Finlandia Vodka Cup var haldið á NASA á fimmtudaginn síðasta í samstarfi við Barþjónaklúbb Íslands. Um var að ræða stærstu barþjónakeppni sem haldin hefur verið á Íslandi.
Fjöldi fólks fylgdist með 43 barþjónum framreiða drykki eins og sjá má á myndunum.
Sigurvegarar voru Eyrún Huld Gísladóttir frá Silfur, Hreinn Hjartarson frá Silfur og Daníel Óli Þorláksson frá Veitingarstaðnum LAVA.