Skilaboð að ofan Sigurbjörg Árnadóttir skrifar 24. október 2010 13:37 Leikhús *** Þögli þjónninn Leikfélag Akureyrar Höfundur: Harold Pinter Leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson. Aðalhlutverk: Guðmundur Magnússon og Atli Þór Albertsson Í verkum breska leikskáldsins Harolds Pinter er einatt að finna vanmátt okkar til samskipta, ófullnægjandi samskipti okkar við hvert annað og það ófyrirséða í gjörðum okkar. Um tilhneiginguna til að sækjast eftir hinu smávægilega og markmiðinu sem við aldrei náum. Hann setur fingur á það sem við tjáum hvert öðru. Sendir okkur skilaboð frá landamærum þagnarinnar. Með pennann að vopni getur hann kallað fram hlátur sem festist í hálsinum og breytist í þöglan ótta. Á öldum léttleikans er áhorfandinn einatt þrifinn í ferðalag þar sem hann sveiflast um í heimi ofbeldis og hræðslu. Ferðalag kryddað svörtum húmor. Á síðari árum ævi sinnar lét Pinter mikið til sín taka á opinberum vettvangi í mannréttindabaráttu. Hörð gagnrýni hans á ríkisstjórnir Bretlands og Bandaríkjanna vegna stefnu þeirra í alþjóðastjórnmálum vakti mikla athygli. Meðal annars tók hann virkan þátt í mótmælum gegn Persaflóastríðinu, stríðsrekstri Bandaríkjanna í Afganistan og innrásinni í Írak. Þögli þjónninn er dæmigerður Pinter og það er vel til fallið hjá Leikfélagi Akureyrar að sýna Pinter nú. Andrúmsloftið í íslensku samfélagi og samskipti ráðamanna og almennings eru stundum eins og í verki eftir Harold Pinter. Ég skemmti mér vel á sýningu Leikfélags Akureyrar á Þögla þjóninum. Þrátt fyrir vankanta hennar. En hvort ég á að skrifa seigleika sýningarinnar framan af á leikstjórann Jón Gunnar Þórðarson eða á leikarann Guðmund Ólafsson veit ég ekki alveg. Eftir fyrstu mínúturnar - sem lofuðu svo góðu - tók við kafli þar sem Guðmundur varð of mjúkur og ógnin of léttvæg þannig að spennan fjaraði út á milli leikaranna tveggja, þeirra Atla Þórs Albertssonar og Guðmundar. Eftir varð notalegt stofudrama sem tók nokkurn tíma að byggja upp á ný. Síðari hluti sýningarinnar var mun sterkari, skilaboðin frá valdhöfunum að ofan urðu að hrollvekjandi ógn - bið eftir endi. Guðmundur Ólafsson sótti í sig veðrið er líða tók á sýninguna og átti marga mjög góða spretti. Atli Þór Albertsson skilaði sínu hlutverki með prýði, einfaldur, óttalaus og auðtrúa. Leikmynd hópsins sem og hljóðmynd Eyþórs Inga hæfði leikritinu mjög vel. Sýningu Leikfélags Akureyrar á Þögla þjóninum er vel þess virði að sjá, leikrit sem hæfir vel í þeim pólitíska ólgusjó sem íslenskt samfélag er í - þar sem engu er að treysta. Niðurstaða: Brokkgeng sýning framan af en sækir í sig veðrið eftir hlé. Verk sem talar inn í íslenskan samtíma. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús *** Þögli þjónninn Leikfélag Akureyrar Höfundur: Harold Pinter Leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson. Aðalhlutverk: Guðmundur Magnússon og Atli Þór Albertsson Í verkum breska leikskáldsins Harolds Pinter er einatt að finna vanmátt okkar til samskipta, ófullnægjandi samskipti okkar við hvert annað og það ófyrirséða í gjörðum okkar. Um tilhneiginguna til að sækjast eftir hinu smávægilega og markmiðinu sem við aldrei náum. Hann setur fingur á það sem við tjáum hvert öðru. Sendir okkur skilaboð frá landamærum þagnarinnar. Með pennann að vopni getur hann kallað fram hlátur sem festist í hálsinum og breytist í þöglan ótta. Á öldum léttleikans er áhorfandinn einatt þrifinn í ferðalag þar sem hann sveiflast um í heimi ofbeldis og hræðslu. Ferðalag kryddað svörtum húmor. Á síðari árum ævi sinnar lét Pinter mikið til sín taka á opinberum vettvangi í mannréttindabaráttu. Hörð gagnrýni hans á ríkisstjórnir Bretlands og Bandaríkjanna vegna stefnu þeirra í alþjóðastjórnmálum vakti mikla athygli. Meðal annars tók hann virkan þátt í mótmælum gegn Persaflóastríðinu, stríðsrekstri Bandaríkjanna í Afganistan og innrásinni í Írak. Þögli þjónninn er dæmigerður Pinter og það er vel til fallið hjá Leikfélagi Akureyrar að sýna Pinter nú. Andrúmsloftið í íslensku samfélagi og samskipti ráðamanna og almennings eru stundum eins og í verki eftir Harold Pinter. Ég skemmti mér vel á sýningu Leikfélags Akureyrar á Þögla þjóninum. Þrátt fyrir vankanta hennar. En hvort ég á að skrifa seigleika sýningarinnar framan af á leikstjórann Jón Gunnar Þórðarson eða á leikarann Guðmund Ólafsson veit ég ekki alveg. Eftir fyrstu mínúturnar - sem lofuðu svo góðu - tók við kafli þar sem Guðmundur varð of mjúkur og ógnin of léttvæg þannig að spennan fjaraði út á milli leikaranna tveggja, þeirra Atla Þórs Albertssonar og Guðmundar. Eftir varð notalegt stofudrama sem tók nokkurn tíma að byggja upp á ný. Síðari hluti sýningarinnar var mun sterkari, skilaboðin frá valdhöfunum að ofan urðu að hrollvekjandi ógn - bið eftir endi. Guðmundur Ólafsson sótti í sig veðrið er líða tók á sýninguna og átti marga mjög góða spretti. Atli Þór Albertsson skilaði sínu hlutverki með prýði, einfaldur, óttalaus og auðtrúa. Leikmynd hópsins sem og hljóðmynd Eyþórs Inga hæfði leikritinu mjög vel. Sýningu Leikfélags Akureyrar á Þögla þjóninum er vel þess virði að sjá, leikrit sem hæfir vel í þeim pólitíska ólgusjó sem íslenskt samfélag er í - þar sem engu er að treysta. Niðurstaða: Brokkgeng sýning framan af en sækir í sig veðrið eftir hlé. Verk sem talar inn í íslenskan samtíma.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira