Alonso: Sérstök tilfinning að vinna á Monza 12. september 2010 17:40 Fernando Alonso var vel fagnað á Monza brautinni í dag. Mynd: Getty Images Fernando Alonso var hylltur af heimamönnum á Monza brautinni á Ítalíu í dag þegar Ferrrari vann 18 sigurinn á brautinni, sem er met hjá bílasmið á einni og sömu brautinni. Alonso líkti sigrinum við sigur sem hann vann í heimalandi sínu árið 2006 á Barcelona brautinni. "Það er bara hægt að bera þessa tilfinningu saman við það þegar ég vann í Barcelona árið 2006, á heimavelli mínum. Það var sérstök tilfinning og þessi upplifun er sérstök líka. Frábær tilfinning eftir erfitt mót. Button keyrði vel og við reyndum að koma báðum Ferrari bílum í toppsætin. Button keyrði vel eftir ræsinguna og liðið stóð sig vel með snöggu þjónustuhléi og það er þeim að þakka að ég sit hér. Við fórum framúr á þjónustusvæðinu", sagði Alonso á fundi með fréttamönnum eftir keppnina. Button náði forystunni í mótinu af Alonso í upphafi, en Alonso var fremstur á ráslínu . Button fór á undan Alonso í þjónustuhlé og Alonso var spurður hvort það hefði verið jólagjöf í hans huga. "Nei. Við vorum að spá í að taka hlé á svipuðum tíma, en þetta var spurning um þennan hring eða næsta. Við reyndum að tímasetja þetta rétt. Ég gat ekið næsta hring hratt og treysti á þjónustumennina og þeir voru framúrskarandi." Með sigrinum hefur Alonso bætt stöðu sína í stigamótinu til muna. Mark Webber er efstur með 183 stig, Lewis Hamilton er með 182, Alonso 166, Button 165 og Sebastian Vettel 163. "Ég tel að hagstæð úrslit gefi meira sjálfstraust og eykur áfergju liðsins í að standa sig vel og að gefast ekki upp í titilslagnum. Við vitum að ein góð keppni, eða slæm getur breytt stöðunni í stigamótinu mikið með nýju stigagjöfinni. Við verðum að vera rólegir. Við verðum að vera þéttir í síðustu fimm mótunum og verðum að komast á verðlaunapallinn. Það er lykilinn. Við munum fagna í kvöld og njótum næstu daga", sagði Alonso sem verður í heimsókn hjá Ferrari í Maranello næstu tvo daga og ætlar að þakka rækilega fyrir sig. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso var hylltur af heimamönnum á Monza brautinni á Ítalíu í dag þegar Ferrrari vann 18 sigurinn á brautinni, sem er met hjá bílasmið á einni og sömu brautinni. Alonso líkti sigrinum við sigur sem hann vann í heimalandi sínu árið 2006 á Barcelona brautinni. "Það er bara hægt að bera þessa tilfinningu saman við það þegar ég vann í Barcelona árið 2006, á heimavelli mínum. Það var sérstök tilfinning og þessi upplifun er sérstök líka. Frábær tilfinning eftir erfitt mót. Button keyrði vel og við reyndum að koma báðum Ferrari bílum í toppsætin. Button keyrði vel eftir ræsinguna og liðið stóð sig vel með snöggu þjónustuhléi og það er þeim að þakka að ég sit hér. Við fórum framúr á þjónustusvæðinu", sagði Alonso á fundi með fréttamönnum eftir keppnina. Button náði forystunni í mótinu af Alonso í upphafi, en Alonso var fremstur á ráslínu . Button fór á undan Alonso í þjónustuhlé og Alonso var spurður hvort það hefði verið jólagjöf í hans huga. "Nei. Við vorum að spá í að taka hlé á svipuðum tíma, en þetta var spurning um þennan hring eða næsta. Við reyndum að tímasetja þetta rétt. Ég gat ekið næsta hring hratt og treysti á þjónustumennina og þeir voru framúrskarandi." Með sigrinum hefur Alonso bætt stöðu sína í stigamótinu til muna. Mark Webber er efstur með 183 stig, Lewis Hamilton er með 182, Alonso 166, Button 165 og Sebastian Vettel 163. "Ég tel að hagstæð úrslit gefi meira sjálfstraust og eykur áfergju liðsins í að standa sig vel og að gefast ekki upp í titilslagnum. Við vitum að ein góð keppni, eða slæm getur breytt stöðunni í stigamótinu mikið með nýju stigagjöfinni. Við verðum að vera rólegir. Við verðum að vera þéttir í síðustu fimm mótunum og verðum að komast á verðlaunapallinn. Það er lykilinn. Við munum fagna í kvöld og njótum næstu daga", sagði Alonso sem verður í heimsókn hjá Ferrari í Maranello næstu tvo daga og ætlar að þakka rækilega fyrir sig.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira