Árni Gautur ekki áfram í Odd Grenland Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2010 15:16 Árni Gautur Arason. Mynd/Scanpix Árni Gautur Arason á von á því að hann muni spila sinn síðasta leik með Odd Grenland í norsku úrvalsdeildinni um helgina. „Ég býst fastlega við því að ég verði ekki áfram hjá Odd Grenland," sagði Árni Gautur í samtali við Vísi í dag. „Það er óljóst hvað tekur við en ég mun reyna fyrst um sinn að finna mér eitthvað félag hér úti. Konan mín er enn í námi hér og það er því ekki fyrsti kostur að koma heim." Árni Gautur hefur verið að glíma við kviðslit og þarf að fara í aðgerð vegna þessa eftir að tímabilinu lýkur í Noregi. „Ég mun svo sjá til eftir það hvernig málin þróast." Hann segir að félagið muni fá tvo nýja markverði fyrir næsta tímabil og því muni hann fara annað. „Þeir sögðu fyrst í sumar að ég myndi fá nýjan samning. En svo fékk félagið nýja eigendur sem ætla sér að skera mikið niður í kostnaði. Það eru þar að auki tveir yngri markverðir að koma til félagsins og því ólíklegt að ég verði áfram." Hann segist ætla að halda áfram í boltanum. „Ég vona að ég eigi einhver ár eftir ef ég næ að halda mér heilum," sagði Árni Gautur. Odd Grenland er í fimmta sæti norsku úrvalsdeildarinnar en lokaumferðin fer fram un helgina. Liðið á góðan möguleika á að koma sér upp í fjórða sætið þar sem að Álasund, sem er nú í fjórða sæti, á leik gegn Noregsmeisturum Rosenborg í lokaumferðinni. Fjórða sætið veitir þátttökurétt í forkeppni Evrópudeildar UEFA. Árni Gautur, sem er 35 ára, hefur spilað 24 af 29 leikjum liðsins í deildinni í sumar. Hann á langan feril að baki og spilað með Rosenborg og Vålerena í Noregi sem og Manchester City í Englandi og Thanda í Suður-Afríku. Hann á að baki 71 leik með A-landsliði Íslands. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Árni Gautur Arason á von á því að hann muni spila sinn síðasta leik með Odd Grenland í norsku úrvalsdeildinni um helgina. „Ég býst fastlega við því að ég verði ekki áfram hjá Odd Grenland," sagði Árni Gautur í samtali við Vísi í dag. „Það er óljóst hvað tekur við en ég mun reyna fyrst um sinn að finna mér eitthvað félag hér úti. Konan mín er enn í námi hér og það er því ekki fyrsti kostur að koma heim." Árni Gautur hefur verið að glíma við kviðslit og þarf að fara í aðgerð vegna þessa eftir að tímabilinu lýkur í Noregi. „Ég mun svo sjá til eftir það hvernig málin þróast." Hann segir að félagið muni fá tvo nýja markverði fyrir næsta tímabil og því muni hann fara annað. „Þeir sögðu fyrst í sumar að ég myndi fá nýjan samning. En svo fékk félagið nýja eigendur sem ætla sér að skera mikið niður í kostnaði. Það eru þar að auki tveir yngri markverðir að koma til félagsins og því ólíklegt að ég verði áfram." Hann segist ætla að halda áfram í boltanum. „Ég vona að ég eigi einhver ár eftir ef ég næ að halda mér heilum," sagði Árni Gautur. Odd Grenland er í fimmta sæti norsku úrvalsdeildarinnar en lokaumferðin fer fram un helgina. Liðið á góðan möguleika á að koma sér upp í fjórða sætið þar sem að Álasund, sem er nú í fjórða sæti, á leik gegn Noregsmeisturum Rosenborg í lokaumferðinni. Fjórða sætið veitir þátttökurétt í forkeppni Evrópudeildar UEFA. Árni Gautur, sem er 35 ára, hefur spilað 24 af 29 leikjum liðsins í deildinni í sumar. Hann á langan feril að baki og spilað með Rosenborg og Vålerena í Noregi sem og Manchester City í Englandi og Thanda í Suður-Afríku. Hann á að baki 71 leik með A-landsliði Íslands.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn