Raikkönen ósáttur við Renault umræðu 6. október 2010 13:56 Kimi Raikkönen keppir í rallakstri með Citroen. Mynd: Getty Images Finninn Kimi Raikkönen segist ekki ætla að ganga til liðs við Formúlu 1 lið Renault, en hann hefur verið orðaður við liðið síðustu vikur. Raikkönen hafði að sögn autosport.com samband við Renault eftir belgíska kappaksturinn og Eric Boullier framkvæmdarstjóri talaði frjálslega um málið að mati Raikkönen. Raikkönen hefur keppt í heimsmeistarakeppninni í rallakstri á Citroen á þessu ári. Raikkönen segir í frétt á autosport.com að hann hafi ekki áhuga á því sem Renault hefur upp á að bjóða og er vitnað í viðtal við Raikkönen í finnska dagblaðinu Turun Sanomat. "Ég er mjög svekktur hvernig þeir hafa notað nafn mitt í þeirra markaðssetningu. Ég hef aldrei íhugað það alvarlega að keyra með Renaut og ég get fullvissað ykkur um það að ég er 100% viss að ég keyri ekki með Renault á næsta ári", sagði Raikkönen. Bouiller hafði sagt það í vikunni á f1.com að það væri sómi að Raikkönen hefði haft samband við liðið og sýndi að liðið hefði gert góða hluti á árinu og geti keppt um titilinn í framtíðinni. Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Finninn Kimi Raikkönen segist ekki ætla að ganga til liðs við Formúlu 1 lið Renault, en hann hefur verið orðaður við liðið síðustu vikur. Raikkönen hafði að sögn autosport.com samband við Renault eftir belgíska kappaksturinn og Eric Boullier framkvæmdarstjóri talaði frjálslega um málið að mati Raikkönen. Raikkönen hefur keppt í heimsmeistarakeppninni í rallakstri á Citroen á þessu ári. Raikkönen segir í frétt á autosport.com að hann hafi ekki áhuga á því sem Renault hefur upp á að bjóða og er vitnað í viðtal við Raikkönen í finnska dagblaðinu Turun Sanomat. "Ég er mjög svekktur hvernig þeir hafa notað nafn mitt í þeirra markaðssetningu. Ég hef aldrei íhugað það alvarlega að keyra með Renaut og ég get fullvissað ykkur um það að ég er 100% viss að ég keyri ekki með Renault á næsta ári", sagði Raikkönen. Bouiller hafði sagt það í vikunni á f1.com að það væri sómi að Raikkönen hefði haft samband við liðið og sýndi að liðið hefði gert góða hluti á árinu og geti keppt um titilinn í framtíðinni.
Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira