Tími ákvarðana Ólafur Stephensen skrifar 30. júní 2010 09:52 Fréttablaðið sagði frá því á mánudaginn að ofbeldi gegn lögreglumönnum færi vaxandi og yrði sífellt grófara. Árið 2008 hlutu 29 lögregluþjónar varanlegan skaða vegna ofbeldis, sem þeir urðu fyrir við skyldustörf. Í fyrra voru þeir 38.Aukið ofbeldi gegn lögreglunni á sér vafalaust ýmsar orsakir. Skipulagðri glæpastarfsemi hefur vaxið fiskur um hrygg hér á landi og hér starfa nú erlendar glæpaklíkur, sem svífast einskis. Virðing fyrir lögregluþjónum og störfum þeirra virðist á undanhaldi hjá mörgum. Þá þarf lögreglan í vaxandi mæli að fást við fólk, sem er snarbrjálað af fíkniefnaneyzlu.Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Fréttablaðið að lögreglan væri of fáliðuð og það skapaði hættu varðandi öryggi lögreglumanna. Hann sagði að lögreglan vildi ekki vopnvæðast, en ljóst væri að þegar lögreglumenn væru í lífshættu, yrðu þeir að hafa búnað til að verja sig. Geir Jón vísaði til þess að til skoðunar væri að lögreglan á Íslandi bæri rafbyssur, en þau tæki væru árangursrík og hefðu jafnvel bylt samskiptum lögreglu við ofbeldisfullt fólk.Sitt sýnist hverjum um rafbyssurnar. Fyrir liggur að beiting þeirra er afar sársaukafull og lamar um stundarsakir þann sem fyrir henni verður. Heilbrigt fólk á þó ekki að bíða skaða af rafstuðinu sem slíku. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International hafa lagzt gegn beitingu rafbyssna og jafnað henni við pyntingar. Þau hafa ennfremur bent á allmörg dauðsföll, sem orðið hafa eftir að fólk fékk raflost úr rafbyssu. Amnesty hefur hvatt til þess að lögreglan tileinki sér aðrar aðferðir til að taka á ofbeldisfullu fólki.Á móti er bent á að afar sjaldan hafi verið hægt að rekja dauðsföll til notkunar rafbyssunnar sem slíkrar. Þeir, sem hafi látizt eftir slíka valdbeitingu, hafi verið veikir fyrir vegna ofneyzlu vímuefna eða vegna sjúkdóms. Fylgjendur rafbyssnanna benda sömuleiðis á að hefðbundin lögreglutök og beiting piparúða, kylfu eða annarra hjálpartækja lögreglunnar geti sömuleiðis valdið slysum, örkumlum og dauða. Í Bandaríkjunum kom rafbyssa við sögu í 5% tilfella, þar sem fólk lézt í kjölfar afskipta lögreglu á tímabilinu 2000-2007.Innleiðing rafbyssnanna hefur þannig iðulega leitt til þess að ekki einvörðungu hefur slysum á lögreglumönnum fækkað um tugi prósenta, heldur hefur slysum á þeim sem lögreglan þarf að hafa afskipti af jafnframt stórfækkað. Eftir stendur þó sú staðreynd að rafbyssa er hættulegt tæki og vandmeðfarið, rétt eins og lögreglukylfa eða piparúði. Yrði það tekið í notkun hér, yrði að setja um það strangar reglur og gera miklar kröfur til þjálfunar lögreglumanna í meðferð þess.Kjarni málsins er hins vegar sá að rafbyssurnar hafa verið hér til "umræðu" og "skoðunar" í a.m.k. þrjú ár. Á meðan hallar stöðugt á lögregluna í glímunni við æ ofbeldisfyllri glæpamenn og ofbeldisseggi. Samfélagið getur ekki látið það líðast að vaðið sé yfir lögregluna og starfsmenn hennar limlestir. Þess vegna þarf ákvarðanir núna, annaðhvort um rafbyssurnar eða einhver önnur meðul, sem reynast jafnárangursrík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Fréttablaðið sagði frá því á mánudaginn að ofbeldi gegn lögreglumönnum færi vaxandi og yrði sífellt grófara. Árið 2008 hlutu 29 lögregluþjónar varanlegan skaða vegna ofbeldis, sem þeir urðu fyrir við skyldustörf. Í fyrra voru þeir 38.Aukið ofbeldi gegn lögreglunni á sér vafalaust ýmsar orsakir. Skipulagðri glæpastarfsemi hefur vaxið fiskur um hrygg hér á landi og hér starfa nú erlendar glæpaklíkur, sem svífast einskis. Virðing fyrir lögregluþjónum og störfum þeirra virðist á undanhaldi hjá mörgum. Þá þarf lögreglan í vaxandi mæli að fást við fólk, sem er snarbrjálað af fíkniefnaneyzlu.Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Fréttablaðið að lögreglan væri of fáliðuð og það skapaði hættu varðandi öryggi lögreglumanna. Hann sagði að lögreglan vildi ekki vopnvæðast, en ljóst væri að þegar lögreglumenn væru í lífshættu, yrðu þeir að hafa búnað til að verja sig. Geir Jón vísaði til þess að til skoðunar væri að lögreglan á Íslandi bæri rafbyssur, en þau tæki væru árangursrík og hefðu jafnvel bylt samskiptum lögreglu við ofbeldisfullt fólk.Sitt sýnist hverjum um rafbyssurnar. Fyrir liggur að beiting þeirra er afar sársaukafull og lamar um stundarsakir þann sem fyrir henni verður. Heilbrigt fólk á þó ekki að bíða skaða af rafstuðinu sem slíku. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International hafa lagzt gegn beitingu rafbyssna og jafnað henni við pyntingar. Þau hafa ennfremur bent á allmörg dauðsföll, sem orðið hafa eftir að fólk fékk raflost úr rafbyssu. Amnesty hefur hvatt til þess að lögreglan tileinki sér aðrar aðferðir til að taka á ofbeldisfullu fólki.Á móti er bent á að afar sjaldan hafi verið hægt að rekja dauðsföll til notkunar rafbyssunnar sem slíkrar. Þeir, sem hafi látizt eftir slíka valdbeitingu, hafi verið veikir fyrir vegna ofneyzlu vímuefna eða vegna sjúkdóms. Fylgjendur rafbyssnanna benda sömuleiðis á að hefðbundin lögreglutök og beiting piparúða, kylfu eða annarra hjálpartækja lögreglunnar geti sömuleiðis valdið slysum, örkumlum og dauða. Í Bandaríkjunum kom rafbyssa við sögu í 5% tilfella, þar sem fólk lézt í kjölfar afskipta lögreglu á tímabilinu 2000-2007.Innleiðing rafbyssnanna hefur þannig iðulega leitt til þess að ekki einvörðungu hefur slysum á lögreglumönnum fækkað um tugi prósenta, heldur hefur slysum á þeim sem lögreglan þarf að hafa afskipti af jafnframt stórfækkað. Eftir stendur þó sú staðreynd að rafbyssa er hættulegt tæki og vandmeðfarið, rétt eins og lögreglukylfa eða piparúði. Yrði það tekið í notkun hér, yrði að setja um það strangar reglur og gera miklar kröfur til þjálfunar lögreglumanna í meðferð þess.Kjarni málsins er hins vegar sá að rafbyssurnar hafa verið hér til "umræðu" og "skoðunar" í a.m.k. þrjú ár. Á meðan hallar stöðugt á lögregluna í glímunni við æ ofbeldisfyllri glæpamenn og ofbeldisseggi. Samfélagið getur ekki látið það líðast að vaðið sé yfir lögregluna og starfsmenn hennar limlestir. Þess vegna þarf ákvarðanir núna, annaðhvort um rafbyssurnar eða einhver önnur meðul, sem reynast jafnárangursrík.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun