Ferrari komið í alvöru titilslag á ný 12. september 2010 19:28 Ferrari liðið kampakátt á verðlaunapallinum á Monza brautinni á Ítalíu í dag. Mynd: Getty Images Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari telur að lið sitt sé nú komið fyrir alvöru í baráttu um meistaratitlanna í Formúlu 1 eftir að liðið náði fyrsta og þriðja sæti á heimavelli liðsins á Monza brautinni á Ítalíu. Alonso hefur minnkað bilið á milli sín og forystumanns stigamótsins, sem var Lewis Hamilton en er nú Mark Webber úr 41 stigi í 21. "Auðvitað erum við hamingjusamir að hafa náð þessum árangri fyrir framan landa okkar", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. "Það var magnað að vera á verðlaunapallinum og finna stemmninguna, með mannhafið fyrir neðan og hafsjó af rauðum stuðningsmönnum, sem syngja þjóðsönginn." Domenicali segir að Ferrari hafi náð markmiði liðsins að minnka bilið í forystumennina. "Núna verður allt galopið til loka. Mótin hafa verið sérkennileg á þessu ári. Ef einhver gerir mistök eða lendir í ógöngum, þá stökkva keppinautarnir til og jafna leikinn. Það er mjög mikilvæg að sýna stöðugleika til loka og við sjáum hvað gerist í Abu Dhabi." Ferrari skákaði Jenson Button og McLaren eftir þjónustuhlé, en Domenicali telur að Ferrari hefði unnið, sama hvaða þjónustuáætlun hefði verið beitt, en Button tók hlé á undan Alonso. Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren samsinnti því. "Við töpuðum af fyrsta sætinu í ræsingunni og reyndum því að skilja hvað væri best fyrir okkur að gera í kappakstrinum til að komast framúr á ný. Við vorum nærri því að kalla Alonso inn í sama hring og Jenson. Reynsla okkar frá mótinu í Kanada kenndi okkur lexíu og Alonso ók góðan hring fyrir hlé. Hléið var fullkomið og það gerði gæfumuninn. Við náðum fyrsta sæti í stað öðru." Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari telur að lið sitt sé nú komið fyrir alvöru í baráttu um meistaratitlanna í Formúlu 1 eftir að liðið náði fyrsta og þriðja sæti á heimavelli liðsins á Monza brautinni á Ítalíu. Alonso hefur minnkað bilið á milli sín og forystumanns stigamótsins, sem var Lewis Hamilton en er nú Mark Webber úr 41 stigi í 21. "Auðvitað erum við hamingjusamir að hafa náð þessum árangri fyrir framan landa okkar", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. "Það var magnað að vera á verðlaunapallinum og finna stemmninguna, með mannhafið fyrir neðan og hafsjó af rauðum stuðningsmönnum, sem syngja þjóðsönginn." Domenicali segir að Ferrari hafi náð markmiði liðsins að minnka bilið í forystumennina. "Núna verður allt galopið til loka. Mótin hafa verið sérkennileg á þessu ári. Ef einhver gerir mistök eða lendir í ógöngum, þá stökkva keppinautarnir til og jafna leikinn. Það er mjög mikilvæg að sýna stöðugleika til loka og við sjáum hvað gerist í Abu Dhabi." Ferrari skákaði Jenson Button og McLaren eftir þjónustuhlé, en Domenicali telur að Ferrari hefði unnið, sama hvaða þjónustuáætlun hefði verið beitt, en Button tók hlé á undan Alonso. Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren samsinnti því. "Við töpuðum af fyrsta sætinu í ræsingunni og reyndum því að skilja hvað væri best fyrir okkur að gera í kappakstrinum til að komast framúr á ný. Við vorum nærri því að kalla Alonso inn í sama hring og Jenson. Reynsla okkar frá mótinu í Kanada kenndi okkur lexíu og Alonso ók góðan hring fyrir hlé. Hléið var fullkomið og það gerði gæfumuninn. Við náðum fyrsta sæti í stað öðru."
Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira