Vanir menn á villigötum Þórarinn Þórarinsson skrifar 11. maí 2010 12:30 Bruce Willis og Tracy Morgan. Kvikmyndir ** Cop Out Leikstjóri: Kevin Smith Aðalhlutverk: Bruce Willis, Tracy Morgan, Ana de la Reguera, Seann William Scott Kevin Smith er fyndinn náungi og skemmtilegur leikstjóri. Myndir eins og Dogma, Chasing Amy, Mallrats og Clerks eru nokkur dæmi um að Smith er með húmorinn í lagi. Honum fer líka best að leikstýra myndum sem hann hefur sjálfur skrifað og því er ekki gott að átta sig á hvað fékk hann til þess að leikstýra Cop Out þar sem hún er hvorki gerð eftir handriti hans né grunnhugmynd. Smith bregst því bogalistin illilega að þessu sinni þótt hann hafi yfir ágætis leikurum að ráða. Handritið er bara of þvælt, ómarkvisst og engan veginn nógu fyndið. Þetta skolast svo allt til í höndunum á Smith sem fer stefnulaust út um víðan völl. Jimmy (Bruce Willis) og Paul (Tracy Morgan) hafa verið félagar í löggunni í New York í níu ár. Þeir vinna ágætlega saman þótt þeir séu ólíkir. Jimmy er mátulega pirraður og lokaður en Paul er málóður trúður. Báðir eru þeir þjakaðir af vandamálum í einkalífinu þar sem Jimmy hefur ekki efni á að borga fyrir brúðkaup dóttur sinnar og Paul er viss um að konan sín haldi fram hjá sér. Til þess að gera stöðu þeirra enn verri er þeim vikið frá störfum í mánuð án launa eftir að þeir klúðra handtöku á dópsala. Jimmy bregður þá á það ráð að selja sjaldgæft og forláta hafnaboltaspjald, sem hann erfði eftir föður sinn, til þess að fjármagna brúðkaupið. Spjaldinu er stolið áður en honum tekst að koma því í verð og það endar í höndum umfangsmikils glæpaforingja og fíkniefnasala. Þeir félagar ráðast því til atlögu við óþjóðalýðinn og kynnast í leiðinni gullfallegri þokkadís frá Mexíkó sem ribbaldarnir eru á hælunum á og þreytandi innbrotsþjófi og brimbrettagæja sem Seann William Scott leikur eins og honum einum er lagið. Það er sem sagt meira en nóg að gerast í Cop Out en þar sem þræðirnir eru ekki fléttaðir nógu þétt saman finnst manni maður stundum þjást af athyglisbresti og áttar sig ekki alltaf á hvert er verið að fara með þessu öllu saman. Myndin er þó sem betur fer stundum fyndin, aðallega þegar William Scott mætir, en Morgan sem á að vera brandarakallinn er ansi brokkgengur. Einhver spenna næst líka upp á köflum en því miður er þetta allt saman svo klisjukennt að hasarinn lognast einhvern veginn út af. Bruce Willis stendur þó vitaskuld fyrir sínu, þannig lagað, enda gæti hann leikið svona löggu blindandi. Hann bjargar þó litlu að þessu sinni og er stundum eins og álfur út úr hól. Niðurstaða: Stefnulaus og þvæld grínspennumynd sem er ekkert sérstaklega fyndin og nær ekki upp neinni raunverulegri spennu. Bruce Willis er samt sjálfum sér líkur en það dugar ekki til. Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Kvikmyndir ** Cop Out Leikstjóri: Kevin Smith Aðalhlutverk: Bruce Willis, Tracy Morgan, Ana de la Reguera, Seann William Scott Kevin Smith er fyndinn náungi og skemmtilegur leikstjóri. Myndir eins og Dogma, Chasing Amy, Mallrats og Clerks eru nokkur dæmi um að Smith er með húmorinn í lagi. Honum fer líka best að leikstýra myndum sem hann hefur sjálfur skrifað og því er ekki gott að átta sig á hvað fékk hann til þess að leikstýra Cop Out þar sem hún er hvorki gerð eftir handriti hans né grunnhugmynd. Smith bregst því bogalistin illilega að þessu sinni þótt hann hafi yfir ágætis leikurum að ráða. Handritið er bara of þvælt, ómarkvisst og engan veginn nógu fyndið. Þetta skolast svo allt til í höndunum á Smith sem fer stefnulaust út um víðan völl. Jimmy (Bruce Willis) og Paul (Tracy Morgan) hafa verið félagar í löggunni í New York í níu ár. Þeir vinna ágætlega saman þótt þeir séu ólíkir. Jimmy er mátulega pirraður og lokaður en Paul er málóður trúður. Báðir eru þeir þjakaðir af vandamálum í einkalífinu þar sem Jimmy hefur ekki efni á að borga fyrir brúðkaup dóttur sinnar og Paul er viss um að konan sín haldi fram hjá sér. Til þess að gera stöðu þeirra enn verri er þeim vikið frá störfum í mánuð án launa eftir að þeir klúðra handtöku á dópsala. Jimmy bregður þá á það ráð að selja sjaldgæft og forláta hafnaboltaspjald, sem hann erfði eftir föður sinn, til þess að fjármagna brúðkaupið. Spjaldinu er stolið áður en honum tekst að koma því í verð og það endar í höndum umfangsmikils glæpaforingja og fíkniefnasala. Þeir félagar ráðast því til atlögu við óþjóðalýðinn og kynnast í leiðinni gullfallegri þokkadís frá Mexíkó sem ribbaldarnir eru á hælunum á og þreytandi innbrotsþjófi og brimbrettagæja sem Seann William Scott leikur eins og honum einum er lagið. Það er sem sagt meira en nóg að gerast í Cop Out en þar sem þræðirnir eru ekki fléttaðir nógu þétt saman finnst manni maður stundum þjást af athyglisbresti og áttar sig ekki alltaf á hvert er verið að fara með þessu öllu saman. Myndin er þó sem betur fer stundum fyndin, aðallega þegar William Scott mætir, en Morgan sem á að vera brandarakallinn er ansi brokkgengur. Einhver spenna næst líka upp á köflum en því miður er þetta allt saman svo klisjukennt að hasarinn lognast einhvern veginn út af. Bruce Willis stendur þó vitaskuld fyrir sínu, þannig lagað, enda gæti hann leikið svona löggu blindandi. Hann bjargar þó litlu að þessu sinni og er stundum eins og álfur út úr hól. Niðurstaða: Stefnulaus og þvæld grínspennumynd sem er ekkert sérstaklega fyndin og nær ekki upp neinni raunverulegri spennu. Bruce Willis er samt sjálfum sér líkur en það dugar ekki til.
Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira