Breytt Silverstone braut vígð í dag 29. apríl 2010 13:34 Damon Hill, Jackie Stewart og prins Andrew ræða málin á Silverstone í dag, en Hill keyrði prinsinn um brautina í tveggja sæta kappakstursbíl. Mynd: Getty Images Damon Hill, fyrrum meistari í Formúlu 1 og forseti breska kappakstursklúbbsins var meðal þeirra sem vígðu breytta og bætta Silverstone braut í Bretlandi í dag. Þá mætti hertoginn af York, Andrew prins en hann var gerður að heiðursfélaga í félagi breskra kappakstursökumanna, en akstursíþróttastarfsemi er mikilvægur þáttur í bresku efnahagslífi. Talið er að um 50.000 starfi beint á akstursíþróttum í Bretlandi. Silverstone brautin á að vera sú hraðasta brautin í Formúlu 1 eftir breytingarnar, en Monza á Ítalíu hefur til þessa verið sú hraðasta. Prófarnir í ökuhermum sýna þá niðurstöðu, en það kemur í ljós í kappakstrinum hvort rétt reynist eður ei. "Ég er djúpt snortin af vera gerður að heiðursfélaga, þó ég hafi enga hæfileika! Aðalástæðan fyrir því að ég er mættur hérna er sú að ég styð Silverstone og breska kappakstursklúbbinn er sú að hágæða tæknivinna sem við eigum í handraðanum er mikilvæg fyrir breskt efnahagslíf og akstursíþróttir eru hringjamiðjan. Með Formúlu 1 og Moto GP kappakstri getum við sýnt fram á hæfileika okkar", sagði Andrew á vígslu nýju brautarinnar. Mark Webber telur að ný útfærsla Silverstone brautarinnar muni henta Red Bull bílunum vel, en hann var meðal gesta í dag. "Okkar bíll er samkeppnisfær á öllum brautum, sem er gott fyrir okkur. Nýji hluti brautarinnar er með háhraðabeygju og líka með kafla sem krefst tæknilegs innsæis og þetta ætti að koma vel út. Ég er mjög ánægður að það tókst að halda Formúlu 1 í Bretlandi, eftir orðaskak við Bernie Ecclestone. En við ættum að vera stoltir að hafa bæði Formúlu 1 og Moto GP á sama stað", sagði Webber. Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Damon Hill, fyrrum meistari í Formúlu 1 og forseti breska kappakstursklúbbsins var meðal þeirra sem vígðu breytta og bætta Silverstone braut í Bretlandi í dag. Þá mætti hertoginn af York, Andrew prins en hann var gerður að heiðursfélaga í félagi breskra kappakstursökumanna, en akstursíþróttastarfsemi er mikilvægur þáttur í bresku efnahagslífi. Talið er að um 50.000 starfi beint á akstursíþróttum í Bretlandi. Silverstone brautin á að vera sú hraðasta brautin í Formúlu 1 eftir breytingarnar, en Monza á Ítalíu hefur til þessa verið sú hraðasta. Prófarnir í ökuhermum sýna þá niðurstöðu, en það kemur í ljós í kappakstrinum hvort rétt reynist eður ei. "Ég er djúpt snortin af vera gerður að heiðursfélaga, þó ég hafi enga hæfileika! Aðalástæðan fyrir því að ég er mættur hérna er sú að ég styð Silverstone og breska kappakstursklúbbinn er sú að hágæða tæknivinna sem við eigum í handraðanum er mikilvæg fyrir breskt efnahagslíf og akstursíþróttir eru hringjamiðjan. Með Formúlu 1 og Moto GP kappakstri getum við sýnt fram á hæfileika okkar", sagði Andrew á vígslu nýju brautarinnar. Mark Webber telur að ný útfærsla Silverstone brautarinnar muni henta Red Bull bílunum vel, en hann var meðal gesta í dag. "Okkar bíll er samkeppnisfær á öllum brautum, sem er gott fyrir okkur. Nýji hluti brautarinnar er með háhraðabeygju og líka með kafla sem krefst tæknilegs innsæis og þetta ætti að koma vel út. Ég er mjög ánægður að það tókst að halda Formúlu 1 í Bretlandi, eftir orðaskak við Bernie Ecclestone. En við ættum að vera stoltir að hafa bæði Formúlu 1 og Moto GP á sama stað", sagði Webber.
Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira