Traustur og tilgerðarlaus Trausti Júlíusson skrifar 18. nóvember 2010 20:00 2.0 með Tryggva Hübner. Tónlist / *** 2.0 Tryggvi Hübner Tryggvi Hübner er einn af fremstu gítarleikurum Íslands. Hann hefur bæði verið í hljómsveitum eins og Eik og Cabaret og spilað með Megasi, Bubba, Rúnari Júl og mörgum fleiri. 2.0 er önnur sólóplata Tryggva, en sú fyrri Betri ferð kom út árið 1995. Á 2.0 eru ellefu lög. Níu fyrstu eru frumsamin og án söngs, en þau tvö síðustu eru blússlagarinn Need Your Love So Bad sem Sara Blandon syngur og Free-lagið Wishing Well sem félagi Tryggva úr Eikinni Sigurður Sigurðsson syngur. Sigurður var atkvæðamikill rokksöngvari á árum áður og var m.a. í hljómsveitunum Tívolí og Íslenskri kjötsúpu. Gaman að heyra í honum á nýjan leik. 2.0 er tilgerðarlaus og vönduð plata frá flinkum tónlistarmanni. Tryggvi byrjar plötuna rólega á klassískum gítar, en færir sig svo yfir á rafmagnsgítarinn. Tryggvi er sérstaklega melódískur og lipur gítarleikari og ætti ekki að valda aðdáendum sínum vonbrigðum hér. Vonandi verður styttri bið í næstu plötu! Niðurstaða: Gítarsnillingurinn Tryggvi með melódíska og vandaða plötu. Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist / *** 2.0 Tryggvi Hübner Tryggvi Hübner er einn af fremstu gítarleikurum Íslands. Hann hefur bæði verið í hljómsveitum eins og Eik og Cabaret og spilað með Megasi, Bubba, Rúnari Júl og mörgum fleiri. 2.0 er önnur sólóplata Tryggva, en sú fyrri Betri ferð kom út árið 1995. Á 2.0 eru ellefu lög. Níu fyrstu eru frumsamin og án söngs, en þau tvö síðustu eru blússlagarinn Need Your Love So Bad sem Sara Blandon syngur og Free-lagið Wishing Well sem félagi Tryggva úr Eikinni Sigurður Sigurðsson syngur. Sigurður var atkvæðamikill rokksöngvari á árum áður og var m.a. í hljómsveitunum Tívolí og Íslenskri kjötsúpu. Gaman að heyra í honum á nýjan leik. 2.0 er tilgerðarlaus og vönduð plata frá flinkum tónlistarmanni. Tryggvi byrjar plötuna rólega á klassískum gítar, en færir sig svo yfir á rafmagnsgítarinn. Tryggvi er sérstaklega melódískur og lipur gítarleikari og ætti ekki að valda aðdáendum sínum vonbrigðum hér. Vonandi verður styttri bið í næstu plötu! Niðurstaða: Gítarsnillingurinn Tryggvi með melódíska og vandaða plötu.
Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira