Rosberg stendur betur að vígi en Schumacher 22. júlí 2010 12:01 Lewis Hamilton er efstur í stigamótinu, en Nico Rosberg vinur hans var á verðlaunapalli með honum í síðustu keppni sem var á Silverstone. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Nico Rosberg keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina og ekur Mercedes, sem er heimamerki, þó bækistöðvar liðsins séu í Bretlandi. Honum og Michael Schumacher verður örugglega vel fagnað á heimavelli, en Rosberg er ofar landa sínum í stigamótinu. Rosberg komst á verðlaunapall í síðustu keppni, sem var á Silverstone, en hann varð í þriðja sæti á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton, en sá síðarnefndi er ágætur vinur hans frá fyrri tíð. "Þýski kappaksturinn er alltaf sérstakur fyrir þýskan ökumann og enn frekar, þar sem ég keyri fyrir Mercedes", sagði Rosberg í fréttatilkynningu liðsins á f1.com. "Ég á góðar minningar frá Hockenheim, þar sem ég vann í þremur undirmótaröðum sem ég keppti í á brautinni og vann minn fyrsta sigur í opnum kappakstursbíl á brautinni. Það er mögnuð stemmning og ótrúlegur hávaði á áhorfendasvæðinu og gaman að upplifa stuðning áhorfenda við þýska ökumenn." "Ég elska brautina, sem reynir talsvert á. Það eru staðir til framúraksturs og mótin geta verið spennandi. Það er gott veganesti að mæta í mótið eftir að hafa komist á verðlaunapall í síðustu keppni. Við munum vinna að því að kappi að bæta bílinn og stefnum á árangursríka mótshelgi", sagði Rosberg. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Hockenheim á föstudag á Stöð 2 Sport kl. 19.30, lokæfingunni á laugardag kl. 08.55 og tímatökunni kl. 11.45. Kappaksturinn er sýndur, eins og tímatakan daginn áður í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30. Þátturinn Endamarkið er strax eftir keppni í læstri dagskrá. Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Þjóðverjinn Nico Rosberg keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina og ekur Mercedes, sem er heimamerki, þó bækistöðvar liðsins séu í Bretlandi. Honum og Michael Schumacher verður örugglega vel fagnað á heimavelli, en Rosberg er ofar landa sínum í stigamótinu. Rosberg komst á verðlaunapall í síðustu keppni, sem var á Silverstone, en hann varð í þriðja sæti á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton, en sá síðarnefndi er ágætur vinur hans frá fyrri tíð. "Þýski kappaksturinn er alltaf sérstakur fyrir þýskan ökumann og enn frekar, þar sem ég keyri fyrir Mercedes", sagði Rosberg í fréttatilkynningu liðsins á f1.com. "Ég á góðar minningar frá Hockenheim, þar sem ég vann í þremur undirmótaröðum sem ég keppti í á brautinni og vann minn fyrsta sigur í opnum kappakstursbíl á brautinni. Það er mögnuð stemmning og ótrúlegur hávaði á áhorfendasvæðinu og gaman að upplifa stuðning áhorfenda við þýska ökumenn." "Ég elska brautina, sem reynir talsvert á. Það eru staðir til framúraksturs og mótin geta verið spennandi. Það er gott veganesti að mæta í mótið eftir að hafa komist á verðlaunapall í síðustu keppni. Við munum vinna að því að kappi að bæta bílinn og stefnum á árangursríka mótshelgi", sagði Rosberg. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Hockenheim á föstudag á Stöð 2 Sport kl. 19.30, lokæfingunni á laugardag kl. 08.55 og tímatökunni kl. 11.45. Kappaksturinn er sýndur, eins og tímatakan daginn áður í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30. Þátturinn Endamarkið er strax eftir keppni í læstri dagskrá.
Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira