Karim Benzema er sagður vilja losna frá Real Madrid þar sem honum hefur gengið illa að fóta sig síðan hann kom til félagsins frá Lyon í fyrra.
Benzema var í byrjunarliði Real er liðið gerði markalaust jafntefli við C-deildarlið Real Murcia í spænsku bikarkeppninni í fyrrakvöld.
„Benzema er að spila illa," sagði Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, eftir leikinn og ekki útlit fyrir að hann eigi sér framtíð hjá félaginu undir hans stjórn.
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Benzema vilji fara til Ítalíu og þar eru Juventus og Inter sögð áhugasöm um að fá kappann í sínar raðir. Benzema hefur áður verið orðaður við Manchester United í Englandi.
Benzema sagður á leið til Ítalíu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
