Ekki æskilegt 16. febrúar 2010 00:01 Fyrir nokkrum árum þótti meðvituðum góðborgurum sókn gegn fordómum felast í því að færa þá undir yfirborðið. Gott dæmi um slíkt er þegar orðið „mongólíti“ datt í ónáð. Í stað þess að kenna fjöldanum að bera virðingu fyrir orðinu var „einstaklingi með downs-heilkenni“ skellt í laugina. Um stund geta siðvandir því setið sáttir – eða allt þar til uppnefni úr nýnefninu fara að hljóma á skólagöngum og „downs-heilkenni“ afþokkast. Svo er hinn möguleikinn – að ráðast að rótum vandans og þurfa ekki að búa til nýtt tungumál. Það eru nefnilega ekki illmenni og þorparar sem nota enn þá orðið mongólíti. Þannig lýsir foreldri barns með Downs-heilkenni í pistli á heimasíðunni downs.is hvernig það varð heimilisfólki hjartans mál að nota orðið mongólíti með stolti og afraksturinn er sá að eldra systkini kann ekki að leggja neikvæða merkingu í orðið. „Hvað eru orð? Jú, svarið er nefnilega býsna létt. Orð eru þeirrar merkingar sem við gefum þeim. Ekkert annað. Ef við, aðstandendur og allir aðrir, ákveðum að nota þetta orð – með stolti – þá er og verður þetta hvorki bann- né skammaryrði.“ Í orði en ekki á borði á ljómandi vel um þessar gjörðir til að sporna við neikvæðu viðhorfi í garð minnihlutahópa. Flest munum við að bíta í tunguna þegar við erum óvart komin á fremsta hlunn með að nota orðið „nýbúi“ en um leið sýndi könnun að tæp 60 prósent framhaldsskólanema finnst „of margir nýbúar séu búsettir hér á landi“. Það er nú samt gott að allir séu að nota æskileg orð yfir óæskilegt fólk ekki satt? Einn hópur fólks er það sem á sérstaklega erfitt uppdráttar á vinnumarkaðinum, þrátt fyrir að vera hvað stöðugustu vinnukraftarnir, en það eru konur yfir fimmtugt. Það hreyfði því við undarlegum tilfinningum að horfa á kvöldfréttir Ríkissjónvarpsins og sjá hvergi hina glæsilegu, rétt tæplega fimmtugu, Elínu Hirst. Í staðinn var ung og falleg, tuttugu árum yngri kona á skjánum. Svolítið eins og Elínu hefði verið hent í tímavél. Einhvern veginn finnst manni eins og það ætti að vera eitt af hlutverkum ríkisstofnana að standa framarlega í hópnum sem sýnir af sér gott fordæmi þegar kemur að minnihlutahópum. Ríkissjónvarpið hefði varla getað sýnt það betur svart á hvítu afstöðu sína til hækkunar á aldri kvenna sem koma fyrir í sjónvarpi: Ekki æskileg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fyrir nokkrum árum þótti meðvituðum góðborgurum sókn gegn fordómum felast í því að færa þá undir yfirborðið. Gott dæmi um slíkt er þegar orðið „mongólíti“ datt í ónáð. Í stað þess að kenna fjöldanum að bera virðingu fyrir orðinu var „einstaklingi með downs-heilkenni“ skellt í laugina. Um stund geta siðvandir því setið sáttir – eða allt þar til uppnefni úr nýnefninu fara að hljóma á skólagöngum og „downs-heilkenni“ afþokkast. Svo er hinn möguleikinn – að ráðast að rótum vandans og þurfa ekki að búa til nýtt tungumál. Það eru nefnilega ekki illmenni og þorparar sem nota enn þá orðið mongólíti. Þannig lýsir foreldri barns með Downs-heilkenni í pistli á heimasíðunni downs.is hvernig það varð heimilisfólki hjartans mál að nota orðið mongólíti með stolti og afraksturinn er sá að eldra systkini kann ekki að leggja neikvæða merkingu í orðið. „Hvað eru orð? Jú, svarið er nefnilega býsna létt. Orð eru þeirrar merkingar sem við gefum þeim. Ekkert annað. Ef við, aðstandendur og allir aðrir, ákveðum að nota þetta orð – með stolti – þá er og verður þetta hvorki bann- né skammaryrði.“ Í orði en ekki á borði á ljómandi vel um þessar gjörðir til að sporna við neikvæðu viðhorfi í garð minnihlutahópa. Flest munum við að bíta í tunguna þegar við erum óvart komin á fremsta hlunn með að nota orðið „nýbúi“ en um leið sýndi könnun að tæp 60 prósent framhaldsskólanema finnst „of margir nýbúar séu búsettir hér á landi“. Það er nú samt gott að allir séu að nota æskileg orð yfir óæskilegt fólk ekki satt? Einn hópur fólks er það sem á sérstaklega erfitt uppdráttar á vinnumarkaðinum, þrátt fyrir að vera hvað stöðugustu vinnukraftarnir, en það eru konur yfir fimmtugt. Það hreyfði því við undarlegum tilfinningum að horfa á kvöldfréttir Ríkissjónvarpsins og sjá hvergi hina glæsilegu, rétt tæplega fimmtugu, Elínu Hirst. Í staðinn var ung og falleg, tuttugu árum yngri kona á skjánum. Svolítið eins og Elínu hefði verið hent í tímavél. Einhvern veginn finnst manni eins og það ætti að vera eitt af hlutverkum ríkisstofnana að standa framarlega í hópnum sem sýnir af sér gott fordæmi þegar kemur að minnihlutahópum. Ríkissjónvarpið hefði varla getað sýnt það betur svart á hvítu afstöðu sína til hækkunar á aldri kvenna sem koma fyrir í sjónvarpi: Ekki æskileg.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun