Schumacher eygir enn meistaratitilinn 15. apríl 2010 10:36 Michael Schumacher hefur ekki gefist upp á titilsókn þó hann sé neðarlega á listanum hvað stig varðar. Mynd: Getty Images Michael Schumacher hefur trú á að hann eigi möguleika á meistaratitilinum í Formúlu 1, þó hann sé aðeins með níu stig á móti 39 stigum Felipe Massa. Hann er kominn til Kína og í frétt á autosport.com telur hann sig eiga möguleika á toppslagnum. þrátt fyrir brösótt gengi. Schumacher sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Sjanghæ í Kína ásamt fleiri ökmönnum í dag. "Það geta allir fallið úr leik, eins og henti Fernando Alonso. Ég lenti í ógöngum í Malasíu og einhverntímann á tímabilinu á ég eftir að rekast á einhvern í titilslagnum. Það er engin ástæða fyrir því að við getum ekki barist um titilinn", sagði Schumacher og vitnaði í ummæli Alonso að hann (Schumacher) ætti enn sjéns þó hann væri neðarlega á stigalistanum. "Grunnurinn að bílnum er góður og það er engin ástæða fyrir Nico og mig að halda að þessu sé lokið. Úrslitin hafa ekki verið eins hagstæð og sumir héldu að þau yrðu og ég hefði viljað ná betri árangri. En samkeppnin er hörð." "Það er eðilegt að fjölmiðlar séu ekki jákvæðir, en ég veit hvað ég hef verið að gera og hvað er í gangi. Ég er ekki vonsvikinn. Ég er mjög ánægður og ef öðru fólki líkar það eða ekki, þá er það þeirra val." Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Michael Schumacher hefur trú á að hann eigi möguleika á meistaratitilinum í Formúlu 1, þó hann sé aðeins með níu stig á móti 39 stigum Felipe Massa. Hann er kominn til Kína og í frétt á autosport.com telur hann sig eiga möguleika á toppslagnum. þrátt fyrir brösótt gengi. Schumacher sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Sjanghæ í Kína ásamt fleiri ökmönnum í dag. "Það geta allir fallið úr leik, eins og henti Fernando Alonso. Ég lenti í ógöngum í Malasíu og einhverntímann á tímabilinu á ég eftir að rekast á einhvern í titilslagnum. Það er engin ástæða fyrir því að við getum ekki barist um titilinn", sagði Schumacher og vitnaði í ummæli Alonso að hann (Schumacher) ætti enn sjéns þó hann væri neðarlega á stigalistanum. "Grunnurinn að bílnum er góður og það er engin ástæða fyrir Nico og mig að halda að þessu sé lokið. Úrslitin hafa ekki verið eins hagstæð og sumir héldu að þau yrðu og ég hefði viljað ná betri árangri. En samkeppnin er hörð." "Það er eðilegt að fjölmiðlar séu ekki jákvæðir, en ég veit hvað ég hef verið að gera og hvað er í gangi. Ég er ekki vonsvikinn. Ég er mjög ánægður og ef öðru fólki líkar það eða ekki, þá er það þeirra val."
Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira