrir sig þar sem rokkað var grimmt. „Þetta eru engar gamalmennaútgáfur af þessum lögum. Þetta er ekkert krúttkjaftæði," segir Dr. Gunni. Árið 1993 gaf S.H. Draumur út safnplötuna Allt heila klabbið og lagðist síðan í dvala. „Eftir á að hyggja var sú útgáfa misheppnuð. Músíkin var tekin beint af teipinu og ekkert gert í henni. Þetta var lágt, kraftlaust og ömurlegt en núna var ítrustu tækni beitt til að gera þetta ógeðslega flott," segir hann um Goð, eins og viðhafnarútgáfan nefnist. Gripið var til þess ráðs að skella gömlu upptökunum í bakarofn í hálfan sólarhring við 50 gráðu hita og sá Orri úr Slowblow um þá hlið mála. Útgáfudagur er 7. október og fimmtudaginn 14. október verða tónleikarnir á Nasa á Airwaves-hátíðinni þar sem Ham, Ensími og fleiri bönd stíga einnig á svið. „Þetta verða bestu tónleikar S.H. Draums frá upphafi," fullyrðir Dr. Gunni. Þeir sem ekki náðu að tryggja sér miða á Airwaves þurfa ekki að örvænta því fyrirhugaðir eru tvennir aðrir tónleikar S.H. Draums í Reykjavík og á Akureyri þar sem platan Goð verður spiluð í heild sinni. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
Rokksveitin S.H. Draumur kom saman í æfingahúsnæði á Egilsstöðum um síðustu helgi í fyrsta sinn í sautján ár og undirbjó sig fyrir sína „bestu tónleika frá upphafi". Hljómsveitin goðsagnarkennda S.H. Draumur kom saman í fyrsta sinn í sautján ár þegar hún æfði í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum um síðustu helgi. Tilefnið er viðhafnar-útgáfa sveitarinnar í samstarfi við Kimi Records á plötunni Goð og tónleikar í kjölfarið, bæði á Airwaves-hátíðinni og víðar. Margir tónlistarunnendur bíða spenntir eftir endurkomu þessarar hráu og pönkuðu rokksveitar. „Við höfum engu gleymt," segir forsprakkinn Dr. Gunni. „Það var ljóst frá fyrstu æfingunni að þetta var allt þarna. Það þurfti bara aðeins að kveikja á því aftur. Þessi hljómsveit er einhvers konar eining. Hún hangir saman eins og það sé límband utan um hana." Aðrir meðlimir S.H. Draums eru trommarinn Birgir Baldursson og Steingrímur Birgisson gítarleikari. Sá síðarnefndi er búsettur á Egilsstöðum þar sem hann er skólastjóri Tónlistarskólans og því var ákveðið að nýta húsnæðið til æfinganna. Spilamennskan gekk hratt og örugglega fyrir sig þar sem rokkað var grimmt. „Þetta eru engar gamalmennaútgáfur af þessum lögum. Þetta er ekkert krúttkjaftæði," segir Dr. Gunni. Árið 1993 gaf S.H. Draumur út safnplötuna Allt heila klabbið og lagðist síðan í dvala. „Eftir á að hyggja var sú útgáfa misheppnuð. Músíkin var tekin beint af teipinu og ekkert gert í henni. Þetta var lágt, kraftlaust og ömurlegt en núna var ítrustu tækni beitt til að gera þetta ógeðslega flott," segir hann um Goð, eins og viðhafnarútgáfan nefnist. Gripið var til þess ráðs að skella gömlu upptökunum í bakarofn í hálfan sólarhring við 50 gráðu hita og sá Orri úr Slowblow um þá hlið mála. Útgáfudagur er 7. október og fimmtudaginn 14. október verða tónleikarnir á Nasa á Airwaves-hátíðinni þar sem Ham, Ensími og fleiri bönd stíga einnig á svið. „Þetta verða bestu tónleikar S.H. Draums frá upphafi," fullyrðir Dr. Gunni. Þeir sem ekki náðu að tryggja sér miða á Airwaves þurfa ekki að örvænta því fyrirhugaðir eru tvennir aðrir tónleikar S.H. Draums í Reykjavík og á Akureyri þar sem platan Goð verður spiluð í heild sinni. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira