Gullnáman í Hollywood 16. desember 2010 06:00 Shrek hefur malað gull fyrir Dreamworks Animation sem mætir til leiks með nýja mynd, Megamind, en hún hefur fengið prýðilega dóma. Megamind mun þó sennilega ekki ná ámóta fjárhæðum í kassann líkt og Shrek hefur gert en græna tröllið kemst ekki nálægt Bósa og Vidda úr Toy Story ferlíkinu, sem hefur selt leikföng fyrir níu milljarða. Teiknimyndir eru ævintýri dagsins í dag, börnin þekkja geimlögguna Bósa og kúrekann Vidda jafn vel og foreldrarnir Hans og Grétu eða Mjallhvíti. Teiknimyndirnar eru hins vegar ekki góðverk af hendi Hollywood heldur eru háar fjárhæðir í húfi. Megamind, nýjasta teiknimyndin frá Dreamworks, flýgur í kvikmyndahús um helgina. Myndin gerir góðlátlegt grín að frægustu ofurhetju allra tíma, sjálfum Súperman. Söguþráðurinn er á þá leið að ofurþrjóturinn Megamind er sendur frá foreldrum sínum um það leyti sem plánetan hans er að springa í loft upp. Hann er hins vegar ekki eina geimveran á leið til jarðar því Metro Man er sömuleiðis sendur til jarðar þegar foreldrar hans bjarga honum frá útrýmingu heimilisins. Megamind og Metro Man verða fljótt erkióvinir, Megamind tekur þrjótshlutverkið að sér en Metro Man herjar á hann með ofurkröftum sínum. Eins og gefur að skilja hefur Metro Man yfirleitt betur þar til að dag einn játar hann sig sigraðan og hverfur af yfirborði jarðar. Í stað þess að kætast finnur Megamind fyrir ákveðinni tómleikatilfinningu og bregður á það ráð að skapa nýjan óvin með skelfilegum afleiðingum. Þeir sem ljá aðalpersónum myndarinnar raddir sínar eru engar smástjörnur en þetta eru þeir Jonah Hill, Seth Rogen og Brad Pitt. Foreldrar, sem vilja kannski senda stóru kvikmyndaverunum úti í Bandaríkjunum þakkarbréf fyrir góða fjölskylduskemmtun, skyldu hafa í huga að svona teiknimynd er ekki unnin í sjálfboðavinnu, teiknimyndagerð er ekki góðgerðastarfsemi og það er síður en svo tilviljun að öll stóru kvikmyndaverin reyni að frumsýna að minnsta kosti eina slíka á hverju ári. Þetta er einfaldlega gróðafyrirtæki. Shrek 2, sem var frumsýnd fyrir sex árum aflaði 436 milljóna dollara í miðasölu í Bandaríkjunum og situr í fimmta sæti yfir mestsóttu kvikmyndir Bandaríkjanna. Miðasalan er þó bara einn hluti af teiknimyndaframleiðslunni, því ólíkt hefðbundnum myndum selja þær dúkkur, glös, diska, hnífapör, töskur og svo framvegis. Þetta er auðvitað mikill línudans, börn eru engin fífl og Shrek 3 var harðlega gagnrýnd fyrir það hvað hún var léleg og eingöngu gerð til selja vörur tengdar vörumerkinu. Hið sama verður ekki sagt um Toy Story 3. Hún er tilnefnd til Golden Globe verðlauna sem besta teiknimyndin og náði í ár að selja miða á heimsvísu fyrir 903 milljónir dala. Hárin á höfði forráðamanna Disney-fyrirtækisins þurfa ekki að rísa því allt útlit er fyrir að vörur tengdar Toy Story 3 muni seljast fyrir 2,4 milljarða dala. Og samanlagt hafa þá myndirnar þrjár selt leikföng og aðra hluti fyrir 9 milljarða dala. Þótt Toy Story 3 ævintýrið sé nú að baki hyggjast forráðamenn Disney framleiða fjórar stuttmyndir fyrir sjónvarp og net til að halda lífi í eftirspurninni. Enda engin ástæða til að slátra gullkálfinum. freyrgigja@frettabladid.is Golden Globes Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Teiknimyndir eru ævintýri dagsins í dag, börnin þekkja geimlögguna Bósa og kúrekann Vidda jafn vel og foreldrarnir Hans og Grétu eða Mjallhvíti. Teiknimyndirnar eru hins vegar ekki góðverk af hendi Hollywood heldur eru háar fjárhæðir í húfi. Megamind, nýjasta teiknimyndin frá Dreamworks, flýgur í kvikmyndahús um helgina. Myndin gerir góðlátlegt grín að frægustu ofurhetju allra tíma, sjálfum Súperman. Söguþráðurinn er á þá leið að ofurþrjóturinn Megamind er sendur frá foreldrum sínum um það leyti sem plánetan hans er að springa í loft upp. Hann er hins vegar ekki eina geimveran á leið til jarðar því Metro Man er sömuleiðis sendur til jarðar þegar foreldrar hans bjarga honum frá útrýmingu heimilisins. Megamind og Metro Man verða fljótt erkióvinir, Megamind tekur þrjótshlutverkið að sér en Metro Man herjar á hann með ofurkröftum sínum. Eins og gefur að skilja hefur Metro Man yfirleitt betur þar til að dag einn játar hann sig sigraðan og hverfur af yfirborði jarðar. Í stað þess að kætast finnur Megamind fyrir ákveðinni tómleikatilfinningu og bregður á það ráð að skapa nýjan óvin með skelfilegum afleiðingum. Þeir sem ljá aðalpersónum myndarinnar raddir sínar eru engar smástjörnur en þetta eru þeir Jonah Hill, Seth Rogen og Brad Pitt. Foreldrar, sem vilja kannski senda stóru kvikmyndaverunum úti í Bandaríkjunum þakkarbréf fyrir góða fjölskylduskemmtun, skyldu hafa í huga að svona teiknimynd er ekki unnin í sjálfboðavinnu, teiknimyndagerð er ekki góðgerðastarfsemi og það er síður en svo tilviljun að öll stóru kvikmyndaverin reyni að frumsýna að minnsta kosti eina slíka á hverju ári. Þetta er einfaldlega gróðafyrirtæki. Shrek 2, sem var frumsýnd fyrir sex árum aflaði 436 milljóna dollara í miðasölu í Bandaríkjunum og situr í fimmta sæti yfir mestsóttu kvikmyndir Bandaríkjanna. Miðasalan er þó bara einn hluti af teiknimyndaframleiðslunni, því ólíkt hefðbundnum myndum selja þær dúkkur, glös, diska, hnífapör, töskur og svo framvegis. Þetta er auðvitað mikill línudans, börn eru engin fífl og Shrek 3 var harðlega gagnrýnd fyrir það hvað hún var léleg og eingöngu gerð til selja vörur tengdar vörumerkinu. Hið sama verður ekki sagt um Toy Story 3. Hún er tilnefnd til Golden Globe verðlauna sem besta teiknimyndin og náði í ár að selja miða á heimsvísu fyrir 903 milljónir dala. Hárin á höfði forráðamanna Disney-fyrirtækisins þurfa ekki að rísa því allt útlit er fyrir að vörur tengdar Toy Story 3 muni seljast fyrir 2,4 milljarða dala. Og samanlagt hafa þá myndirnar þrjár selt leikföng og aðra hluti fyrir 9 milljarða dala. Þótt Toy Story 3 ævintýrið sé nú að baki hyggjast forráðamenn Disney framleiða fjórar stuttmyndir fyrir sjónvarp og net til að halda lífi í eftirspurninni. Enda engin ástæða til að slátra gullkálfinum. freyrgigja@frettabladid.is
Golden Globes Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira