Vettel og Webber ósamála um áreksturinn 30. maí 2010 17:58 Sebastian Vettel var funheitur eftir að hafa fallið úr keik, eftir árekstur við liðsfélaga sinn Mark Webber hjá Red Bull í dag. Þeir misstu af mögulegum sigri vegna atviksins. mynd: Getty Images Sebastian Vettel og Mark Webber eru ekki sammála um atburðarrásina í Formúlu 1 mótinu í Tyrklandi í dag. Vettel segist ekki hafa gert mistök þegar hann reyndi framúrakstur á Webber, en þeir voru í forystu í mótinu og aka báðir fyrir Red Bull. "Það er ljóst að þegar myndir af atvikinu eru skoðaðar að ég var á undan og einbeitti mér að réttum bremsupunkti. Við snertumst og hann snerti hægra afturhjólið hjá mér og ég fór útaf. Það er engin slagur á milli okkar eftir mótið. Þetta gerðist bara. Við þurfum ekki á þessu að halda, en þetta gerðist", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Vitanlega er ég ekki ánægður. Ég held að Mark, ég og Lewis höfum verið með svipaðan hraða, en ég var aðeins fljótari en Mark og vissi að ég gæti komist framúr honum." Webber sá hlutina ekki á sama hátt og Vettel: "Seb var með meiri hámarkshraða og fór innanvert í framúrakstur. Við vorum samhliða og hann virðist hafa beygt snarlega til hægri og við snertumst", sagði Webber. "Þetta gerðist hratt og synd fyrir liðið. Þetta var góð keppni milli okkar og McLaren fram að þessu atviki. Hvorugur vildi óhapp, en þetta getur gerst. Það var mikið eftir að mótinu, þannig að við vorum ekki með bókaðan sigur. Ég náði í nokur stig, en þetta voru ekki úrslitin sem við félagarnir vildum uppskera", sagði Webber. Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel og Mark Webber eru ekki sammála um atburðarrásina í Formúlu 1 mótinu í Tyrklandi í dag. Vettel segist ekki hafa gert mistök þegar hann reyndi framúrakstur á Webber, en þeir voru í forystu í mótinu og aka báðir fyrir Red Bull. "Það er ljóst að þegar myndir af atvikinu eru skoðaðar að ég var á undan og einbeitti mér að réttum bremsupunkti. Við snertumst og hann snerti hægra afturhjólið hjá mér og ég fór útaf. Það er engin slagur á milli okkar eftir mótið. Þetta gerðist bara. Við þurfum ekki á þessu að halda, en þetta gerðist", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Vitanlega er ég ekki ánægður. Ég held að Mark, ég og Lewis höfum verið með svipaðan hraða, en ég var aðeins fljótari en Mark og vissi að ég gæti komist framúr honum." Webber sá hlutina ekki á sama hátt og Vettel: "Seb var með meiri hámarkshraða og fór innanvert í framúrakstur. Við vorum samhliða og hann virðist hafa beygt snarlega til hægri og við snertumst", sagði Webber. "Þetta gerðist hratt og synd fyrir liðið. Þetta var góð keppni milli okkar og McLaren fram að þessu atviki. Hvorugur vildi óhapp, en þetta getur gerst. Það var mikið eftir að mótinu, þannig að við vorum ekki með bókaðan sigur. Ég náði í nokur stig, en þetta voru ekki úrslitin sem við félagarnir vildum uppskera", sagði Webber.
Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira