Réttarríkið í prófi Þorvaldur Gylfason skrifar 4. mars 2010 06:00 Eftir hrun fyrir hálfu öðru ári taldi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS), að Ísland hefði skilyrði til að rífa sig upp úr öldudalnum á tveim til þrem árum. Vegna hrunsins þurftu erlendir kröfuhafar að afskrifa skuldir gömlu bankanna um fjárhæð, sem nam fimmföldu umfangi hagkerfisins, auk mikils fjártjóns Íslendinga sjálfra, sem var talið nema um tvöföldu umfangi hagkerfisins til viðbótar. Keyptu sér friðÞetta er einsdæmi í fjármálasögu heimsins, að bankakerfi lands leggi svo þungar byrðar - jafnvirði sjöfaldra þjóðartekna - á viðskiptamenn sína nær og fjær. Það bætir ekki úr skák, að bankarnir vöfðu stjórnmálaflokkunum um fingur sér, dældu í þá fé og röðuðu flokksmönnum á garðann, einkum Landsbankinn, bersýnilega til að kaupa sér frið frá lögboðnu eftirliti og aðhaldi. Við skulum nefna hlutina réttum nöfnum, svo sem ætla má, að rannsóknarnefnd Alþingis muni einnig gera í skýrslu sinni, þegar hún verður loksins birt: Flokkarnir þágu í reyndinni mútur, og það gerðu einnig einstakir frambjóðendur á þeirra vegum.Þessi skoðun AGS eftir hrun, að endurreisnin tæki tvö til þrjú ár, með IceSave og öllu saman, virtist þá vera í vonbjartara lagi. Ég taldi í ljósi reynslunnar, að batinn myndi líklega taka lengri tíma, jafnvel þótt ríkisstjórnin stæði í stykkinu. Ég lýsti reynslu Færeyinga af kreppunni þar fyrir tuttugu árum til viðmiðunar. Kreppan í Færeyjum var náskyld kreppunni hér. Undirrót beggja var rótgróin spilling.Nú eru horfurnar hér heima mun þyngri en þær voru strax eftir hrun. Ríkisstjórnin hefur brugðizt, enda styðst hún ekki við starfhæfan meiri hluta á Alþingi. Endurreisnin hefur vikið fyrir endalausu þjarki um IceSave. Ríkisstjórnin stendur hjá eins og skelfdur áhorfandi, sem fær ekki rönd við reist. Nýju bankarnir njóta að því er virðist lítils trausts meðal þjóðarinnar, enda er margt enn á huldu um starfsemi þeirra, meðal annars um eignarhald og afskriftir ógoldinna skulda auðmanna. Nýjasta dæmið er Finnur Ingólfsson, fyrrum ráðherra og seðlabankastjóri. Sporin hræðaVanræksla ríkisstjórnarinnar er ekki bundin við ráðleysi í endurreisnarstarfinu og efnahagsmálum. Ríkisstjórnin þurfti að verða við áskorunum okkar, sem mæltum frá byrjun með erlendri rannsókn á tildrögum hrunsins, en hún færðist undan. Undir stjórn óháðra erlendra manna hefði rannsóknin verið hafin yfir sanngjarnan vafa um hlutdrægni.Skömmu fyrir hrun komust gömul hlerunarmál í hámæli. Ég er ekki að skipta um umræðuefni. Dómsmálaráðuneytið fól sýslumanninum á Akranesi að rannsaka málið, en rannsóknin reyndist marklaus. Niðurstaða hennar, að engin ástæða væri til frekari rannsóknar, var ráðin fyrir fram, þar eð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar kaus ekki að leysa vitni undan lögboðinni þagnarskyldu. Við yfirheyrslurnar sögðu vitnin því lög standa í vegi fyrir, að þau greindu frá vitneskju sinni, og var þá ekki aðhafzt frekar. Í hópi vitnanna var reyndur lögreglumaður, sem gerþekkir hlerunarmálin marga áratugi aftur í tímann. Þetta dæmi frá 2006-7 segir í rauninni allt, sem segja þarf um ástæðuna til þess, að fólkið í landinu vantreystir réttarkerfinu. Réttarvarzla í sjálftökusamfélagiDómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins skipaði sýslumanninn á Akranesi nokkru síðar sérstakan saksóknara vegna hrunsins. Á sérstökum saksóknara og ríkissaksóknara hvílir nú sú skylda að leggja fram skotheldar kærur á hendur þeim tugum manna, sem virðast hafa gert sig seka um refsivert athæfi í aðdraganda einkavæðingar bankanna og síðan hrunsins. Að öðrum kosti hlýtur traust þjóðarinnar á dómskerfinu að þverra enn frekar en orðið er. Fari svo, mun þeim fjölga, sem líta svo á, að Ísland sé í reyndinni ekki réttarríki, ef vel tengdir sakamenn virðast hafnir yfir lög og rétt svo sem algengt er í spilltum þriðjaheimsríkjum, til dæmis í Keníu. Þar er engin hefð fyrir því, að armur laganna nái til spilltra stjórnmálamanna og bandamanna þeirra í viðskiptalífinu. Þeir eru ósnertanlegir. Verði niðurstaðan hin sama hér heima, mun liggja við sjálft, að samfélagið liðist í sundur. En þá mun erlend réttarvarzla - lögregla, ákæruvald og dómstólar - taka við keflinu. Erlend fórnarlömb bankaþrjótanna munu ekki láta bjóða sér annað. Lögin ná yfir landamæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Eftir hrun fyrir hálfu öðru ári taldi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS), að Ísland hefði skilyrði til að rífa sig upp úr öldudalnum á tveim til þrem árum. Vegna hrunsins þurftu erlendir kröfuhafar að afskrifa skuldir gömlu bankanna um fjárhæð, sem nam fimmföldu umfangi hagkerfisins, auk mikils fjártjóns Íslendinga sjálfra, sem var talið nema um tvöföldu umfangi hagkerfisins til viðbótar. Keyptu sér friðÞetta er einsdæmi í fjármálasögu heimsins, að bankakerfi lands leggi svo þungar byrðar - jafnvirði sjöfaldra þjóðartekna - á viðskiptamenn sína nær og fjær. Það bætir ekki úr skák, að bankarnir vöfðu stjórnmálaflokkunum um fingur sér, dældu í þá fé og röðuðu flokksmönnum á garðann, einkum Landsbankinn, bersýnilega til að kaupa sér frið frá lögboðnu eftirliti og aðhaldi. Við skulum nefna hlutina réttum nöfnum, svo sem ætla má, að rannsóknarnefnd Alþingis muni einnig gera í skýrslu sinni, þegar hún verður loksins birt: Flokkarnir þágu í reyndinni mútur, og það gerðu einnig einstakir frambjóðendur á þeirra vegum.Þessi skoðun AGS eftir hrun, að endurreisnin tæki tvö til þrjú ár, með IceSave og öllu saman, virtist þá vera í vonbjartara lagi. Ég taldi í ljósi reynslunnar, að batinn myndi líklega taka lengri tíma, jafnvel þótt ríkisstjórnin stæði í stykkinu. Ég lýsti reynslu Færeyinga af kreppunni þar fyrir tuttugu árum til viðmiðunar. Kreppan í Færeyjum var náskyld kreppunni hér. Undirrót beggja var rótgróin spilling.Nú eru horfurnar hér heima mun þyngri en þær voru strax eftir hrun. Ríkisstjórnin hefur brugðizt, enda styðst hún ekki við starfhæfan meiri hluta á Alþingi. Endurreisnin hefur vikið fyrir endalausu þjarki um IceSave. Ríkisstjórnin stendur hjá eins og skelfdur áhorfandi, sem fær ekki rönd við reist. Nýju bankarnir njóta að því er virðist lítils trausts meðal þjóðarinnar, enda er margt enn á huldu um starfsemi þeirra, meðal annars um eignarhald og afskriftir ógoldinna skulda auðmanna. Nýjasta dæmið er Finnur Ingólfsson, fyrrum ráðherra og seðlabankastjóri. Sporin hræðaVanræksla ríkisstjórnarinnar er ekki bundin við ráðleysi í endurreisnarstarfinu og efnahagsmálum. Ríkisstjórnin þurfti að verða við áskorunum okkar, sem mæltum frá byrjun með erlendri rannsókn á tildrögum hrunsins, en hún færðist undan. Undir stjórn óháðra erlendra manna hefði rannsóknin verið hafin yfir sanngjarnan vafa um hlutdrægni.Skömmu fyrir hrun komust gömul hlerunarmál í hámæli. Ég er ekki að skipta um umræðuefni. Dómsmálaráðuneytið fól sýslumanninum á Akranesi að rannsaka málið, en rannsóknin reyndist marklaus. Niðurstaða hennar, að engin ástæða væri til frekari rannsóknar, var ráðin fyrir fram, þar eð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar kaus ekki að leysa vitni undan lögboðinni þagnarskyldu. Við yfirheyrslurnar sögðu vitnin því lög standa í vegi fyrir, að þau greindu frá vitneskju sinni, og var þá ekki aðhafzt frekar. Í hópi vitnanna var reyndur lögreglumaður, sem gerþekkir hlerunarmálin marga áratugi aftur í tímann. Þetta dæmi frá 2006-7 segir í rauninni allt, sem segja þarf um ástæðuna til þess, að fólkið í landinu vantreystir réttarkerfinu. Réttarvarzla í sjálftökusamfélagiDómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins skipaði sýslumanninn á Akranesi nokkru síðar sérstakan saksóknara vegna hrunsins. Á sérstökum saksóknara og ríkissaksóknara hvílir nú sú skylda að leggja fram skotheldar kærur á hendur þeim tugum manna, sem virðast hafa gert sig seka um refsivert athæfi í aðdraganda einkavæðingar bankanna og síðan hrunsins. Að öðrum kosti hlýtur traust þjóðarinnar á dómskerfinu að þverra enn frekar en orðið er. Fari svo, mun þeim fjölga, sem líta svo á, að Ísland sé í reyndinni ekki réttarríki, ef vel tengdir sakamenn virðast hafnir yfir lög og rétt svo sem algengt er í spilltum þriðjaheimsríkjum, til dæmis í Keníu. Þar er engin hefð fyrir því, að armur laganna nái til spilltra stjórnmálamanna og bandamanna þeirra í viðskiptalífinu. Þeir eru ósnertanlegir. Verði niðurstaðan hin sama hér heima, mun liggja við sjálft, að samfélagið liðist í sundur. En þá mun erlend réttarvarzla - lögregla, ákæruvald og dómstólar - taka við keflinu. Erlend fórnarlömb bankaþrjótanna munu ekki láta bjóða sér annað. Lögin ná yfir landamæri.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun