Sögulegur viðburður í síðasta Formúlu 1 móti ársins í Abu Dhabi 10. nóvember 2010 09:35 Keppnin í Abu Dhabi hefst í myrki en lýkur í sólsetri. Mynd: Getty Images Það verður sögulegur viðburður í síðsta Formúlu 1 móti ársins í Abu Dhabi um næstu helgi. Þá eiga fjórir ökumenn möguleika á meistaratitli ökumanna í lokamóti keppnistímabilsins, en það er í fyrsta skipti sem slíkt hefur komið upp í 60 ára sögu íþróttarinnar. Fernando Alonso er efstur í stigamótinu, Mark Webber er annar, Sebastian Vettel þriðji og Lewis Hamilton fjórði. Í tólf önnur skipti hafa þrír ökumenn átt möguleika á að vinna titilinn í lokamótinu og það gerðist síðast árið 2007. Þá varð Kimi Raikkönen heimsmeistari á Ferrari, en Lewis Hamilton og Fernando Alonso á McLaren voru einu stigi á eftir. Ef Vettel eða Hamilton verða meistarar, þá verður það í annað skipti síðan 1950 sem það gerist hjá ökumanni sem er ekki í fyrsta eða öðru sæti í stigamótinu fyrir síðustu keppnina. Giuseppe Farina varð meistari 1950 eftir að hafa verið í þriðja sæti fyrir ítalska kappaksturinn á Alfa Romeo, en það var síðasta mót ársins. Sama gerðist hjá Raikkönen 2007. Þá varð hann meistari með eins stigs mun á undan Lewis Hamilton og Fernando Alonso, eftir að hafa verið í þriðja sæti að stigum fyrir lokamótið. Alonso hefur tvívegis fagnað meistaratitilinum. Hann varð meistari með Renault árið 2005 og varð þar með yngsti meistari allra tíma og hann varð aftur meistari 2006. Ef hann verður meistari í ár þá verður hann sá fyrsti til að verða þrefaldur meistari fyrir þrítugt. Michael Schumacher náði þreföldum titili 31 árs, Ayrton Senna sömuleiðis árið 1991. Þá mun Alonso einnig jafna árangur Juan Manuel Fangio frá árinu 1956, Jody Scheckter 1979 og Raikkönen 2007 sem unnu á fyrsta ári sínu sem ökumenn hjá Ferrari. Lewis Hamilton varð meistari með McLaren árið 2008, en hvorki Webber né Vettel hafa fangað meistaratitli á ferlinum. Jenson Button hjá McLaren er fráfarandi heimsmeistari, en hann missti endanlega af möguleikanum af því að verja titilinn í mótinu í Brasilíu um síðustu helgi. Hann tryggði sér meistaratitilinn í fyrra í næstsíðasta móti ársins. Lokamótið í Abu Dhabi verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudag kl. 12.30 í opinni dagskrá. Strax á eftir verður þátturinn Endmarkið, þar sem farið verður yfir viðburði dagsins af sérfræðingum. Á föstudagskvöld kl. 21.00 verður sýnt frá æfingum keppnisliða, en bein útsending verður frá þriðju æfingu keppnisliða á laugardag kl. 09.55 og tímatakan verður sýnd beint kl. 12.45 í opinni dagskrá. Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Það verður sögulegur viðburður í síðsta Formúlu 1 móti ársins í Abu Dhabi um næstu helgi. Þá eiga fjórir ökumenn möguleika á meistaratitli ökumanna í lokamóti keppnistímabilsins, en það er í fyrsta skipti sem slíkt hefur komið upp í 60 ára sögu íþróttarinnar. Fernando Alonso er efstur í stigamótinu, Mark Webber er annar, Sebastian Vettel þriðji og Lewis Hamilton fjórði. Í tólf önnur skipti hafa þrír ökumenn átt möguleika á að vinna titilinn í lokamótinu og það gerðist síðast árið 2007. Þá varð Kimi Raikkönen heimsmeistari á Ferrari, en Lewis Hamilton og Fernando Alonso á McLaren voru einu stigi á eftir. Ef Vettel eða Hamilton verða meistarar, þá verður það í annað skipti síðan 1950 sem það gerist hjá ökumanni sem er ekki í fyrsta eða öðru sæti í stigamótinu fyrir síðustu keppnina. Giuseppe Farina varð meistari 1950 eftir að hafa verið í þriðja sæti fyrir ítalska kappaksturinn á Alfa Romeo, en það var síðasta mót ársins. Sama gerðist hjá Raikkönen 2007. Þá varð hann meistari með eins stigs mun á undan Lewis Hamilton og Fernando Alonso, eftir að hafa verið í þriðja sæti að stigum fyrir lokamótið. Alonso hefur tvívegis fagnað meistaratitilinum. Hann varð meistari með Renault árið 2005 og varð þar með yngsti meistari allra tíma og hann varð aftur meistari 2006. Ef hann verður meistari í ár þá verður hann sá fyrsti til að verða þrefaldur meistari fyrir þrítugt. Michael Schumacher náði þreföldum titili 31 árs, Ayrton Senna sömuleiðis árið 1991. Þá mun Alonso einnig jafna árangur Juan Manuel Fangio frá árinu 1956, Jody Scheckter 1979 og Raikkönen 2007 sem unnu á fyrsta ári sínu sem ökumenn hjá Ferrari. Lewis Hamilton varð meistari með McLaren árið 2008, en hvorki Webber né Vettel hafa fangað meistaratitli á ferlinum. Jenson Button hjá McLaren er fráfarandi heimsmeistari, en hann missti endanlega af möguleikanum af því að verja titilinn í mótinu í Brasilíu um síðustu helgi. Hann tryggði sér meistaratitilinn í fyrra í næstsíðasta móti ársins. Lokamótið í Abu Dhabi verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudag kl. 12.30 í opinni dagskrá. Strax á eftir verður þátturinn Endmarkið, þar sem farið verður yfir viðburði dagsins af sérfræðingum. Á föstudagskvöld kl. 21.00 verður sýnt frá æfingum keppnisliða, en bein útsending verður frá þriðju æfingu keppnisliða á laugardag kl. 09.55 og tímatakan verður sýnd beint kl. 12.45 í opinni dagskrá.
Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira