Button: Nýjungar nauðsynlegar í titilslagnum 6. júlí 2010 11:38 Nico Rosberg, Jenson Button, Adrian Newey og Mark Webber voru meðal ökumanna á Goodwood aksturshátíðinni í Bretlandi um helgina. Mynd: Getty Images Meistarinn Jenson Button hjá McLaren verður í faðmi aðdáenda sinna á Silverstone brautinni um næstu helgi, en hann er breskur í húð og hár. Hann er í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton í stigamótinu og báðir eru þeir Bretar og verður vel fagnað. "Við verðum að bæta okkur á heimavelli og verðum að auka virkni bílsins ef við eigum að eiga möguleika í Red Bull og tvö önnur lið. Það er áskorun að bæta bílinn með nýjum hlutum og útfæra bílinn. Þetta er nokkuð sem þarf að gera ef við ætlum að berjast um titilinn", sagði Button í frétt á autosport.com, en Santander bankinn stóð fyrir kynningu á næsta móti á Silverstone sem það styður dyggilega. Button segir að það taki lið stundum tíma að útfæra nýja hluti, sem er hluti af þróunarvinnunni. "Vonandi hittum við í mark um helgina og það er markmið okkar og það má í raun ekkert gefa eftir í mótum ársins. Menn verða að vera í stöðugri baráttu á toppnum. Það er mikilvægt. Ég vil ekki hugsa um að nýir hlutir virki ekki, en þeir eru prófaðir í vindgöngum, síðan í ökuhermi og prófaðir margoft áður en mætt er á brautina. Svo þarf að fínpússa allt saman og það verður mikið um að vera á föstudag og laugardag", sagði Button. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða á breyttri Silverstone braut á föstudaginn kl. 19.30 á Stöð 2 Sport. Síðan er sýnt frá lokaæfingu á laugardag kl. 08.55, tímatöku kl. 11.45 og kappakstrinum á sunnudag kl. 11.30. Þá er loks endamarkið á dagskrá kl. 14.15. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Meistarinn Jenson Button hjá McLaren verður í faðmi aðdáenda sinna á Silverstone brautinni um næstu helgi, en hann er breskur í húð og hár. Hann er í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton í stigamótinu og báðir eru þeir Bretar og verður vel fagnað. "Við verðum að bæta okkur á heimavelli og verðum að auka virkni bílsins ef við eigum að eiga möguleika í Red Bull og tvö önnur lið. Það er áskorun að bæta bílinn með nýjum hlutum og útfæra bílinn. Þetta er nokkuð sem þarf að gera ef við ætlum að berjast um titilinn", sagði Button í frétt á autosport.com, en Santander bankinn stóð fyrir kynningu á næsta móti á Silverstone sem það styður dyggilega. Button segir að það taki lið stundum tíma að útfæra nýja hluti, sem er hluti af þróunarvinnunni. "Vonandi hittum við í mark um helgina og það er markmið okkar og það má í raun ekkert gefa eftir í mótum ársins. Menn verða að vera í stöðugri baráttu á toppnum. Það er mikilvægt. Ég vil ekki hugsa um að nýir hlutir virki ekki, en þeir eru prófaðir í vindgöngum, síðan í ökuhermi og prófaðir margoft áður en mætt er á brautina. Svo þarf að fínpússa allt saman og það verður mikið um að vera á föstudag og laugardag", sagði Button. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða á breyttri Silverstone braut á föstudaginn kl. 19.30 á Stöð 2 Sport. Síðan er sýnt frá lokaæfingu á laugardag kl. 08.55, tímatöku kl. 11.45 og kappakstrinum á sunnudag kl. 11.30. Þá er loks endamarkið á dagskrá kl. 14.15.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira