Viðskipti erlent

Danske Bank: Brasilía vinnur HM í fótbolta

Sérfræðingar Danske Bank hafa reiknað það út á vísindalegan hátt að landslið Brasilíu muni vinna HM í fótbolta sem hefst í næsta mánuði.

Vefsíðan business.dk fjallar um málið en þar kemur fram að Brasilía og Þýskaland muni mætast í úrslitaleik HM að mati Danske Bank.

Leið Brasilíu í úrslitaleikinn verður þannig að í átta liða úrslitunum munu þeir vinna Holland og í undanúrslitunum muni þeir vinna England. Leið Þýskalands verður þannig að í átta liða úrslitunum munu þeir vinna Argentínu og í undanúrslitunum munu þeir vinna Ítalíu.

Útreikningar Danske Bank byggja á hagfræðilíkani sem þeir hafa yfirfært í fótboltalíkan. Í þessum útreikningum er tekið tillit til meðaltekna hjá þeim þjóðum sem senda lið á HM, fólksfjölda, fótboltasögu og hefða, núverandi form á viðkomandi landsliði, fjölda af ofurstjörnum og hagnaðinn af heimavelli.

Samkvæmt þessu líkani Danske Bank á Danmörku ekki mikla möguleika á að blanda sér í toppslaginn. Danska Bank gerir ráð fyrir að danska landsliðið verði sent heim eftir riðlakeppnina.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×