Óttar á leið til Kína 21. október 2010 07:30 Baltasar vinnufíkill Óttar Guðnason segir Baltasar vera algjöran vinnufíkil á tökustað en hann sé góður verkstjóri og nái því besta úr sínu fólki.Fréttablaðið/Valli Óttar Guðnason kvikmyndatökumaður segir að vinnan við Inhale hafi verið stíf enda myndin gerð á aðeins 29 dögum. Hann segir jafnframt sig langa til að gera mynd á íslensku. Óttar Guðnason hefur verið á faraldsfæti undanfarin ár, unnið við tökur á kvikmyndum og auglýsingum. Nýjasta kvikmynd hans, Inhale í leikstjórn Baltasars Kormáks, verður frumsýnd á föstudaginn en Óttar segir tökurnar hafa bæði verið skemmtilegar og erfiðar. „Það var náttúrulega heitt og mesta áskorunin fólst í því að breyta þessum bæ, Las Vegas í Nýju Mexíkó, í Mexíkó,“ útskýrir Óttar en að gefnu tilefni skal tekið fram að umræddur bær á ekkert skylt við syndaborgina í Nevada og að bærinn var einnig sögusviðið fyrir Coen-myndina No Country for Old Men. „Það var sett ryk yfir allar göturnar, mold og ljósamöstur og þetta gekk allt mjög vel.“ Að sögn Óttars var dagskráin mjög þéttskipuð enda stóðu tökurnar yfir í aðeins 29 daga, sem þykir frekar lítið. Óttar hefur áður unnið með Baltasar Kormáki, það var við A Little Trip to Heaven. Hann segir leikstjórann vera vinnufíkil á tökustað, hann sé alltaf að, nánast allan sólarhringinn. „Mér sjálfum fannst frábært hversu miklu Baltasar náði út úr aðalleikaranum, Dermot Mulroney. Þetta hlutverk var svolítið nýtt fyrir Mulroney, hann er í mynd nánast allan tímann og hann var algjörlega búinn á því undir lokin. Balti vinnur alltaf eins, og hjólar í fólk ef hann er ekki sáttur, alveg sama hvað það heitir. Hann barðist með kjafti og klóm fyrir öllu í myndinni og það var virkilega gaman að upplifa þetta með honum.“ Svo skemmtilega vildi til að Óttari og Dermot varð vel til vina og þegar leikarinn fékk tækifæri til að leikstýra sinni fyrstu mynd fékk hann Óttar sem tökumann. Myndin heitir Love, Wedding, Marriage og skartar Mandy Moore, Kellan Lutz og Jane Seymour í aðalhlutverkum. Óttar staldrar ekki lengi við á Íslandi því hann heldur eftir tíu daga til Kína að taka upp ævintýramyndina Mulan undir stjórn hollenska leikstjórans Jan de Bont. De Bont er hvað þekktastur fyrir stórmyndina Speed en Óttar og hann hugðust gera saman Stopping Power, hasarmynd í Berlín, sem hætt var við. „Þetta er taka tvö hjá okkur. Ég er akkúrat á leiðinni niður í kínverska sendiráðið til að ná í pappíra. Myndin er stór, það verða nokkur hundruð manns við störf á henni, tvær leikmyndir byggðar og mér skilst að þeir ætli að reisa líkan af Kínamúrnum. Þetta verður bara virkilega spennandi, mikið af stórum hesta- og bardagasenum.“ Þrátt fyrir allt heimshornaflakkið hefur Óttar hins vegar aldrei gert kvikmynd á íslensku en hann segist gjarnan vilja það. „Ég auglýsi hér með bara eftir áhugasömum.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Sjá meira
Óttar Guðnason kvikmyndatökumaður segir að vinnan við Inhale hafi verið stíf enda myndin gerð á aðeins 29 dögum. Hann segir jafnframt sig langa til að gera mynd á íslensku. Óttar Guðnason hefur verið á faraldsfæti undanfarin ár, unnið við tökur á kvikmyndum og auglýsingum. Nýjasta kvikmynd hans, Inhale í leikstjórn Baltasars Kormáks, verður frumsýnd á föstudaginn en Óttar segir tökurnar hafa bæði verið skemmtilegar og erfiðar. „Það var náttúrulega heitt og mesta áskorunin fólst í því að breyta þessum bæ, Las Vegas í Nýju Mexíkó, í Mexíkó,“ útskýrir Óttar en að gefnu tilefni skal tekið fram að umræddur bær á ekkert skylt við syndaborgina í Nevada og að bærinn var einnig sögusviðið fyrir Coen-myndina No Country for Old Men. „Það var sett ryk yfir allar göturnar, mold og ljósamöstur og þetta gekk allt mjög vel.“ Að sögn Óttars var dagskráin mjög þéttskipuð enda stóðu tökurnar yfir í aðeins 29 daga, sem þykir frekar lítið. Óttar hefur áður unnið með Baltasar Kormáki, það var við A Little Trip to Heaven. Hann segir leikstjórann vera vinnufíkil á tökustað, hann sé alltaf að, nánast allan sólarhringinn. „Mér sjálfum fannst frábært hversu miklu Baltasar náði út úr aðalleikaranum, Dermot Mulroney. Þetta hlutverk var svolítið nýtt fyrir Mulroney, hann er í mynd nánast allan tímann og hann var algjörlega búinn á því undir lokin. Balti vinnur alltaf eins, og hjólar í fólk ef hann er ekki sáttur, alveg sama hvað það heitir. Hann barðist með kjafti og klóm fyrir öllu í myndinni og það var virkilega gaman að upplifa þetta með honum.“ Svo skemmtilega vildi til að Óttari og Dermot varð vel til vina og þegar leikarinn fékk tækifæri til að leikstýra sinni fyrstu mynd fékk hann Óttar sem tökumann. Myndin heitir Love, Wedding, Marriage og skartar Mandy Moore, Kellan Lutz og Jane Seymour í aðalhlutverkum. Óttar staldrar ekki lengi við á Íslandi því hann heldur eftir tíu daga til Kína að taka upp ævintýramyndina Mulan undir stjórn hollenska leikstjórans Jan de Bont. De Bont er hvað þekktastur fyrir stórmyndina Speed en Óttar og hann hugðust gera saman Stopping Power, hasarmynd í Berlín, sem hætt var við. „Þetta er taka tvö hjá okkur. Ég er akkúrat á leiðinni niður í kínverska sendiráðið til að ná í pappíra. Myndin er stór, það verða nokkur hundruð manns við störf á henni, tvær leikmyndir byggðar og mér skilst að þeir ætli að reisa líkan af Kínamúrnum. Þetta verður bara virkilega spennandi, mikið af stórum hesta- og bardagasenum.“ Þrátt fyrir allt heimshornaflakkið hefur Óttar hins vegar aldrei gert kvikmynd á íslensku en hann segist gjarnan vilja það. „Ég auglýsi hér með bara eftir áhugasömum.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Sjá meira