Vettel lærði kasta bjúgverpli 24. mars 2010 10:17 Vettel mundar bjúgverpil eins og orðið ,,boomerang" þyðist á góða íslensku. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel og Mark Webber eru liðsfélagar hjá Red Bull og þykja líklegir til afreka á götum Melbourne á heimavelli Webbers. Vettel voru kennd réttu handtökin við að kasta bjúgverpli, sem er vinsælt atferli í Ástralíu. "Það er auðveldara að keyra keppnisbílinn... Það er talsvert vandasamt að kasta miðað við vindstefnuna og hve mikinn kraft á að nota í kastið. Ég held ég gæti þróað aðferðina og þetta var skemmtilegt upplifun. Ég bætti mig, en það er erfitt að stjórna svona bjúgverpli. Stundum leit út fyrir að hann kæmi tilbaka, en í öðrum tilfellum var hann víðsfjarri", sagði Vettel. Galdurinn er að kasta bjúgverpli þannig að hann snúi aftur til kastarans. En trúlega er Vettel mun færari í akstri um Melbourne brautina, en sérfræðingur í tómstundargamni Ástrala. Hann segist kunna vel við sig Melbourne brautina. Webber vann á heimavelli Webbers í Þýskalandi í fyrra og spurning hvort Vettel snýr á liðsfélaga sinn á hans heimavelli. Ástralir vonast trúlega eftir sigri Webbers. "Annað sæti væru ekki slæm úrslit. En það er langur vegur frá æfingum föstudags til kappaksturs. Við sáum hvað gerðist síðast. Maður veit aldrei fyrr en flaggið fellur hvað gerist. Okkur gekk vel síðast, þó úrslitin hafi ekki verið hagstæð, en bíllinn var góður", sagði Vettel, en hann leiddi mest alla fyrstu keppni ársins áður en kerti í vélarsalnum gaf sig. Alonso hirti fyrsta sætið og Vetel féll í það fjórða. "Það er gott fyrir menn að keyra á heimavelli eins og Mark og hann nýtur þess, frekar en að finna fyrir pressunni. Hann er eini Ástralinn á ráslínunni, en þegar ég keppi á heimavelli eru fimm aðrir Þjóðverjar. Mark er með gott sjálfstraust og veit hvað hann getur og hvernig á að landa sigri. Ferill hans hefur ekki alltaf verið auðveldur, en hann er enn í Formúlu 1, á meðan margir hafa hætt." Trúlega mun Vettel sem sannur keppnismaður stefna sjálfur á sigur og ekki gefa Webber neitt eftir, þó á heimavelli sé, en þeir vinna samt vel saman og eru ágætis félagar hjá Red Bull. Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel og Mark Webber eru liðsfélagar hjá Red Bull og þykja líklegir til afreka á götum Melbourne á heimavelli Webbers. Vettel voru kennd réttu handtökin við að kasta bjúgverpli, sem er vinsælt atferli í Ástralíu. "Það er auðveldara að keyra keppnisbílinn... Það er talsvert vandasamt að kasta miðað við vindstefnuna og hve mikinn kraft á að nota í kastið. Ég held ég gæti þróað aðferðina og þetta var skemmtilegt upplifun. Ég bætti mig, en það er erfitt að stjórna svona bjúgverpli. Stundum leit út fyrir að hann kæmi tilbaka, en í öðrum tilfellum var hann víðsfjarri", sagði Vettel. Galdurinn er að kasta bjúgverpli þannig að hann snúi aftur til kastarans. En trúlega er Vettel mun færari í akstri um Melbourne brautina, en sérfræðingur í tómstundargamni Ástrala. Hann segist kunna vel við sig Melbourne brautina. Webber vann á heimavelli Webbers í Þýskalandi í fyrra og spurning hvort Vettel snýr á liðsfélaga sinn á hans heimavelli. Ástralir vonast trúlega eftir sigri Webbers. "Annað sæti væru ekki slæm úrslit. En það er langur vegur frá æfingum föstudags til kappaksturs. Við sáum hvað gerðist síðast. Maður veit aldrei fyrr en flaggið fellur hvað gerist. Okkur gekk vel síðast, þó úrslitin hafi ekki verið hagstæð, en bíllinn var góður", sagði Vettel, en hann leiddi mest alla fyrstu keppni ársins áður en kerti í vélarsalnum gaf sig. Alonso hirti fyrsta sætið og Vetel féll í það fjórða. "Það er gott fyrir menn að keyra á heimavelli eins og Mark og hann nýtur þess, frekar en að finna fyrir pressunni. Hann er eini Ástralinn á ráslínunni, en þegar ég keppi á heimavelli eru fimm aðrir Þjóðverjar. Mark er með gott sjálfstraust og veit hvað hann getur og hvernig á að landa sigri. Ferill hans hefur ekki alltaf verið auðveldur, en hann er enn í Formúlu 1, á meðan margir hafa hætt." Trúlega mun Vettel sem sannur keppnismaður stefna sjálfur á sigur og ekki gefa Webber neitt eftir, þó á heimavelli sé, en þeir vinna samt vel saman og eru ágætis félagar hjá Red Bull.
Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira