Massa: Ferrari ekki með forskot 1. mars 2010 09:29 Æfingarnar ganga ekki alltaf snuðrulaust hjá Formúlu 1 köppum, en Felipe Massa var sáttur við sitt í Barcelona. mynd: Getty Images Felipe Massa segir að Ferrari sé ekki í lykilstöðu eftir æfingar í vetur, en æfingum lauk í Barcelona í gær. "Ég er sáttur við æfingarnar í heild sinni, í Barcelona, Valencia og á Jerez brautinni. Það eru horfur á jafnri og spennandi vertíð. Við gerðum ekki ráð fyrir að vera í forystuhlutverki og vinna fyrsta mót ársins, en verðum með samkeppnisfæran bíl og traustan. Við mættum ekki til að verða meistarar æfinganna, heldur til að undirbúa bílinn fyrir tímabilið."", sagði Massa á vefsíðu Autosport um stöðu mála. Þá segist hann vinna vel með nýliða Ferrari, Fernando Alonso og hann hafi aldrei verið í vandræðum með liðsfélaga sína. "Hann er klár og veit hvað skiptir máli hjá liðinu og við erum báðir að vinna að sama markmiði", sagði Massa. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Felipe Massa segir að Ferrari sé ekki í lykilstöðu eftir æfingar í vetur, en æfingum lauk í Barcelona í gær. "Ég er sáttur við æfingarnar í heild sinni, í Barcelona, Valencia og á Jerez brautinni. Það eru horfur á jafnri og spennandi vertíð. Við gerðum ekki ráð fyrir að vera í forystuhlutverki og vinna fyrsta mót ársins, en verðum með samkeppnisfæran bíl og traustan. Við mættum ekki til að verða meistarar æfinganna, heldur til að undirbúa bílinn fyrir tímabilið."", sagði Massa á vefsíðu Autosport um stöðu mála. Þá segist hann vinna vel með nýliða Ferrari, Fernando Alonso og hann hafi aldrei verið í vandræðum með liðsfélaga sína. "Hann er klár og veit hvað skiptir máli hjá liðinu og við erum báðir að vinna að sama markmiði", sagði Massa.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira